Ár leiðréttinganna! Gildir það fyrir eldri borgara? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 19. janúar 2015 09:00 Nýtt ár er gengið í garð. Á því ári mun hin mikla LEIÐRÉTTING ríkisstjórnarinnar verða að veruleika í formi lækkunar höfuðstóls fasteignalána hjá mörgum. Það mun eflaust koma sér vel hjá þeim sem hennar njóta og er það vel. Ef horft er til baka síðustu misserin má einnig sjá að leiðrétting er gerð á fleiri sviðum. Sem dæmi þá hafa margar stéttir opinberra starfsmanna nú fengið umtalsverða launaleiðréttingu. Þar standa stjórnvöld að verki, ríki og sveitarfélög. Ekki skal hér dregið í efa að þurft hafi að hækka og leiðrétta laun þessara aðila með tilliti til þess að þeir, eins og margir aðrir, tóku á sig verulegar kjaraskerðingar á árunum 2009-2013. Má kannski líta svo á að þetta verði ár leiðréttinga af hálfu stjórnvalda? Þá er rétt að rifja upp þær skerðingar sem eldri borgarar sem eru á eftirlaunum tóku á sig í „Hruninu“ og hvað hefur verið gert til að leiðrétta það. Vissulega er búið að gera eitthvað, en er það nóg? Forsætisráðherra sagði í nýársávarpi sínu að allar skerðingar á bótum almannatrygginga sem settar voru á 2009 hefðu verið dregnar til baka. Það er ekki rétt með farið hjá forsætisráðherra, en hins vegar má geta þess sem búið er að gera: 1. júlí 2009 var sett skerðing á greiðslu grunnlífeyris almannatrygginga vegna lífeyrisssjóðstekna. Það var leiðrétt 1. júlí 2013. Grunnlífeyrir er nú óskertur vegna lífeyrissjóðstekna. Atvinnutekjur sem fólk mátti hafa án skerðingar voru lækkaðar úr kr. 110.000 í 40.000 á mánuði. Það hefur verið dregið til baka, en gagnast mjög fáum því fáir ellilífeyrisþegar eru á vinnumarkaði. Þann 1. janúar 2014 var skerðingarhlutfall tekjutryggingar lækkað úr 45% í 38,5% og heimilisuppbótar úr 13% í 11%. Þessar fjórar skerðingar hafa því verið afnumdar og færðar til fyrra horfs eða eins og var fyrir kreppuna. En fyrir árið 2009 voru aðeins 50% fjármagnstekna reiknaðar til skerðingar á lífeyri frá TR en síðustu ár hefur sú upphæð fjármagnstekna sem hefur ekki áhrif til skerðingar verið 98.640 kr. á ári, og er það enn óbreytt. Og stærsta málið er enn óleyst. Bætur almannatrygginga voru frystar í ákveðinni krónutölu 1. janúar 2009, og stóðu þannig til 1. júní 2011 eða í tvö og hálft ár. Þá voru nýir kjarasamningar að taka gildi og þar var ákvæði um að bætur almannatrygginga ættu að taka sömu hækkunum og lægstu laun. Þá var frystingin afnumin, sem hafði staðið á meðan verðbólgan óð áfram og fór mest í 17-18%. Það gefur því auga leið að þarna varð mikil kjararýrnun hjá þeim sem voru á lífeyri hjá TR. Jafnframt lækkuðu flestir lífeyrissjóðir sínar greiðslur til lífeyrisþega um allt að 16%. Fyrir kosningar lofuðu þeir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn að afnema allar skerðingar sem eldri borgarar höfðu mátt sæta á kreppuárunnum. Því er nú rétt að líta til þess að þetta verði ár hinna miklu leiðréttinga og hafa opinberir aðilar gefið tóninn í því. Þess vegna hljóta eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar að gera ráð fyrir að þeir fái nú langþráða leiðréttingu á kjaragliðnun síðustu ára og þar með verulega hækkun á lífeyri, jafnvel með eingreiðslu afturvirkt. Eða ríkir ekki jafnræði á meðal þegnanna á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er gengið í garð. Á því ári mun hin mikla LEIÐRÉTTING ríkisstjórnarinnar verða að veruleika í formi lækkunar höfuðstóls fasteignalána hjá mörgum. Það mun eflaust koma sér vel hjá þeim sem hennar njóta og er það vel. Ef horft er til baka síðustu misserin má einnig sjá að leiðrétting er gerð á fleiri sviðum. Sem dæmi þá hafa margar stéttir opinberra starfsmanna nú fengið umtalsverða launaleiðréttingu. Þar standa stjórnvöld að verki, ríki og sveitarfélög. Ekki skal hér dregið í efa að þurft hafi að hækka og leiðrétta laun þessara aðila með tilliti til þess að þeir, eins og margir aðrir, tóku á sig verulegar kjaraskerðingar á árunum 2009-2013. Má kannski líta svo á að þetta verði ár leiðréttinga af hálfu stjórnvalda? Þá er rétt að rifja upp þær skerðingar sem eldri borgarar sem eru á eftirlaunum tóku á sig í „Hruninu“ og hvað hefur verið gert til að leiðrétta það. Vissulega er búið að gera eitthvað, en er það nóg? Forsætisráðherra sagði í nýársávarpi sínu að allar skerðingar á bótum almannatrygginga sem settar voru á 2009 hefðu verið dregnar til baka. Það er ekki rétt með farið hjá forsætisráðherra, en hins vegar má geta þess sem búið er að gera: 1. júlí 2009 var sett skerðing á greiðslu grunnlífeyris almannatrygginga vegna lífeyrisssjóðstekna. Það var leiðrétt 1. júlí 2013. Grunnlífeyrir er nú óskertur vegna lífeyrissjóðstekna. Atvinnutekjur sem fólk mátti hafa án skerðingar voru lækkaðar úr kr. 110.000 í 40.000 á mánuði. Það hefur verið dregið til baka, en gagnast mjög fáum því fáir ellilífeyrisþegar eru á vinnumarkaði. Þann 1. janúar 2014 var skerðingarhlutfall tekjutryggingar lækkað úr 45% í 38,5% og heimilisuppbótar úr 13% í 11%. Þessar fjórar skerðingar hafa því verið afnumdar og færðar til fyrra horfs eða eins og var fyrir kreppuna. En fyrir árið 2009 voru aðeins 50% fjármagnstekna reiknaðar til skerðingar á lífeyri frá TR en síðustu ár hefur sú upphæð fjármagnstekna sem hefur ekki áhrif til skerðingar verið 98.640 kr. á ári, og er það enn óbreytt. Og stærsta málið er enn óleyst. Bætur almannatrygginga voru frystar í ákveðinni krónutölu 1. janúar 2009, og stóðu þannig til 1. júní 2011 eða í tvö og hálft ár. Þá voru nýir kjarasamningar að taka gildi og þar var ákvæði um að bætur almannatrygginga ættu að taka sömu hækkunum og lægstu laun. Þá var frystingin afnumin, sem hafði staðið á meðan verðbólgan óð áfram og fór mest í 17-18%. Það gefur því auga leið að þarna varð mikil kjararýrnun hjá þeim sem voru á lífeyri hjá TR. Jafnframt lækkuðu flestir lífeyrissjóðir sínar greiðslur til lífeyrisþega um allt að 16%. Fyrir kosningar lofuðu þeir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn að afnema allar skerðingar sem eldri borgarar höfðu mátt sæta á kreppuárunnum. Því er nú rétt að líta til þess að þetta verði ár hinna miklu leiðréttinga og hafa opinberir aðilar gefið tóninn í því. Þess vegna hljóta eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar að gera ráð fyrir að þeir fái nú langþráða leiðréttingu á kjaragliðnun síðustu ára og þar með verulega hækkun á lífeyri, jafnvel með eingreiðslu afturvirkt. Eða ríkir ekki jafnræði á meðal þegnanna á Íslandi?
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun