Maður þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi Adda Soffía Ingvardóttir skrifar 3. janúar 2015 12:00 Ekki hættur Gunnar vinnur nú að því að semja nýja óperu eftir velgengni Ragnheiðar. Fréttablaðið/GVA „Ég ætla nú bara að vera voðalega rólegur og njóta þess að vera með fjölskyldunni minni, ekkert stórt í gangi þannig,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, en hann fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudaginn. Gunnar er fæddur á Hólmavík þann 4. janúar 1945 og átta ára gamall fluttist hann til Keflavíkur. Þar hófst farsæll tónlistarferill hans með hljómsveitinni Hljómum, einni vinsælustu hljómsveit allra tíma á Íslandi, en áður hafði hann spilað á trommur í ónefndri hljómsveit Erlings Björnssonar. „Þetta byrjaði nú þannig að við vorum bara að stæla Bítlana. Þegar ég heyrði síðan að þeir semdu sín eigin lög, hugsaði ég að fyrst þeir gerðu það, gæti ég allt eins gert það líka,“ segir Gunnar. Árið 1967 fluttist hann til Reykjavíkur og árið 1969 sameinuðust Hljómar hljómsveitinni Flowers og stofnuðu Trúbrot, sem starfaði allt til ársins 1973. Gunnar hefur í gegnum árin unnið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins og spilaði hann meðal annars á fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar árið 1970. En hvað stendur upp úr þegar litið er yfir tónlistarferilinn? „Ég verð nú að segja að það er þegar ég var í Hljómum og Trúbrot. Einnig var ég hljómsveitarstjóri á Broadway í tuttugu ár sem er eftirminnilegt. Svo auðvitað óperan Ragnheiður, sem ég samdi með Friðriki Erlingssyni. Það var nú aldrei á stefnuskránni að gera óperu, ekki óraði mig fyrir því þegar ég var að byrja,“ segir hann. Í lok mars verða haldnir afmælistónleikar í Hörpunni. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði tónlistarmanna ásamt því sem afmælisbarnið sjálft mun stíga á svið. „Þetta er allt í vinnslu. Dúettinn Þú og ég kemur fram, Björgvin Halldórsson og fleiri góðir. Svo verður tekið eitthvað úr óperunni Ragnheiði,“ segir Gunnar. Hann segist alls ekki vera hættur að semja og er að vinna í nýrri óperu ásamt Friðriki Erlingssyni. „Maður er ekki alveg búinn, ég held bara áfram eins lengi og ég get. Maður sem býr til tónlist þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi,“ bætir Gunnar við. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Ég ætla nú bara að vera voðalega rólegur og njóta þess að vera með fjölskyldunni minni, ekkert stórt í gangi þannig,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, en hann fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudaginn. Gunnar er fæddur á Hólmavík þann 4. janúar 1945 og átta ára gamall fluttist hann til Keflavíkur. Þar hófst farsæll tónlistarferill hans með hljómsveitinni Hljómum, einni vinsælustu hljómsveit allra tíma á Íslandi, en áður hafði hann spilað á trommur í ónefndri hljómsveit Erlings Björnssonar. „Þetta byrjaði nú þannig að við vorum bara að stæla Bítlana. Þegar ég heyrði síðan að þeir semdu sín eigin lög, hugsaði ég að fyrst þeir gerðu það, gæti ég allt eins gert það líka,“ segir Gunnar. Árið 1967 fluttist hann til Reykjavíkur og árið 1969 sameinuðust Hljómar hljómsveitinni Flowers og stofnuðu Trúbrot, sem starfaði allt til ársins 1973. Gunnar hefur í gegnum árin unnið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins og spilaði hann meðal annars á fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar árið 1970. En hvað stendur upp úr þegar litið er yfir tónlistarferilinn? „Ég verð nú að segja að það er þegar ég var í Hljómum og Trúbrot. Einnig var ég hljómsveitarstjóri á Broadway í tuttugu ár sem er eftirminnilegt. Svo auðvitað óperan Ragnheiður, sem ég samdi með Friðriki Erlingssyni. Það var nú aldrei á stefnuskránni að gera óperu, ekki óraði mig fyrir því þegar ég var að byrja,“ segir hann. Í lok mars verða haldnir afmælistónleikar í Hörpunni. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði tónlistarmanna ásamt því sem afmælisbarnið sjálft mun stíga á svið. „Þetta er allt í vinnslu. Dúettinn Þú og ég kemur fram, Björgvin Halldórsson og fleiri góðir. Svo verður tekið eitthvað úr óperunni Ragnheiði,“ segir Gunnar. Hann segist alls ekki vera hættur að semja og er að vinna í nýrri óperu ásamt Friðriki Erlingssyni. „Maður er ekki alveg búinn, ég held bara áfram eins lengi og ég get. Maður sem býr til tónlist þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi,“ bætir Gunnar við.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira