Guðjón Valur í pítsurnar Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 15. janúar 2015 08:00 Valli í vinnugallanum á fullu að undirbúa opnunina. Vísir/GVA Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands í handbolta, stendur ekki aðeins í ströngu í Katar þessa dagana. Hann er nú að opna pizzastað ásamt tveimur öðrum mönnum, frænda sínum Ísak Rúnólfssyni bakara og Valgeiri Gunnlaugssyni, pítsusérfræðingi og rekstrarstjóra. „Við erum bara að leggja lokahönd á staðinn, eins og sést þá er ég bara í vinnugallanum. Svo skiptir maður fljótlega yfir í bakaragallann,“ segir Valgeir. Valgeir, eða Valli eins og flestir kalla hann, segir þá félaga langt frá því að vera að finna upp hjólið í pitsugerðinni. „Við ætlum einfaldlega að bæta það sem okkur fannst mega bæta í pitsugerð, vera með framúrskarandi þjónustu og meðal annars bjóða upp á hluti sem venjulega eru ekki áboðstólum á pitsustöðum. Svo erum við líka með einn stærsta eldofn sinnar tegundar á Íslandi í eldhúsinu,“ segir Valli hress. En hvernig datt þeim í hug að opna saman pitsustað? „Við erum frændur, við Ísak, og hann er einn reynslumesti bakari landsins. Guðjón Valur er frændi unnustu minnar og einhvern tíma í spjalli við hann bar ég þessa hugmynd undir hann, sem honum leist vel á. Hann er meira að hugsa þetta til lengri tíma og fannst spennandi að taka þátt í að byggja upp eitthvað heima á Íslandi. Allt sem Guðjón gerir, það gerir hann vel og við líka,“ segir hann. Valgeir segir staðinn verða hlýlegan og svolítið „retro“ og sjá þeir um alla hönnun og smíði sjálfir. En mega aðdáendur fyrirliða handboltalandsliðsins eiga von á að geta barið goðið augum þarna? „Ég veit nú ekki hvort hann kemur til með að hoppa í bakaragallann þegar heimsmeistaramótinu lýkur,“ segir Valli og hlær. Þeir félagar stefna að því að opna staðinn um næstu mánaðamót og geta pitsuhungraðir Íslendingar fylgst með á Facebook-síðu þeirra. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands í handbolta, stendur ekki aðeins í ströngu í Katar þessa dagana. Hann er nú að opna pizzastað ásamt tveimur öðrum mönnum, frænda sínum Ísak Rúnólfssyni bakara og Valgeiri Gunnlaugssyni, pítsusérfræðingi og rekstrarstjóra. „Við erum bara að leggja lokahönd á staðinn, eins og sést þá er ég bara í vinnugallanum. Svo skiptir maður fljótlega yfir í bakaragallann,“ segir Valgeir. Valgeir, eða Valli eins og flestir kalla hann, segir þá félaga langt frá því að vera að finna upp hjólið í pitsugerðinni. „Við ætlum einfaldlega að bæta það sem okkur fannst mega bæta í pitsugerð, vera með framúrskarandi þjónustu og meðal annars bjóða upp á hluti sem venjulega eru ekki áboðstólum á pitsustöðum. Svo erum við líka með einn stærsta eldofn sinnar tegundar á Íslandi í eldhúsinu,“ segir Valli hress. En hvernig datt þeim í hug að opna saman pitsustað? „Við erum frændur, við Ísak, og hann er einn reynslumesti bakari landsins. Guðjón Valur er frændi unnustu minnar og einhvern tíma í spjalli við hann bar ég þessa hugmynd undir hann, sem honum leist vel á. Hann er meira að hugsa þetta til lengri tíma og fannst spennandi að taka þátt í að byggja upp eitthvað heima á Íslandi. Allt sem Guðjón gerir, það gerir hann vel og við líka,“ segir hann. Valgeir segir staðinn verða hlýlegan og svolítið „retro“ og sjá þeir um alla hönnun og smíði sjálfir. En mega aðdáendur fyrirliða handboltalandsliðsins eiga von á að geta barið goðið augum þarna? „Ég veit nú ekki hvort hann kemur til með að hoppa í bakaragallann þegar heimsmeistaramótinu lýkur,“ segir Valli og hlær. Þeir félagar stefna að því að opna staðinn um næstu mánaðamót og geta pitsuhungraðir Íslendingar fylgst með á Facebook-síðu þeirra.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira