Er barnið þitt öruggt í skólanum? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 8. janúar 2015 07:00 Ýmsar skýrslur og rannsóknir frá öðrum löndum sýna að 15 prósent barna verða fyrir einelti í skólum eða hafa frumkvæði að einelti (Olweus, 1993). Eineltismál eru alltaf flókin og vandmeðfarin, enda um eina tegund ofbeldis að ræða. Í grein eftir Len Sperry sem birt er í Consulting Psychology Journal árið 2009 er talað um tvenns konar einelti: Einelti þar sem það er einn á einn, þ.e. einn gerandi og einn þolandi (bullying) og svo einelti þar sem hópur tekur einn eða fleiri einstaklinga fyrir (mobbing – á íslensku, fjölelti) Undir fjölelti falla líka skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af máli en bregðast ekki við. Í grein Sperry kemur fram að fjölelti hefur alvarlegri afleiðingar (andlegar og félagslegar) fyrir þolendur en einelti. Í grein sem birtist í Pressunni um síðustu helgi er viðtal við 14 ára stúlku sem upplifir einelti af hálfu hóps unglinga í skólanum. Samkvæmt greininni voru heilmargir meðvitaðir um eineltið, bæði foreldrar og starfsmenn skóla, en samt hefur eineltið haldið áfram. Þetta er klassískt dæmi um fjölelti eða mobbing. En af hverju skyldi vera svona erfitt að taka á þessum málum með viðunandi hætti? Forvarnir skipta miklu máli en það er líka mikilvægt að bregðast rétt við. Skólastjórnendur eru eins og aðrir stjórnendur misjafnlega í stakk búnir til að taka á stjórnunarvanda og öðrum málum sem koma upp á vinnustöðum og partur af því hvort vandi þróast er samsetning vinnustaðarmenningar, stefna skólans og umhverfis- og stjórnunarstíll skólastjóra. Einelti getur því líka átt sér stað vegna stjórnunarlegra þátta. Það er ekki nóg að birta Olweusarstefnuna á heimasíðu skólans. Aðgerðaáætlun verður einnig að vera til og öllum skýr. Auk þess þurfa starfsmenn að vera meðvitaðir um hvernig bregðast skuli við einelti. Einelti stöðvast sjaldnast af sjálfu sér og stigmagnast, ef eitthvað er, sé ekkert að gert. Skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af einelti og gera ekkert í því eru þátttakendur í eineltinu. Því má ekki gleyma. Það barn sem hefur þurft að þola einelti lengi er í meiri hættu að verða almennt hafnað af samnemendum sínum sem ekki tóku þátt í eineltinu. Því er mikilvægt að grípa strax inn í. Á litlum stöðum getur þurft að vinna með samfélagið í heild, þar sem eineltið er á fleiri stöðum en í skólanum. En hvað er hægt að gera? Það VERÐUR að hlusta á börnin (þau verða að geta treyst á fullorðna fólkið). Hver og einn skóli ætti að senda starfsfólk sitt reglulega á námskeið um einelti. Hver og einn skóli ætti að hafa eineltisstefnu og virka aðgerðaáætlun. Bæði stefna og áætlun ætti að fjalla um ólík form eineltis, þar með talið rafrænt einelti. Starfsfólk skóla þarf að þekkja stefnu skólans og aðgerðaáætlun. Einnig þarf það að fá þjálfun í að taka á einelti. Hvert og eitt mál er einstakt og þarf því að sérsníða úrlausn hverju sinni – margir þættir koma þar inn. Það er nauðsynlegt að leita eftir faglegri ráðgjöf um hvernig best er að taka á þessum málum. Það getur verið bæði skólanum, foreldrum, geranda og þolanda dýrkeypt að leita ekki eftir utanaðkomandi ráðgjöf. Það er nauðsynlegt að veita þolendum og foreldrum stuðningsviðtöl hjá sérfræðingum í eineltismálum og stundum sálfræðimeðferð. Við berum öll ábyrgð þegar einelti er annars vegar. Þetta á bæði við um vinnustaðaeinelti og einelti í skólum. Fullorðið fólk sem lendir í einelti skilur a.m.k. að hluta til af hverju aðrir hjálpa ekki. En börnin okkar hafa mörg hver ekki þroska til þess að skilja það. Þau trúa á það góða í heiminum og treysta á fullorðna fólkið. Það sem stendur upp úr hjá þeim þegar þau átta sig á að fullorðna fólkið, sem veit af eineltinu, ætlar ekki að hjálpa þeim er vantraust. Vantraust á fullorðið fólk sem getur haft skaðleg áhrif á barnið, bæði á andlega og félagslega sviðinu. Foreldrar vilja vita af barninu sínu öruggu á sínum „vinnustað“ (skólanum) fimm daga vikunnar, níu mánuði ársins og skólanum ber skylda til að veita slíkt öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ýmsar skýrslur og rannsóknir frá öðrum löndum sýna að 15 prósent barna verða fyrir einelti í skólum eða hafa frumkvæði að einelti (Olweus, 1993). Eineltismál eru alltaf flókin og vandmeðfarin, enda um eina tegund ofbeldis að ræða. Í grein eftir Len Sperry sem birt er í Consulting Psychology Journal árið 2009 er talað um tvenns konar einelti: Einelti þar sem það er einn á einn, þ.e. einn gerandi og einn þolandi (bullying) og svo einelti þar sem hópur tekur einn eða fleiri einstaklinga fyrir (mobbing – á íslensku, fjölelti) Undir fjölelti falla líka skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af máli en bregðast ekki við. Í grein Sperry kemur fram að fjölelti hefur alvarlegri afleiðingar (andlegar og félagslegar) fyrir þolendur en einelti. Í grein sem birtist í Pressunni um síðustu helgi er viðtal við 14 ára stúlku sem upplifir einelti af hálfu hóps unglinga í skólanum. Samkvæmt greininni voru heilmargir meðvitaðir um eineltið, bæði foreldrar og starfsmenn skóla, en samt hefur eineltið haldið áfram. Þetta er klassískt dæmi um fjölelti eða mobbing. En af hverju skyldi vera svona erfitt að taka á þessum málum með viðunandi hætti? Forvarnir skipta miklu máli en það er líka mikilvægt að bregðast rétt við. Skólastjórnendur eru eins og aðrir stjórnendur misjafnlega í stakk búnir til að taka á stjórnunarvanda og öðrum málum sem koma upp á vinnustöðum og partur af því hvort vandi þróast er samsetning vinnustaðarmenningar, stefna skólans og umhverfis- og stjórnunarstíll skólastjóra. Einelti getur því líka átt sér stað vegna stjórnunarlegra þátta. Það er ekki nóg að birta Olweusarstefnuna á heimasíðu skólans. Aðgerðaáætlun verður einnig að vera til og öllum skýr. Auk þess þurfa starfsmenn að vera meðvitaðir um hvernig bregðast skuli við einelti. Einelti stöðvast sjaldnast af sjálfu sér og stigmagnast, ef eitthvað er, sé ekkert að gert. Skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af einelti og gera ekkert í því eru þátttakendur í eineltinu. Því má ekki gleyma. Það barn sem hefur þurft að þola einelti lengi er í meiri hættu að verða almennt hafnað af samnemendum sínum sem ekki tóku þátt í eineltinu. Því er mikilvægt að grípa strax inn í. Á litlum stöðum getur þurft að vinna með samfélagið í heild, þar sem eineltið er á fleiri stöðum en í skólanum. En hvað er hægt að gera? Það VERÐUR að hlusta á börnin (þau verða að geta treyst á fullorðna fólkið). Hver og einn skóli ætti að senda starfsfólk sitt reglulega á námskeið um einelti. Hver og einn skóli ætti að hafa eineltisstefnu og virka aðgerðaáætlun. Bæði stefna og áætlun ætti að fjalla um ólík form eineltis, þar með talið rafrænt einelti. Starfsfólk skóla þarf að þekkja stefnu skólans og aðgerðaáætlun. Einnig þarf það að fá þjálfun í að taka á einelti. Hvert og eitt mál er einstakt og þarf því að sérsníða úrlausn hverju sinni – margir þættir koma þar inn. Það er nauðsynlegt að leita eftir faglegri ráðgjöf um hvernig best er að taka á þessum málum. Það getur verið bæði skólanum, foreldrum, geranda og þolanda dýrkeypt að leita ekki eftir utanaðkomandi ráðgjöf. Það er nauðsynlegt að veita þolendum og foreldrum stuðningsviðtöl hjá sérfræðingum í eineltismálum og stundum sálfræðimeðferð. Við berum öll ábyrgð þegar einelti er annars vegar. Þetta á bæði við um vinnustaðaeinelti og einelti í skólum. Fullorðið fólk sem lendir í einelti skilur a.m.k. að hluta til af hverju aðrir hjálpa ekki. En börnin okkar hafa mörg hver ekki þroska til þess að skilja það. Þau trúa á það góða í heiminum og treysta á fullorðna fólkið. Það sem stendur upp úr hjá þeim þegar þau átta sig á að fullorðna fólkið, sem veit af eineltinu, ætlar ekki að hjálpa þeim er vantraust. Vantraust á fullorðið fólk sem getur haft skaðleg áhrif á barnið, bæði á andlega og félagslega sviðinu. Foreldrar vilja vita af barninu sínu öruggu á sínum „vinnustað“ (skólanum) fimm daga vikunnar, níu mánuði ársins og skólanum ber skylda til að veita slíkt öryggi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar