Er barnið þitt öruggt í skólanum? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 8. janúar 2015 07:00 Ýmsar skýrslur og rannsóknir frá öðrum löndum sýna að 15 prósent barna verða fyrir einelti í skólum eða hafa frumkvæði að einelti (Olweus, 1993). Eineltismál eru alltaf flókin og vandmeðfarin, enda um eina tegund ofbeldis að ræða. Í grein eftir Len Sperry sem birt er í Consulting Psychology Journal árið 2009 er talað um tvenns konar einelti: Einelti þar sem það er einn á einn, þ.e. einn gerandi og einn þolandi (bullying) og svo einelti þar sem hópur tekur einn eða fleiri einstaklinga fyrir (mobbing – á íslensku, fjölelti) Undir fjölelti falla líka skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af máli en bregðast ekki við. Í grein Sperry kemur fram að fjölelti hefur alvarlegri afleiðingar (andlegar og félagslegar) fyrir þolendur en einelti. Í grein sem birtist í Pressunni um síðustu helgi er viðtal við 14 ára stúlku sem upplifir einelti af hálfu hóps unglinga í skólanum. Samkvæmt greininni voru heilmargir meðvitaðir um eineltið, bæði foreldrar og starfsmenn skóla, en samt hefur eineltið haldið áfram. Þetta er klassískt dæmi um fjölelti eða mobbing. En af hverju skyldi vera svona erfitt að taka á þessum málum með viðunandi hætti? Forvarnir skipta miklu máli en það er líka mikilvægt að bregðast rétt við. Skólastjórnendur eru eins og aðrir stjórnendur misjafnlega í stakk búnir til að taka á stjórnunarvanda og öðrum málum sem koma upp á vinnustöðum og partur af því hvort vandi þróast er samsetning vinnustaðarmenningar, stefna skólans og umhverfis- og stjórnunarstíll skólastjóra. Einelti getur því líka átt sér stað vegna stjórnunarlegra þátta. Það er ekki nóg að birta Olweusarstefnuna á heimasíðu skólans. Aðgerðaáætlun verður einnig að vera til og öllum skýr. Auk þess þurfa starfsmenn að vera meðvitaðir um hvernig bregðast skuli við einelti. Einelti stöðvast sjaldnast af sjálfu sér og stigmagnast, ef eitthvað er, sé ekkert að gert. Skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af einelti og gera ekkert í því eru þátttakendur í eineltinu. Því má ekki gleyma. Það barn sem hefur þurft að þola einelti lengi er í meiri hættu að verða almennt hafnað af samnemendum sínum sem ekki tóku þátt í eineltinu. Því er mikilvægt að grípa strax inn í. Á litlum stöðum getur þurft að vinna með samfélagið í heild, þar sem eineltið er á fleiri stöðum en í skólanum. En hvað er hægt að gera? Það VERÐUR að hlusta á börnin (þau verða að geta treyst á fullorðna fólkið). Hver og einn skóli ætti að senda starfsfólk sitt reglulega á námskeið um einelti. Hver og einn skóli ætti að hafa eineltisstefnu og virka aðgerðaáætlun. Bæði stefna og áætlun ætti að fjalla um ólík form eineltis, þar með talið rafrænt einelti. Starfsfólk skóla þarf að þekkja stefnu skólans og aðgerðaáætlun. Einnig þarf það að fá þjálfun í að taka á einelti. Hvert og eitt mál er einstakt og þarf því að sérsníða úrlausn hverju sinni – margir þættir koma þar inn. Það er nauðsynlegt að leita eftir faglegri ráðgjöf um hvernig best er að taka á þessum málum. Það getur verið bæði skólanum, foreldrum, geranda og þolanda dýrkeypt að leita ekki eftir utanaðkomandi ráðgjöf. Það er nauðsynlegt að veita þolendum og foreldrum stuðningsviðtöl hjá sérfræðingum í eineltismálum og stundum sálfræðimeðferð. Við berum öll ábyrgð þegar einelti er annars vegar. Þetta á bæði við um vinnustaðaeinelti og einelti í skólum. Fullorðið fólk sem lendir í einelti skilur a.m.k. að hluta til af hverju aðrir hjálpa ekki. En börnin okkar hafa mörg hver ekki þroska til þess að skilja það. Þau trúa á það góða í heiminum og treysta á fullorðna fólkið. Það sem stendur upp úr hjá þeim þegar þau átta sig á að fullorðna fólkið, sem veit af eineltinu, ætlar ekki að hjálpa þeim er vantraust. Vantraust á fullorðið fólk sem getur haft skaðleg áhrif á barnið, bæði á andlega og félagslega sviðinu. Foreldrar vilja vita af barninu sínu öruggu á sínum „vinnustað“ (skólanum) fimm daga vikunnar, níu mánuði ársins og skólanum ber skylda til að veita slíkt öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ýmsar skýrslur og rannsóknir frá öðrum löndum sýna að 15 prósent barna verða fyrir einelti í skólum eða hafa frumkvæði að einelti (Olweus, 1993). Eineltismál eru alltaf flókin og vandmeðfarin, enda um eina tegund ofbeldis að ræða. Í grein eftir Len Sperry sem birt er í Consulting Psychology Journal árið 2009 er talað um tvenns konar einelti: Einelti þar sem það er einn á einn, þ.e. einn gerandi og einn þolandi (bullying) og svo einelti þar sem hópur tekur einn eða fleiri einstaklinga fyrir (mobbing – á íslensku, fjölelti) Undir fjölelti falla líka skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af máli en bregðast ekki við. Í grein Sperry kemur fram að fjölelti hefur alvarlegri afleiðingar (andlegar og félagslegar) fyrir þolendur en einelti. Í grein sem birtist í Pressunni um síðustu helgi er viðtal við 14 ára stúlku sem upplifir einelti af hálfu hóps unglinga í skólanum. Samkvæmt greininni voru heilmargir meðvitaðir um eineltið, bæði foreldrar og starfsmenn skóla, en samt hefur eineltið haldið áfram. Þetta er klassískt dæmi um fjölelti eða mobbing. En af hverju skyldi vera svona erfitt að taka á þessum málum með viðunandi hætti? Forvarnir skipta miklu máli en það er líka mikilvægt að bregðast rétt við. Skólastjórnendur eru eins og aðrir stjórnendur misjafnlega í stakk búnir til að taka á stjórnunarvanda og öðrum málum sem koma upp á vinnustöðum og partur af því hvort vandi þróast er samsetning vinnustaðarmenningar, stefna skólans og umhverfis- og stjórnunarstíll skólastjóra. Einelti getur því líka átt sér stað vegna stjórnunarlegra þátta. Það er ekki nóg að birta Olweusarstefnuna á heimasíðu skólans. Aðgerðaáætlun verður einnig að vera til og öllum skýr. Auk þess þurfa starfsmenn að vera meðvitaðir um hvernig bregðast skuli við einelti. Einelti stöðvast sjaldnast af sjálfu sér og stigmagnast, ef eitthvað er, sé ekkert að gert. Skólayfirvöld, foreldrar og aðrir sem vita af einelti og gera ekkert í því eru þátttakendur í eineltinu. Því má ekki gleyma. Það barn sem hefur þurft að þola einelti lengi er í meiri hættu að verða almennt hafnað af samnemendum sínum sem ekki tóku þátt í eineltinu. Því er mikilvægt að grípa strax inn í. Á litlum stöðum getur þurft að vinna með samfélagið í heild, þar sem eineltið er á fleiri stöðum en í skólanum. En hvað er hægt að gera? Það VERÐUR að hlusta á börnin (þau verða að geta treyst á fullorðna fólkið). Hver og einn skóli ætti að senda starfsfólk sitt reglulega á námskeið um einelti. Hver og einn skóli ætti að hafa eineltisstefnu og virka aðgerðaáætlun. Bæði stefna og áætlun ætti að fjalla um ólík form eineltis, þar með talið rafrænt einelti. Starfsfólk skóla þarf að þekkja stefnu skólans og aðgerðaáætlun. Einnig þarf það að fá þjálfun í að taka á einelti. Hvert og eitt mál er einstakt og þarf því að sérsníða úrlausn hverju sinni – margir þættir koma þar inn. Það er nauðsynlegt að leita eftir faglegri ráðgjöf um hvernig best er að taka á þessum málum. Það getur verið bæði skólanum, foreldrum, geranda og þolanda dýrkeypt að leita ekki eftir utanaðkomandi ráðgjöf. Það er nauðsynlegt að veita þolendum og foreldrum stuðningsviðtöl hjá sérfræðingum í eineltismálum og stundum sálfræðimeðferð. Við berum öll ábyrgð þegar einelti er annars vegar. Þetta á bæði við um vinnustaðaeinelti og einelti í skólum. Fullorðið fólk sem lendir í einelti skilur a.m.k. að hluta til af hverju aðrir hjálpa ekki. En börnin okkar hafa mörg hver ekki þroska til þess að skilja það. Þau trúa á það góða í heiminum og treysta á fullorðna fólkið. Það sem stendur upp úr hjá þeim þegar þau átta sig á að fullorðna fólkið, sem veit af eineltinu, ætlar ekki að hjálpa þeim er vantraust. Vantraust á fullorðið fólk sem getur haft skaðleg áhrif á barnið, bæði á andlega og félagslega sviðinu. Foreldrar vilja vita af barninu sínu öruggu á sínum „vinnustað“ (skólanum) fimm daga vikunnar, níu mánuði ársins og skólanum ber skylda til að veita slíkt öryggi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar