Í tómarúmi utanríkismála Andrés Pétursson skrifar 12. janúar 2015 07:00 Það vakti athygli að hvorki forsætisráðherra né forseti Íslands vöktu athygli á stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu í nýársávörpum sínum. Það þarf þó ekki að koma á óvart því stefna þeirra beggja í Evrópumálum steytti harkalega á skeri á síðasta ári. Mikil mótmæli almennings gerðu ríkisstjórnina afturreka með tillögu sína á þingi að afturkalla aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og fánýti Rússadaðurs forseta Íslands kom berlega í ljós í aðgerðum Pútíns og hans kóna í Úkraínu. Málið er hins vegar ekki dautt því á meðan við pissum hljóðlega í skóinn í efnahagsmálum og gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækjum blæðir út þá er mörgum stórum spurningum um efnahagslega stöðu Íslands í sífellt samþættari heimi ósvarað. Það má því á margan hátt segja að við séum í auga stormsins varðandi stöðu Íslands í umheiminum. Í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum bergmálar frá Bessastöðum einhvers konar sérvalshugarfar þar sem styrkja eigi tengsl við alla aðra en þá sem við höfum átt mest og best tengsl við hingað til, þ.e. Bandaríkin og Evrópu. Utanríkisráðherra má þó eiga að hann hefur lært mikið þau tæpu tvö ár sem hann hefur setið í embætti. Hann hefur gert sér grein fyrir því að þótt það sé mikilvægt að eiga góð tengsl við sem flest ríki í heiminum þá skipta tengslin við Evrópu og Bandaríkin enn langmestu máli. Ráðherrann hefur tekið harða afstöðu gegn útþenslustefnu Rússa gagnvart nágrönnum sínum í A-Evrópu og hefur talað fyrir virkari þátttöku Íslands á vettvangi Evrópska efnahagssvæðisins. Ríkisstjórnin er hins vegar í klemmu með aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir hjáróma raddir fárra einangrunarsinna er ljóst að mikill meirihluti almennings vill klára aðildarviðræðurnar. Einnig fjölgar þeim stöðugt sem átta sig á því að við þurfum að stækka þá efnahagslegu köku sem þarf að vera til skiptanna hér á landi til að skapa hér sambærileg lífskjör og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En á meðan við erum með gjaldeyrishöft og lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil þá drögumst við smám saman aftur úr. Ólíklegt er að núverandi ríkisstjórn sérhagsmuna vilji gera breytingu þar á. Við Evrópusinnar þurfum því líklegast að þreyja þorrann og góuna í einhvern tíma í viðbót þar til víðsýnni og alþjóðasinnaðri ríkisstjórn taki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli að hvorki forsætisráðherra né forseti Íslands vöktu athygli á stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu í nýársávörpum sínum. Það þarf þó ekki að koma á óvart því stefna þeirra beggja í Evrópumálum steytti harkalega á skeri á síðasta ári. Mikil mótmæli almennings gerðu ríkisstjórnina afturreka með tillögu sína á þingi að afturkalla aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og fánýti Rússadaðurs forseta Íslands kom berlega í ljós í aðgerðum Pútíns og hans kóna í Úkraínu. Málið er hins vegar ekki dautt því á meðan við pissum hljóðlega í skóinn í efnahagsmálum og gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækjum blæðir út þá er mörgum stórum spurningum um efnahagslega stöðu Íslands í sífellt samþættari heimi ósvarað. Það má því á margan hátt segja að við séum í auga stormsins varðandi stöðu Íslands í umheiminum. Í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum bergmálar frá Bessastöðum einhvers konar sérvalshugarfar þar sem styrkja eigi tengsl við alla aðra en þá sem við höfum átt mest og best tengsl við hingað til, þ.e. Bandaríkin og Evrópu. Utanríkisráðherra má þó eiga að hann hefur lært mikið þau tæpu tvö ár sem hann hefur setið í embætti. Hann hefur gert sér grein fyrir því að þótt það sé mikilvægt að eiga góð tengsl við sem flest ríki í heiminum þá skipta tengslin við Evrópu og Bandaríkin enn langmestu máli. Ráðherrann hefur tekið harða afstöðu gegn útþenslustefnu Rússa gagnvart nágrönnum sínum í A-Evrópu og hefur talað fyrir virkari þátttöku Íslands á vettvangi Evrópska efnahagssvæðisins. Ríkisstjórnin er hins vegar í klemmu með aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir hjáróma raddir fárra einangrunarsinna er ljóst að mikill meirihluti almennings vill klára aðildarviðræðurnar. Einnig fjölgar þeim stöðugt sem átta sig á því að við þurfum að stækka þá efnahagslegu köku sem þarf að vera til skiptanna hér á landi til að skapa hér sambærileg lífskjör og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En á meðan við erum með gjaldeyrishöft og lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil þá drögumst við smám saman aftur úr. Ólíklegt er að núverandi ríkisstjórn sérhagsmuna vilji gera breytingu þar á. Við Evrópusinnar þurfum því líklegast að þreyja þorrann og góuna í einhvern tíma í viðbót þar til víðsýnni og alþjóðasinnaðri ríkisstjórn taki við.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun