Að fækka valkostum Ragnar Sverrisson skrifar 19. janúar 2015 09:30 Í því logni sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar er furðu lítið horft til lengri framtíðar og engu líkara en hún skipti litlu máli. Um skeið hefur umræðan að mestu snúist um plástursaðferðir eða leiðréttingar eftir stóra áfallið árið 2008, þegar íslenski gjaldmiðillinn féll gríðarlega með skelfilegum afleiðingum fyrir land og lýð. Fólki er jafnvel talin trú um að ríkjandi svikalogn muni haldast áfram enda hafi verið fundin upp ný og áður óþekkt aðferð til að halda slíku efnahagslegu veðurfari stöðugu til framtíðar. Þar hafi komið til snilli núverandi stjórnvalda sem hafa af hugviti sínu náð fullum tökum á hinum efnahagslegu náttúruöflum og beygt þau undir sinn einbeitta vilja. Þess er því að vænta að fulltrúar annarra þjóða flykkist hingað til að kynna sér ríkjandi heimsmet í leiðréttingum og hvernig krónan okkar tryggir þá efnahagslegu vellíðan sem aðrar þjóðir fara á mis við. Þessir fulltrúar verða væntanlega ekki lengi að átta sig á því að makríllinn og fleiri ferðamenn hafa fyrst og fremst stuðlað að því efnahagslega logni sem ríkt hefur um skeið. Að öðru leyti er áfram treyst á að minnsti gjaldmiðill í veröldinni geti spjarað sig á frjálsum alþjóðamarkaði og orðið grundvöllurinn að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá er vísast að aðdáun útlenskra á meintu íslenska efnahagsundri minnki eitthvað og þeir fari jafnvel að spyrja óþægilegra spurninga.Mikilvægi trausts gjaldmiðils Sannleikurinn er því miður sá að við fljótum sofandi að feigðarósi ef við ætlum að treysta áfram á að íslenska krónan standist þá þolraun sem fylgir þátttöku í opnu alþjóða viðskipta- og fjármálakerfi. Í slíku umhverfi verður lítill gjaldmiðill alltaf eins og reikult þang á úthafinu og býður heim óstöðugleika þegar til lengri tíma er litið. Engar bráðareddingar geta breytt þeirri staðreynd, ekki einu sinni þótt þær séu skilgreindar sem heimsmet og eitt af undrum veraldar. Auðvitað er upptaka stærri gjaldmiðils eins og evru engin allsherjarlausn á öllum vanda eins og andstæðingar þess hafa þrástagast á enda hafa þeir einir nefnt slíka fásinnu í umræðunni. Hins vegar hafa margir bent á að mun auðveldara sé að skapa heilsteypt atvinnu- og viðskiptaumhverfi ef gjaldmiðillinn er sterkur og sveiflast ekki upp og niður eins og við þekkjum vel hér á landi. Auk þess byggir evru-samstarfið á samtryggingu ef á móti blæs en í dag erum við algjörlega ein á báti með okkar örgjaldmiðil. Við þekkjum afleiðingarnar af því og löngu tímabært að fara að læra eitthvað af þeim ósköpum en æða ekki áfram sömu leið vegna blindrar trúar á íslensku krónuna sem er hvergi tekin gild í alþjóðaviðskiptum.Kostir fleiri en gallar Og nú er það nýjast að stjórnvöld hyggjast slíta endanlega samningum við ESB og taka frá þjóðinni þann valkost um langa framtíð að verða fullgild í þessu samstarfi Evrópuþjóða. Á sama tíma lýsir utanríkisráðherra yfir að EES-samningurinn sé einn af hornsteinum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Hann hafi að vísu verið á móti honum á sínum tíma en virðist nú hafa breytt um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið. Gott væri að hann gerði meira af því í framtíðinni. Hver veit nema þá sjái hann og ríkisstjórnin að fráleitt sé að útiloka í nánustu framtíð að semja um aðild Íslands að ESB og bera samninginn síðan undir þjóðina. Hann og skoðanasystkin hans gætu notað tímann á meðan málið er í salti til að kynna sér fleira en meinta ókosti þess að vera fullgild þjóð í Evrópu- samstarfinu en láta ekki nægja, eins og nú er gert, að taka þegjandi við lögum og reglum sem við höfum ekki komið nálægt að semja. Eftir slíka ígrundun myndi þjóðin átta sig betur á kostum fullrar aðildar að ESB á sama hátt og uppljómun utanríkisráðherra, eftir að hafa kynnt sér kosti EES-samningsins, er fagurt vitni um. Hinn valkosturinn, að útiloka þennan möguleika fyrir fram, er algjörlega óboðlegur á sama tíma og ríkisstjórnin hefur ekki enn mótað peningastefnu til lengri framtíðar. Í þeirri vinnu verða allir möguleikar að vera tiltækir og engum tortímt að óþörfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í því logni sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar er furðu lítið horft til lengri framtíðar og engu líkara en hún skipti litlu máli. Um skeið hefur umræðan að mestu snúist um plástursaðferðir eða leiðréttingar eftir stóra áfallið árið 2008, þegar íslenski gjaldmiðillinn féll gríðarlega með skelfilegum afleiðingum fyrir land og lýð. Fólki er jafnvel talin trú um að ríkjandi svikalogn muni haldast áfram enda hafi verið fundin upp ný og áður óþekkt aðferð til að halda slíku efnahagslegu veðurfari stöðugu til framtíðar. Þar hafi komið til snilli núverandi stjórnvalda sem hafa af hugviti sínu náð fullum tökum á hinum efnahagslegu náttúruöflum og beygt þau undir sinn einbeitta vilja. Þess er því að vænta að fulltrúar annarra þjóða flykkist hingað til að kynna sér ríkjandi heimsmet í leiðréttingum og hvernig krónan okkar tryggir þá efnahagslegu vellíðan sem aðrar þjóðir fara á mis við. Þessir fulltrúar verða væntanlega ekki lengi að átta sig á því að makríllinn og fleiri ferðamenn hafa fyrst og fremst stuðlað að því efnahagslega logni sem ríkt hefur um skeið. Að öðru leyti er áfram treyst á að minnsti gjaldmiðill í veröldinni geti spjarað sig á frjálsum alþjóðamarkaði og orðið grundvöllurinn að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá er vísast að aðdáun útlenskra á meintu íslenska efnahagsundri minnki eitthvað og þeir fari jafnvel að spyrja óþægilegra spurninga.Mikilvægi trausts gjaldmiðils Sannleikurinn er því miður sá að við fljótum sofandi að feigðarósi ef við ætlum að treysta áfram á að íslenska krónan standist þá þolraun sem fylgir þátttöku í opnu alþjóða viðskipta- og fjármálakerfi. Í slíku umhverfi verður lítill gjaldmiðill alltaf eins og reikult þang á úthafinu og býður heim óstöðugleika þegar til lengri tíma er litið. Engar bráðareddingar geta breytt þeirri staðreynd, ekki einu sinni þótt þær séu skilgreindar sem heimsmet og eitt af undrum veraldar. Auðvitað er upptaka stærri gjaldmiðils eins og evru engin allsherjarlausn á öllum vanda eins og andstæðingar þess hafa þrástagast á enda hafa þeir einir nefnt slíka fásinnu í umræðunni. Hins vegar hafa margir bent á að mun auðveldara sé að skapa heilsteypt atvinnu- og viðskiptaumhverfi ef gjaldmiðillinn er sterkur og sveiflast ekki upp og niður eins og við þekkjum vel hér á landi. Auk þess byggir evru-samstarfið á samtryggingu ef á móti blæs en í dag erum við algjörlega ein á báti með okkar örgjaldmiðil. Við þekkjum afleiðingarnar af því og löngu tímabært að fara að læra eitthvað af þeim ósköpum en æða ekki áfram sömu leið vegna blindrar trúar á íslensku krónuna sem er hvergi tekin gild í alþjóðaviðskiptum.Kostir fleiri en gallar Og nú er það nýjast að stjórnvöld hyggjast slíta endanlega samningum við ESB og taka frá þjóðinni þann valkost um langa framtíð að verða fullgild í þessu samstarfi Evrópuþjóða. Á sama tíma lýsir utanríkisráðherra yfir að EES-samningurinn sé einn af hornsteinum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Hann hafi að vísu verið á móti honum á sínum tíma en virðist nú hafa breytt um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið. Gott væri að hann gerði meira af því í framtíðinni. Hver veit nema þá sjái hann og ríkisstjórnin að fráleitt sé að útiloka í nánustu framtíð að semja um aðild Íslands að ESB og bera samninginn síðan undir þjóðina. Hann og skoðanasystkin hans gætu notað tímann á meðan málið er í salti til að kynna sér fleira en meinta ókosti þess að vera fullgild þjóð í Evrópu- samstarfinu en láta ekki nægja, eins og nú er gert, að taka þegjandi við lögum og reglum sem við höfum ekki komið nálægt að semja. Eftir slíka ígrundun myndi þjóðin átta sig betur á kostum fullrar aðildar að ESB á sama hátt og uppljómun utanríkisráðherra, eftir að hafa kynnt sér kosti EES-samningsins, er fagurt vitni um. Hinn valkosturinn, að útiloka þennan möguleika fyrir fram, er algjörlega óboðlegur á sama tíma og ríkisstjórnin hefur ekki enn mótað peningastefnu til lengri framtíðar. Í þeirri vinnu verða allir möguleikar að vera tiltækir og engum tortímt að óþörfu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun