Hundrað dagar á Íslandi – Fyrri grein Zhang Weidong skrifar 8. janúar 2015 07:00 Ég var búinn að vera á Íslandi í hundrað daga þann 5. janúar 2015. Samkvæmt kínverskum sið ber að fagna því þegar barn hefur lifað í hundrað daga með því að borða hundrað daga núðlur. Það er einnig vert að fagna því að ég mun hafa verið á Íslandi í hundrað daga, sérstaklega þar sem það fellur saman við upphaf ársins 2015, þetta eru tveir ánægjulegir viðburðir sem taka við hvor af öðrum. Ástæða þess að ég fagna komu minni til Íslands fyrir hundrað dögum er sú að ég hef séð og heyrt mikið sem og gert margt merkilegt og ógleymanlegt á þessum skamma tíma og þetta ætti að vera skjalfest og deilt með öllum. Mín fyrsta upplifun á Íslandi voru samskipti mín við starfsfólk Icelandair. Þegar ég millilenti í London fór ég að afgreiðsluborðinu hjá Icelandair til að fá upplýsingar um brottför. Bros starfsfólksins hjá Icelandair heillaði mig. Þetta var vingjarnlegt, einfalt og einlægt bros. Það var sérstakur sjarmi sem ég fann í gegnum alúðlega þjónustu flugfreyjanna og hrynjandina í íslenskunni. Klukkan var orðin 23.00 þegar ég lenti á Keflavíkurflugvelli. Það var svo frábært að sendiráðsfulltrúi frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi, Anna, kom út á flugvöll til að hitta mig í eigin persónu. Við ræddum málin á leiðinni frá flugvellinum að Kínverska sendiráðinu í Reykjavík. Hreinskilið og vinalegt andrúmsloftið lét mig gleyma kaldri vetrarnóttinni. Stuttu eftir komu mína til Íslands færði ég forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf mitt og þá hitti ég forseta Alþingis, utanríkisráðherra og fleiri ráðherra. Við ræddum um vináttu milli Íslands og Kína, efnahagslega samvinnu og menningarmál. Innihaldsríkar umræður, hlýlegt umhverfi og vinátta á milli okkar einkenndi fundinn. Það er vissulega vingjarnleiki, góðmennska og hlýja sem kemur til hugar ef þú spyrð mig um far Íslendinga. Mennirnir eru háir og myndarlegir, stelpurnar eru fallegar. Fólk er uppfullt af norrænni hjartahlýju og góðvild, sem mér finnst frekar ljúfmannlegt. Ég hafði áður heyrt um fallegt landslag Íslands. Stuttu eftir komuna til landsins gat ég varla beðið eftir helginni til að fara hinn fræga „Golden Circle“ hring. Það var eins og ég gæti heyrt raddir frá fyrra Alþingi þegar ég sá Lögberg á Þingvöllum. Það virtist sem ég gæti fundið óljóst hvísl á milli Evrópu og Norður-Ameríku þegar ég stóð við flekaskilin. Það var eins og ég fyndi blóðið renna í jarðskorpunni og það miðlaði gleði til fólksins. Ég fór til Hveragerðis, að eldfjallavatninu Kerinu, að Keili og í miðbæinn um helgar. Einstakt landslag Íslands er svo ótrúlegt að ég get ekki annað en lýst því sem stórkostlegu. Ég naut þeirra forréttinda að sjá norðurljós nokkrum sinnum í byrjun vetrar, það var draumkennt, fljótandi og rak burt, eins og í undralandi. Upplifun mín á íslensku landslagi er sú að það er einstakt, ótrúlegt og áhrifamikið. Þegar ég var í Kína sagði vinur minn mér að Ísland væri heimur íss og snjós, hvað væri hægt að borða þar nema ísbirni og mörgæsir? Eftir komuna til Íslands gat ég varla beðið eftir að smakka íslenskan mat. Ég hef farið á veitingastaðinn Víking í Hafnarfirði, veitingastaðinn Lækjarbrekku í Reykjavík og ég hef þegar smakkað hákarl, humar, lamb og íslenskt áfengi sem heitir „Black Death“. Maturinn hefur sannarlega kitlað bragðlaukana hjá mér. Ég mun segja vinum mínum frá því að íslenskt mataræði er litríkt og ljúffengt. Það er sérstakt, freistandi bragð sem gerir eftirbragðið ógleymanlegt. Á síðustu hundrað dögum hef ég líka hitt marga stjórnmálamenn, fólk úr fyrirtækjum, skólum, fjölmiðlum, menningarlífinu o.fl. Mér líður eins og að það horfi innilega til gagnkvæmrar framtíðarvináttu. Þeir vilja auka vingjarnleg samskipti og efla gagnkvæmt traust. Þeir vonast til að styrkja efnahagslega- og viðskiptalega samvinnu og stuðla að sameiginlegri þróun. Þeir vilja dýpka menningarleg samskipti og samstarf til að stuðla að vináttu á milli landanna tveggja. Eins og segir í kínversku orðatiltæki: „Vinir og ættingjar verða nákomnari þegar þeir heimsækja hvor aðra oft.“ Við vonum að Íslendingar og Kínverjar, eins ættingjar og vinir, heimsæki hvor aðra meira. Ísland og Kína eru aðskilin með stóru hafi, en við erum í raun nágrannar og vinátta okkar á sér langa sögu. Eftir stofnun diplómatískra tengsla, árið 1971, hafa tvíhliða sambandstengslin verið viðvarandi og í stöðugri þróun. Góð samskipti milli landanna eru enn betri, gagnkvæmt pólitískt traust hefur aukist og samstarf í efnahagslegum, menningarlegum, norðurslóða- og öðrum málefnum er frjósamt með marghliða gagnkvæmum skilningi og stuðningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég var búinn að vera á Íslandi í hundrað daga þann 5. janúar 2015. Samkvæmt kínverskum sið ber að fagna því þegar barn hefur lifað í hundrað daga með því að borða hundrað daga núðlur. Það er einnig vert að fagna því að ég mun hafa verið á Íslandi í hundrað daga, sérstaklega þar sem það fellur saman við upphaf ársins 2015, þetta eru tveir ánægjulegir viðburðir sem taka við hvor af öðrum. Ástæða þess að ég fagna komu minni til Íslands fyrir hundrað dögum er sú að ég hef séð og heyrt mikið sem og gert margt merkilegt og ógleymanlegt á þessum skamma tíma og þetta ætti að vera skjalfest og deilt með öllum. Mín fyrsta upplifun á Íslandi voru samskipti mín við starfsfólk Icelandair. Þegar ég millilenti í London fór ég að afgreiðsluborðinu hjá Icelandair til að fá upplýsingar um brottför. Bros starfsfólksins hjá Icelandair heillaði mig. Þetta var vingjarnlegt, einfalt og einlægt bros. Það var sérstakur sjarmi sem ég fann í gegnum alúðlega þjónustu flugfreyjanna og hrynjandina í íslenskunni. Klukkan var orðin 23.00 þegar ég lenti á Keflavíkurflugvelli. Það var svo frábært að sendiráðsfulltrúi frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi, Anna, kom út á flugvöll til að hitta mig í eigin persónu. Við ræddum málin á leiðinni frá flugvellinum að Kínverska sendiráðinu í Reykjavík. Hreinskilið og vinalegt andrúmsloftið lét mig gleyma kaldri vetrarnóttinni. Stuttu eftir komu mína til Íslands færði ég forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf mitt og þá hitti ég forseta Alþingis, utanríkisráðherra og fleiri ráðherra. Við ræddum um vináttu milli Íslands og Kína, efnahagslega samvinnu og menningarmál. Innihaldsríkar umræður, hlýlegt umhverfi og vinátta á milli okkar einkenndi fundinn. Það er vissulega vingjarnleiki, góðmennska og hlýja sem kemur til hugar ef þú spyrð mig um far Íslendinga. Mennirnir eru háir og myndarlegir, stelpurnar eru fallegar. Fólk er uppfullt af norrænni hjartahlýju og góðvild, sem mér finnst frekar ljúfmannlegt. Ég hafði áður heyrt um fallegt landslag Íslands. Stuttu eftir komuna til landsins gat ég varla beðið eftir helginni til að fara hinn fræga „Golden Circle“ hring. Það var eins og ég gæti heyrt raddir frá fyrra Alþingi þegar ég sá Lögberg á Þingvöllum. Það virtist sem ég gæti fundið óljóst hvísl á milli Evrópu og Norður-Ameríku þegar ég stóð við flekaskilin. Það var eins og ég fyndi blóðið renna í jarðskorpunni og það miðlaði gleði til fólksins. Ég fór til Hveragerðis, að eldfjallavatninu Kerinu, að Keili og í miðbæinn um helgar. Einstakt landslag Íslands er svo ótrúlegt að ég get ekki annað en lýst því sem stórkostlegu. Ég naut þeirra forréttinda að sjá norðurljós nokkrum sinnum í byrjun vetrar, það var draumkennt, fljótandi og rak burt, eins og í undralandi. Upplifun mín á íslensku landslagi er sú að það er einstakt, ótrúlegt og áhrifamikið. Þegar ég var í Kína sagði vinur minn mér að Ísland væri heimur íss og snjós, hvað væri hægt að borða þar nema ísbirni og mörgæsir? Eftir komuna til Íslands gat ég varla beðið eftir að smakka íslenskan mat. Ég hef farið á veitingastaðinn Víking í Hafnarfirði, veitingastaðinn Lækjarbrekku í Reykjavík og ég hef þegar smakkað hákarl, humar, lamb og íslenskt áfengi sem heitir „Black Death“. Maturinn hefur sannarlega kitlað bragðlaukana hjá mér. Ég mun segja vinum mínum frá því að íslenskt mataræði er litríkt og ljúffengt. Það er sérstakt, freistandi bragð sem gerir eftirbragðið ógleymanlegt. Á síðustu hundrað dögum hef ég líka hitt marga stjórnmálamenn, fólk úr fyrirtækjum, skólum, fjölmiðlum, menningarlífinu o.fl. Mér líður eins og að það horfi innilega til gagnkvæmrar framtíðarvináttu. Þeir vilja auka vingjarnleg samskipti og efla gagnkvæmt traust. Þeir vonast til að styrkja efnahagslega- og viðskiptalega samvinnu og stuðla að sameiginlegri þróun. Þeir vilja dýpka menningarleg samskipti og samstarf til að stuðla að vináttu á milli landanna tveggja. Eins og segir í kínversku orðatiltæki: „Vinir og ættingjar verða nákomnari þegar þeir heimsækja hvor aðra oft.“ Við vonum að Íslendingar og Kínverjar, eins ættingjar og vinir, heimsæki hvor aðra meira. Ísland og Kína eru aðskilin með stóru hafi, en við erum í raun nágrannar og vinátta okkar á sér langa sögu. Eftir stofnun diplómatískra tengsla, árið 1971, hafa tvíhliða sambandstengslin verið viðvarandi og í stöðugri þróun. Góð samskipti milli landanna eru enn betri, gagnkvæmt pólitískt traust hefur aukist og samstarf í efnahagslegum, menningarlegum, norðurslóða- og öðrum málefnum er frjósamt með marghliða gagnkvæmum skilningi og stuðningi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar