Nýsköpun á nýju ári Almar Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun