Er barnið þitt öruggt í skólanum? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 8. janúar 2015 07:00 Ýmsar skýrslur og rannsóknir frá öðrum löndum sýna að 15 prósent barna verða fyrir einelti í skólum eða hafa frumkvæði að einelti (Olweus, 1993). Eineltismál eru alltaf flókin og vandmeðfarin, enda um eina tegund ofbeldis að ræða. Í grein eftir Len Sperry sem birt er í Consulting Psychology Journal árið 2009 er talað um tvenns konar einelti: Einelti þar sem það er einn á einn, þ.e. einn gerandi og einn þolandi (bullying) og svo einelti þar sem hópur tekur einn eða fleiri einstaklinga fyrir (mobbing – á íslensku, fjölelti) Undir fjölelti falla líka skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af máli en bregðast ekki við. Í grein Sperry kemur fram að fjölelti hefur alvarlegri afleiðingar (andlegar og félagslegar) fyrir þolendur en einelti. Í grein sem birtist í Pressunni um síðustu helgi er viðtal við 14 ára stúlku sem upplifir einelti af hálfu hóps unglinga í skólanum. Samkvæmt greininni voru heilmargir meðvitaðir um eineltið, bæði foreldrar og starfsmenn skóla, en samt hefur eineltið haldið áfram. Þetta er klassískt dæmi um fjölelti eða mobbing. En af hverju skyldi vera svona erfitt að taka á þessum málum með viðunandi hætti? Forvarnir skipta miklu máli en það er líka mikilvægt að bregðast rétt við. Skólastjórnendur eru eins og aðrir stjórnendur misjafnlega í stakk búnir til að taka á stjórnunarvanda og öðrum málum sem koma upp á vinnustöðum og partur af því hvort vandi þróast er samsetning vinnustaðarmenningar, stefna skólans og umhverfis- og stjórnunarstíll skólastjóra. Einelti getur því líka átt sér stað vegna stjórnunarlegra þátta. Það er ekki nóg að birta Olweusarstefnuna á heimasíðu skólans. Aðgerðaáætlun verður einnig að vera til og öllum skýr. Auk þess þurfa starfsmenn að vera meðvitaðir um hvernig bregðast skuli við einelti. Einelti stöðvast sjaldnast af sjálfu sér og stigmagnast, ef eitthvað er, sé ekkert að gert. Skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af einelti og gera ekkert í því eru þátttakendur í eineltinu. Því má ekki gleyma. Það barn sem hefur þurft að þola einelti lengi er í meiri hættu að verða almennt hafnað af samnemendum sínum sem ekki tóku þátt í eineltinu. Því er mikilvægt að grípa strax inn í. Á litlum stöðum getur þurft að vinna með samfélagið í heild, þar sem eineltið er á fleiri stöðum en í skólanum. En hvað er hægt að gera? Það VERÐUR að hlusta á börnin (þau verða að geta treyst á fullorðna fólkið). Hver og einn skóli ætti að senda starfsfólk sitt reglulega á námskeið um einelti. Hver og einn skóli ætti að hafa eineltisstefnu og virka aðgerðaáætlun. Bæði stefna og áætlun ætti að fjalla um ólík form eineltis, þar með talið rafrænt einelti. Starfsfólk skóla þarf að þekkja stefnu skólans og aðgerðaáætlun. Einnig þarf það að fá þjálfun í að taka á einelti. Hvert og eitt mál er einstakt og þarf því að sérsníða úrlausn hverju sinni – margir þættir koma þar inn. Það er nauðsynlegt að leita eftir faglegri ráðgjöf um hvernig best er að taka á þessum málum. Það getur verið bæði skólanum, foreldrum, geranda og þolanda dýrkeypt að leita ekki eftir utanaðkomandi ráðgjöf. Það er nauðsynlegt að veita þolendum og foreldrum stuðningsviðtöl hjá sérfræðingum í eineltismálum og stundum sálfræðimeðferð. Við berum öll ábyrgð þegar einelti er annars vegar. Þetta á bæði við um vinnustaðaeinelti og einelti í skólum. Fullorðið fólk sem lendir í einelti skilur a.m.k. að hluta til af hverju aðrir hjálpa ekki. En börnin okkar hafa mörg hver ekki þroska til þess að skilja það. Þau trúa á það góða í heiminum og treysta á fullorðna fólkið. Það sem stendur upp úr hjá þeim þegar þau átta sig á að fullorðna fólkið, sem veit af eineltinu, ætlar ekki að hjálpa þeim er vantraust. Vantraust á fullorðið fólk sem getur haft skaðleg áhrif á barnið, bæði á andlega og félagslega sviðinu. Foreldrar vilja vita af barninu sínu öruggu á sínum „vinnustað“ (skólanum) fimm daga vikunnar, níu mánuði ársins og skólanum ber skylda til að veita slíkt öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsar skýrslur og rannsóknir frá öðrum löndum sýna að 15 prósent barna verða fyrir einelti í skólum eða hafa frumkvæði að einelti (Olweus, 1993). Eineltismál eru alltaf flókin og vandmeðfarin, enda um eina tegund ofbeldis að ræða. Í grein eftir Len Sperry sem birt er í Consulting Psychology Journal árið 2009 er talað um tvenns konar einelti: Einelti þar sem það er einn á einn, þ.e. einn gerandi og einn þolandi (bullying) og svo einelti þar sem hópur tekur einn eða fleiri einstaklinga fyrir (mobbing – á íslensku, fjölelti) Undir fjölelti falla líka skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af máli en bregðast ekki við. Í grein Sperry kemur fram að fjölelti hefur alvarlegri afleiðingar (andlegar og félagslegar) fyrir þolendur en einelti. Í grein sem birtist í Pressunni um síðustu helgi er viðtal við 14 ára stúlku sem upplifir einelti af hálfu hóps unglinga í skólanum. Samkvæmt greininni voru heilmargir meðvitaðir um eineltið, bæði foreldrar og starfsmenn skóla, en samt hefur eineltið haldið áfram. Þetta er klassískt dæmi um fjölelti eða mobbing. En af hverju skyldi vera svona erfitt að taka á þessum málum með viðunandi hætti? Forvarnir skipta miklu máli en það er líka mikilvægt að bregðast rétt við. Skólastjórnendur eru eins og aðrir stjórnendur misjafnlega í stakk búnir til að taka á stjórnunarvanda og öðrum málum sem koma upp á vinnustöðum og partur af því hvort vandi þróast er samsetning vinnustaðarmenningar, stefna skólans og umhverfis- og stjórnunarstíll skólastjóra. Einelti getur því líka átt sér stað vegna stjórnunarlegra þátta. Það er ekki nóg að birta Olweusarstefnuna á heimasíðu skólans. Aðgerðaáætlun verður einnig að vera til og öllum skýr. Auk þess þurfa starfsmenn að vera meðvitaðir um hvernig bregðast skuli við einelti. Einelti stöðvast sjaldnast af sjálfu sér og stigmagnast, ef eitthvað er, sé ekkert að gert. Skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af einelti og gera ekkert í því eru þátttakendur í eineltinu. Því má ekki gleyma. Það barn sem hefur þurft að þola einelti lengi er í meiri hættu að verða almennt hafnað af samnemendum sínum sem ekki tóku þátt í eineltinu. Því er mikilvægt að grípa strax inn í. Á litlum stöðum getur þurft að vinna með samfélagið í heild, þar sem eineltið er á fleiri stöðum en í skólanum. En hvað er hægt að gera? Það VERÐUR að hlusta á börnin (þau verða að geta treyst á fullorðna fólkið). Hver og einn skóli ætti að senda starfsfólk sitt reglulega á námskeið um einelti. Hver og einn skóli ætti að hafa eineltisstefnu og virka aðgerðaáætlun. Bæði stefna og áætlun ætti að fjalla um ólík form eineltis, þar með talið rafrænt einelti. Starfsfólk skóla þarf að þekkja stefnu skólans og aðgerðaáætlun. Einnig þarf það að fá þjálfun í að taka á einelti. Hvert og eitt mál er einstakt og þarf því að sérsníða úrlausn hverju sinni – margir þættir koma þar inn. Það er nauðsynlegt að leita eftir faglegri ráðgjöf um hvernig best er að taka á þessum málum. Það getur verið bæði skólanum, foreldrum, geranda og þolanda dýrkeypt að leita ekki eftir utanaðkomandi ráðgjöf. Það er nauðsynlegt að veita þolendum og foreldrum stuðningsviðtöl hjá sérfræðingum í eineltismálum og stundum sálfræðimeðferð. Við berum öll ábyrgð þegar einelti er annars vegar. Þetta á bæði við um vinnustaðaeinelti og einelti í skólum. Fullorðið fólk sem lendir í einelti skilur a.m.k. að hluta til af hverju aðrir hjálpa ekki. En börnin okkar hafa mörg hver ekki þroska til þess að skilja það. Þau trúa á það góða í heiminum og treysta á fullorðna fólkið. Það sem stendur upp úr hjá þeim þegar þau átta sig á að fullorðna fólkið, sem veit af eineltinu, ætlar ekki að hjálpa þeim er vantraust. Vantraust á fullorðið fólk sem getur haft skaðleg áhrif á barnið, bæði á andlega og félagslega sviðinu. Foreldrar vilja vita af barninu sínu öruggu á sínum „vinnustað“ (skólanum) fimm daga vikunnar, níu mánuði ársins og skólanum ber skylda til að veita slíkt öryggi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun