Gera þarf miklu betur í raforkumálum á Vestfjörðum Einar Sveinn Ólafsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Frekari uppbygging atvinnulífs á Vestfjörðum vegna nýrra fyrirtækja, vaxtar núverandi fyrirtækja og aukins ferðamannastraums kallar ekki aðeins á bættar vegsamgöngur, heldur einnig aukið raforkuöryggi í fjórðungnum, bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Öllum er ljóst að atvinnulífið á svæðinu er smám saman að eflast, svo mjög raunar að mikill skortur er orðinn á íbúðarhúsnæði sem hamlar nú þegar vexti fyrirtækja á svæðinu. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu kalkþörungaverksmiðju á Súðavík. Ástæða þess að Marigot Group (MG), móðurfélag Celtic Sea Minerals, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal skoðar þau áform er að kauptúnið er að mati félagsins kjörinn staður fyrir slíka atvinnustarfsemi. Súðavík er örstutt frá þeim miðum sem verksmiðjan mun sækja hráefni til í Ísafjarðardjúpi, þar eru góðar aðstæður fyrir frekari hafnarframkvæmdir, þar er gott skipulag og framboð á lóðum undir íbúðarhúsnæði svo fátt eitt sé nefnt. Að sjálfsögðu eru þessi áform m.a. háð ásættanlegum niðurstöðum rannsókna á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. Þótt Súðavík hafi orðið fyrir valinu þá geldur kauptúnið fyrir erfiðar vegsamgöngur til höfuðstaðar Vestfjarða þótt vegalengdin sé innan við 20 km. Auk þess er raforkuöryggi á staðnum óviðunandi og eru Súðvíkingar löngu hættir að gera ráð fyrir því að hafa stöðugt ljós í verstu vetrarveðrunum. Úr þessu þarf að bæta, þar eins og víðar á Vestfjörðum.Óviðunandi ástand Niðurstöður skýrslu ráðgjafahóps sem iðnaðarráðherra skipaði 2009 til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum leiðir ýmislegt í ljós. Meðal annars að um helmingur fyrirtækja sem svaraði könnun starfshópsins taldi sig hafa orðið fyrir beinu tjóni vegna framleiðslustöðvunar og tjóns á búnaði af völdum rafmagnsleysis. Slagaði samfélagslegur kostnaður af tjóninu hátt í hálfan milljarð króna á ári.Fjármagnið er til Vissulega ber að þakka fyrir það sem gert hefur verið til að bæta þetta ástand. En það sem gert hefur verið er ekki nóg. Það er ekki nóg að styrkja gömul og úr sér gengin staurastæði, endurnýja gamlar línur og setja upp nýja varaaflsstöð í Bolungarvík í stað þeirrar gömlu sem fyrir var. Samkvæmt því sem fram hefur komið kostuðu framkvæmdir við varaflsstöðina og tengingar um tvo milljarða króna. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það verður að tengja saman afhendingarstaði orkufyrirtækjanna á Vestfjörðum með nýjum og öflugum flutningslínum sem fari stystu leiðir milli áfangastaða í stað þess að þræða hæstu heiðar landsins. Til þess að svo megi verða þarf m.a. að leggja sæstreng yfir Arnarfjörð og Dýrafjörð og jafnframt einnig frá Skutulsfirði til Súðavíkur. Fjármagnið er til, það sýna ársreikningar orkufyrirtækjanna meðal annars.Virkjun Hvalár og Glámu Það er mikið fagnaðarefni að HS orka skuli hafa keypt meirihluta hlutafjár í Vesturverki sem reisa vill Hvalárvirkjun sem gæti gefið allt að 150 MW af raforku. Vonandi kemst sem fyrst skriður á áform fyrrtækisins. Það er ennfremur mikilvægt að vinna áfram að útfærslu virkjunar á Glámusvæðinu sem gert er ráð fyrir að geti skilað hátt í 70 MW. Verði af þessum framvæmdum liggur beinast við að tengja raforkukerfi Vestfirðinga við miðlæga flutningskerfi landsmanna og nýta einnig vestfirska raforkuframleiðslu til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Ríkisvaldið á öll hlutabréf í Orkubúi Vestfjarða, Landsvirkjun og Landsneti, sem öll sitja á digrum sjóðum. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða í þessum efnum standi vilji til þess að efla atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Frekari uppbygging atvinnulífs á Vestfjörðum vegna nýrra fyrirtækja, vaxtar núverandi fyrirtækja og aukins ferðamannastraums kallar ekki aðeins á bættar vegsamgöngur, heldur einnig aukið raforkuöryggi í fjórðungnum, bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Öllum er ljóst að atvinnulífið á svæðinu er smám saman að eflast, svo mjög raunar að mikill skortur er orðinn á íbúðarhúsnæði sem hamlar nú þegar vexti fyrirtækja á svæðinu. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu kalkþörungaverksmiðju á Súðavík. Ástæða þess að Marigot Group (MG), móðurfélag Celtic Sea Minerals, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal skoðar þau áform er að kauptúnið er að mati félagsins kjörinn staður fyrir slíka atvinnustarfsemi. Súðavík er örstutt frá þeim miðum sem verksmiðjan mun sækja hráefni til í Ísafjarðardjúpi, þar eru góðar aðstæður fyrir frekari hafnarframkvæmdir, þar er gott skipulag og framboð á lóðum undir íbúðarhúsnæði svo fátt eitt sé nefnt. Að sjálfsögðu eru þessi áform m.a. háð ásættanlegum niðurstöðum rannsókna á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. Þótt Súðavík hafi orðið fyrir valinu þá geldur kauptúnið fyrir erfiðar vegsamgöngur til höfuðstaðar Vestfjarða þótt vegalengdin sé innan við 20 km. Auk þess er raforkuöryggi á staðnum óviðunandi og eru Súðvíkingar löngu hættir að gera ráð fyrir því að hafa stöðugt ljós í verstu vetrarveðrunum. Úr þessu þarf að bæta, þar eins og víðar á Vestfjörðum.Óviðunandi ástand Niðurstöður skýrslu ráðgjafahóps sem iðnaðarráðherra skipaði 2009 til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum leiðir ýmislegt í ljós. Meðal annars að um helmingur fyrirtækja sem svaraði könnun starfshópsins taldi sig hafa orðið fyrir beinu tjóni vegna framleiðslustöðvunar og tjóns á búnaði af völdum rafmagnsleysis. Slagaði samfélagslegur kostnaður af tjóninu hátt í hálfan milljarð króna á ári.Fjármagnið er til Vissulega ber að þakka fyrir það sem gert hefur verið til að bæta þetta ástand. En það sem gert hefur verið er ekki nóg. Það er ekki nóg að styrkja gömul og úr sér gengin staurastæði, endurnýja gamlar línur og setja upp nýja varaaflsstöð í Bolungarvík í stað þeirrar gömlu sem fyrir var. Samkvæmt því sem fram hefur komið kostuðu framkvæmdir við varaflsstöðina og tengingar um tvo milljarða króna. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það verður að tengja saman afhendingarstaði orkufyrirtækjanna á Vestfjörðum með nýjum og öflugum flutningslínum sem fari stystu leiðir milli áfangastaða í stað þess að þræða hæstu heiðar landsins. Til þess að svo megi verða þarf m.a. að leggja sæstreng yfir Arnarfjörð og Dýrafjörð og jafnframt einnig frá Skutulsfirði til Súðavíkur. Fjármagnið er til, það sýna ársreikningar orkufyrirtækjanna meðal annars.Virkjun Hvalár og Glámu Það er mikið fagnaðarefni að HS orka skuli hafa keypt meirihluta hlutafjár í Vesturverki sem reisa vill Hvalárvirkjun sem gæti gefið allt að 150 MW af raforku. Vonandi kemst sem fyrst skriður á áform fyrrtækisins. Það er ennfremur mikilvægt að vinna áfram að útfærslu virkjunar á Glámusvæðinu sem gert er ráð fyrir að geti skilað hátt í 70 MW. Verði af þessum framvæmdum liggur beinast við að tengja raforkukerfi Vestfirðinga við miðlæga flutningskerfi landsmanna og nýta einnig vestfirska raforkuframleiðslu til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Ríkisvaldið á öll hlutabréf í Orkubúi Vestfjarða, Landsvirkjun og Landsneti, sem öll sitja á digrum sjóðum. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða í þessum efnum standi vilji til þess að efla atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar