Maður þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi Adda Soffía Ingvardóttir skrifar 3. janúar 2015 12:00 Ekki hættur Gunnar vinnur nú að því að semja nýja óperu eftir velgengni Ragnheiðar. Fréttablaðið/GVA „Ég ætla nú bara að vera voðalega rólegur og njóta þess að vera með fjölskyldunni minni, ekkert stórt í gangi þannig,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, en hann fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudaginn. Gunnar er fæddur á Hólmavík þann 4. janúar 1945 og átta ára gamall fluttist hann til Keflavíkur. Þar hófst farsæll tónlistarferill hans með hljómsveitinni Hljómum, einni vinsælustu hljómsveit allra tíma á Íslandi, en áður hafði hann spilað á trommur í ónefndri hljómsveit Erlings Björnssonar. „Þetta byrjaði nú þannig að við vorum bara að stæla Bítlana. Þegar ég heyrði síðan að þeir semdu sín eigin lög, hugsaði ég að fyrst þeir gerðu það, gæti ég allt eins gert það líka,“ segir Gunnar. Árið 1967 fluttist hann til Reykjavíkur og árið 1969 sameinuðust Hljómar hljómsveitinni Flowers og stofnuðu Trúbrot, sem starfaði allt til ársins 1973. Gunnar hefur í gegnum árin unnið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins og spilaði hann meðal annars á fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar árið 1970. En hvað stendur upp úr þegar litið er yfir tónlistarferilinn? „Ég verð nú að segja að það er þegar ég var í Hljómum og Trúbrot. Einnig var ég hljómsveitarstjóri á Broadway í tuttugu ár sem er eftirminnilegt. Svo auðvitað óperan Ragnheiður, sem ég samdi með Friðriki Erlingssyni. Það var nú aldrei á stefnuskránni að gera óperu, ekki óraði mig fyrir því þegar ég var að byrja,“ segir hann. Í lok mars verða haldnir afmælistónleikar í Hörpunni. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði tónlistarmanna ásamt því sem afmælisbarnið sjálft mun stíga á svið. „Þetta er allt í vinnslu. Dúettinn Þú og ég kemur fram, Björgvin Halldórsson og fleiri góðir. Svo verður tekið eitthvað úr óperunni Ragnheiði,“ segir Gunnar. Hann segist alls ekki vera hættur að semja og er að vinna í nýrri óperu ásamt Friðriki Erlingssyni. „Maður er ekki alveg búinn, ég held bara áfram eins lengi og ég get. Maður sem býr til tónlist þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi,“ bætir Gunnar við. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira
„Ég ætla nú bara að vera voðalega rólegur og njóta þess að vera með fjölskyldunni minni, ekkert stórt í gangi þannig,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, en hann fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudaginn. Gunnar er fæddur á Hólmavík þann 4. janúar 1945 og átta ára gamall fluttist hann til Keflavíkur. Þar hófst farsæll tónlistarferill hans með hljómsveitinni Hljómum, einni vinsælustu hljómsveit allra tíma á Íslandi, en áður hafði hann spilað á trommur í ónefndri hljómsveit Erlings Björnssonar. „Þetta byrjaði nú þannig að við vorum bara að stæla Bítlana. Þegar ég heyrði síðan að þeir semdu sín eigin lög, hugsaði ég að fyrst þeir gerðu það, gæti ég allt eins gert það líka,“ segir Gunnar. Árið 1967 fluttist hann til Reykjavíkur og árið 1969 sameinuðust Hljómar hljómsveitinni Flowers og stofnuðu Trúbrot, sem starfaði allt til ársins 1973. Gunnar hefur í gegnum árin unnið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins og spilaði hann meðal annars á fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar árið 1970. En hvað stendur upp úr þegar litið er yfir tónlistarferilinn? „Ég verð nú að segja að það er þegar ég var í Hljómum og Trúbrot. Einnig var ég hljómsveitarstjóri á Broadway í tuttugu ár sem er eftirminnilegt. Svo auðvitað óperan Ragnheiður, sem ég samdi með Friðriki Erlingssyni. Það var nú aldrei á stefnuskránni að gera óperu, ekki óraði mig fyrir því þegar ég var að byrja,“ segir hann. Í lok mars verða haldnir afmælistónleikar í Hörpunni. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði tónlistarmanna ásamt því sem afmælisbarnið sjálft mun stíga á svið. „Þetta er allt í vinnslu. Dúettinn Þú og ég kemur fram, Björgvin Halldórsson og fleiri góðir. Svo verður tekið eitthvað úr óperunni Ragnheiði,“ segir Gunnar. Hann segist alls ekki vera hættur að semja og er að vinna í nýrri óperu ásamt Friðriki Erlingssyni. „Maður er ekki alveg búinn, ég held bara áfram eins lengi og ég get. Maður sem býr til tónlist þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi,“ bætir Gunnar við.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira