Ég er Charlie Elín Hirst skrifar 9. janúar 2015 10:53 Afar öflug skilaboð eru nú send til umheimsins vegna hinna hroðalegu morða á ritstjórnarskrifstofu skoptímaritsins Charlie Hebdo. Skilaboðin eru einfaldlega „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“. Hundruð þúsunda manna hafa safnast saman á götum og torgum í Frakklandi og öðrum löndum og halda á skiltum með þessari áletrun. Skilaboðin sem beint er til hryðjuverkamanna um allan heim eru hárbeitt og hitta beint í mark, en jafnframt eru þau margslungin. Í fyrsta lagi lýsa þau yfir stuðningi og samúð við fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar, en 12 starfsmenn á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París létu lífið þegar hryðjuverkamenn réðust þar til atlögu. Í öðru lagi lýsa þau yfir stuðningi við tjáningarfrelsið sem er einn helsti grundvöllur vestrænna lýðræðissamfélaga. Fréttamenn Charlie Hebdo eru þekktir fyrir vægðarlaust háð og ósvífni og eru íslömsk öfgaöfl meðal þeirra fjölmörgu sem hafa verið skotspónn blaðsins. Þetta geta öfgasamtök eða hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Múhameð spámann ekki sætt sig við og því eru skilaboðin „Ég er Charlie“ þau að þetta sé atlaga að tjáningarfrelsinu, og almenningur á Vesturlöndum hyggst standa dyggan vörð um þau grundvallargildi. „Ég er Charlie“ eru einnig skilaboð um að menn hyggist ekki gefast upp gegn þeirri óþolandi ógn sem hryðjuverkasamtök eru um allan heim heldur standa þétt saman. Nú er hins vegar Vesturlandabúa að sýna að þeir hafi visku og dómgreind til að greina á milli saklauss fólks sem er íslamstrúar og öfgamanna sem fara um og dreifa blóði í nafni trúarinnar. Í fréttum í gær var rætt við íslenska konu sem einmitt óttast að kynþáttahatur aukist enn í kjölfar atburðanna, en það sem hún sagði kom beint frá hjartanu og er ofurskiljanlegt: „Ég neita því ekki að ég er fegin að vera ljóshærð kona, hér í París í dag, en ekki dökk á hörund.“ Slagorðin „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“ eru afar öflugt sameiningartákn ásamt því að vera skýr skilaboð til hryðjuverkasamtaka um heim allan, eins og áður segir, en látum þau líka vera áminningu til okkar sjálfra um hvernig við viljum koma fram við annað saklaust og heiðarlegt fólk sama hvar í heiminum það er upprunnið eða hverrar trúar það er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Afar öflug skilaboð eru nú send til umheimsins vegna hinna hroðalegu morða á ritstjórnarskrifstofu skoptímaritsins Charlie Hebdo. Skilaboðin eru einfaldlega „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“. Hundruð þúsunda manna hafa safnast saman á götum og torgum í Frakklandi og öðrum löndum og halda á skiltum með þessari áletrun. Skilaboðin sem beint er til hryðjuverkamanna um allan heim eru hárbeitt og hitta beint í mark, en jafnframt eru þau margslungin. Í fyrsta lagi lýsa þau yfir stuðningi og samúð við fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar, en 12 starfsmenn á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París létu lífið þegar hryðjuverkamenn réðust þar til atlögu. Í öðru lagi lýsa þau yfir stuðningi við tjáningarfrelsið sem er einn helsti grundvöllur vestrænna lýðræðissamfélaga. Fréttamenn Charlie Hebdo eru þekktir fyrir vægðarlaust háð og ósvífni og eru íslömsk öfgaöfl meðal þeirra fjölmörgu sem hafa verið skotspónn blaðsins. Þetta geta öfgasamtök eða hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Múhameð spámann ekki sætt sig við og því eru skilaboðin „Ég er Charlie“ þau að þetta sé atlaga að tjáningarfrelsinu, og almenningur á Vesturlöndum hyggst standa dyggan vörð um þau grundvallargildi. „Ég er Charlie“ eru einnig skilaboð um að menn hyggist ekki gefast upp gegn þeirri óþolandi ógn sem hryðjuverkasamtök eru um allan heim heldur standa þétt saman. Nú er hins vegar Vesturlandabúa að sýna að þeir hafi visku og dómgreind til að greina á milli saklauss fólks sem er íslamstrúar og öfgamanna sem fara um og dreifa blóði í nafni trúarinnar. Í fréttum í gær var rætt við íslenska konu sem einmitt óttast að kynþáttahatur aukist enn í kjölfar atburðanna, en það sem hún sagði kom beint frá hjartanu og er ofurskiljanlegt: „Ég neita því ekki að ég er fegin að vera ljóshærð kona, hér í París í dag, en ekki dökk á hörund.“ Slagorðin „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“ eru afar öflugt sameiningartákn ásamt því að vera skýr skilaboð til hryðjuverkasamtaka um heim allan, eins og áður segir, en látum þau líka vera áminningu til okkar sjálfra um hvernig við viljum koma fram við annað saklaust og heiðarlegt fólk sama hvar í heiminum það er upprunnið eða hverrar trúar það er.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun