Árlega hendum við tæpum 60 tonnum af mat Skúli Skúlason skrifar 6. janúar 2015 07:00 Það var í eina tíð að mæður okkar lögðu áherslu á að við kláruðum alltaf allan matinn af diskinum. Nú er önnur tíð. Í dag leggjum við áherslu á hófsemi í mat og drykk. Við reynum að matreiða hæfilegt magn matar fyrir fjölskyldumeðlimi og að hver og einn fái sér hæfilegan skammt á diskinn. Allt í senn reynum við meðvitað og ómeðvitað að stunda hagkvæm matarinnkaup, heilbrigði með því að temja okkur hófsamlegt mataræði og síðast en ekki síst að lágmarka sóun matvæla sem er því miður gríðarleg á heimsvísu. Umræða dagsins í dag fjallar ekki bara um það hversu ósiðlegt það er að fleygja mat, í heimi þar sem 868 milljónir manna svelta, heldur líka um þann kostnað sem verður til við förgun matar og þau neikvæðu umhverfisáhrif sem sóunin veldur. Því miður er þetta eitt af stærri viðfangsefnum alþjóðasamfélagsins og í því sambandi getum við sem upplýstir neytendur ekki látið hjá líða að taka þátt í þeirri baráttu sem sóun matvæla veldur í allri virðiskeðjunni; uppskeru, meðferð, pökkun, vinnslu, dreifingu og neyslu.Ískyggileg þróun Þróunin er ískyggileg. Sem dæmi má nefna að árið 2025 er áætlað að 30% jarðarbúa muni búa við vatnsskort. Á sama tíma er áætlað að 80% af vatnsforða jarðar verði nýtt til landbúnaðar, þar sem matvæli heimsins verða til. Alþjóðamatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar að árlega séu 1,3 milljörðum tonna af matvælum sóað, eða þriðjungi allrar matvælaframleiðslu til manneldis. Orsakir þessarar sóunar eru margþættar og jafnframt breytilegar milli heimsálfa. Í þróunarlöndunum er talið að mesta sóunin eigi sér stað í frumframleiðslu matvæla vegna ófullkomins tækjabúnaðar, ófullnægjandi geymsluaðferða og vanþróaðs flutningakerfis. Í iðnríkjunum er ástæðurnar hins vegar að finna í enda virðiskeðjunnar, það er í veitingaþjónustu og almennri matvælaneyslu mannfjöldans. Þá fléttast einnig inn alls kyns nútímavandamál, svo sem kröfur um staðlaðar stærðir, útlit og merkingar. Áætlað er að matvæli sem fargað er með urðun á Vesturlöndum séu allt að 222 milljónir tonna. Það jafngildir því matvælaframboði sem nú er í löndum sunnanverðrar Afríku.Sóun sagt stríð á hendur Samvinnuverslanakeðjan Coop í Evrópu hefur sagt þessari sóun stríð á hendur og hafið herferð með fræðslu og samfélagslega ábyrgð að vopni. Félagsmenn, sem jafnframt eru eigendur samvinnufyrirtækja, eru um 30 milljónir talsins í Evrópu. Fyrirtæki samvinnuhreyfingarinnar eru nú að hefja kerfisbundna vinnu með félagsmönnum sínum til að bæta meðferð matvæla með fræðslu um aukna umhverfisvitund og hnitmiðuðum skilaboðum. Nálgun okkar hér á Íslandi ætti að vera sú sama, að auka fræðslu um þau verðmæti sem við sóum með förgun matvæla. Hagstofa Evrópusambandsins, EUROSTAT, áætlaði árið 2006 að á hverju ári henti hver einstaklingur í Evrópulöndunum um 180 kílóum af mat. Samkvæmt því hendum við Íslendingar tæpum 60 tonnum af mat á ári. Við höfum svo sannarlega verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það var í eina tíð að mæður okkar lögðu áherslu á að við kláruðum alltaf allan matinn af diskinum. Nú er önnur tíð. Í dag leggjum við áherslu á hófsemi í mat og drykk. Við reynum að matreiða hæfilegt magn matar fyrir fjölskyldumeðlimi og að hver og einn fái sér hæfilegan skammt á diskinn. Allt í senn reynum við meðvitað og ómeðvitað að stunda hagkvæm matarinnkaup, heilbrigði með því að temja okkur hófsamlegt mataræði og síðast en ekki síst að lágmarka sóun matvæla sem er því miður gríðarleg á heimsvísu. Umræða dagsins í dag fjallar ekki bara um það hversu ósiðlegt það er að fleygja mat, í heimi þar sem 868 milljónir manna svelta, heldur líka um þann kostnað sem verður til við förgun matar og þau neikvæðu umhverfisáhrif sem sóunin veldur. Því miður er þetta eitt af stærri viðfangsefnum alþjóðasamfélagsins og í því sambandi getum við sem upplýstir neytendur ekki látið hjá líða að taka þátt í þeirri baráttu sem sóun matvæla veldur í allri virðiskeðjunni; uppskeru, meðferð, pökkun, vinnslu, dreifingu og neyslu.Ískyggileg þróun Þróunin er ískyggileg. Sem dæmi má nefna að árið 2025 er áætlað að 30% jarðarbúa muni búa við vatnsskort. Á sama tíma er áætlað að 80% af vatnsforða jarðar verði nýtt til landbúnaðar, þar sem matvæli heimsins verða til. Alþjóðamatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar að árlega séu 1,3 milljörðum tonna af matvælum sóað, eða þriðjungi allrar matvælaframleiðslu til manneldis. Orsakir þessarar sóunar eru margþættar og jafnframt breytilegar milli heimsálfa. Í þróunarlöndunum er talið að mesta sóunin eigi sér stað í frumframleiðslu matvæla vegna ófullkomins tækjabúnaðar, ófullnægjandi geymsluaðferða og vanþróaðs flutningakerfis. Í iðnríkjunum er ástæðurnar hins vegar að finna í enda virðiskeðjunnar, það er í veitingaþjónustu og almennri matvælaneyslu mannfjöldans. Þá fléttast einnig inn alls kyns nútímavandamál, svo sem kröfur um staðlaðar stærðir, útlit og merkingar. Áætlað er að matvæli sem fargað er með urðun á Vesturlöndum séu allt að 222 milljónir tonna. Það jafngildir því matvælaframboði sem nú er í löndum sunnanverðrar Afríku.Sóun sagt stríð á hendur Samvinnuverslanakeðjan Coop í Evrópu hefur sagt þessari sóun stríð á hendur og hafið herferð með fræðslu og samfélagslega ábyrgð að vopni. Félagsmenn, sem jafnframt eru eigendur samvinnufyrirtækja, eru um 30 milljónir talsins í Evrópu. Fyrirtæki samvinnuhreyfingarinnar eru nú að hefja kerfisbundna vinnu með félagsmönnum sínum til að bæta meðferð matvæla með fræðslu um aukna umhverfisvitund og hnitmiðuðum skilaboðum. Nálgun okkar hér á Íslandi ætti að vera sú sama, að auka fræðslu um þau verðmæti sem við sóum með förgun matvæla. Hagstofa Evrópusambandsins, EUROSTAT, áætlaði árið 2006 að á hverju ári henti hver einstaklingur í Evrópulöndunum um 180 kílóum af mat. Samkvæmt því hendum við Íslendingar tæpum 60 tonnum af mat á ári. Við höfum svo sannarlega verk að vinna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar