Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 79-68 | Annar sigur Stólanna Ísak Óli Traustason skrifar 18. október 2015 22:30 Vísir/Vilhelm Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni á heimavelli sínum í kvöld og hefur því unnið báða leiki sína til þessa á leiktíðinni, þrátt fyrir að Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill sé ekki enn kominn með leikheimild. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og voru með fjórtán stiga forystu í hálfleik, 41-27. Stjörnumenn náðu aldrei að ógna forystu heimamanna í síðari hálfleik að verulegu leyti. Darrel Lewis hélt uppteknum hætti eftir frábæran leik gegn ÍR á fimmtudaginn og var stigahæstur hjá Tindastóli með 23 stig. Justin Shouse og Al'lonzo Coleman skoruðu 22 stig hvor fyrir Stjörnuna en sá síðarnefndi var einnig með þrettán fráköst. Síkið var þéttsetið og stemmningin góð að vanda þegar fyrsti heimaleikur tímabilsins fór fram á Sauðárkróki. Darrel Lewis skoraði fyrstu stig heimamanna sem að leiddu allan leikinn í kvöld og unnu að lokum nokkuð sannfærandi sigur. Hálfleikstölur voru 42-27 fyrir Tindastól og gekk gestunum erfiðlega að skora. Pieti þjálfari Stólanna skipti mikið og voru átta leikmenn liðsins komnir á blað í hálfleik. Hinn síungi Darrel Lewis var kominn með 16 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar í fyrri hálfleik og heldur uppteknum hætti eftir stórleik gegn ÍR í fyrstu umferðinni. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir Stólanna og komu þeir muninum mest upp í tuttugu stig en Stjörnumenn, sem að eltu allan leikinn, náðu að minnka muninn niður í sex stig. Stólarnir svöruðu fyrir sig með þremur þriggja stiga körfum í röð - tveimur frá Helga Frey Margeirssyni og einni frá Arnþóri Guðmundssyni. Munurinn var skyndilega kominn upp í fimmtán stig og þá var ekki aftur snúið. Bestur í liði Tindastóls var Darrel Lewis með 23 stig en Tindastóll fékk framlag frá mörgum leikmönnum og komust tíu leikmenn liðsins á blað í kvöld. Bestir hjá Stjörnunni voru Al’lonzo Coleman með 22 stig og 13 fráköst og Justin Shouse með 22 stig og 9 fráköst. Aðrir lykilmenn áttu ekki nógu góðan dag og voru þessir tveir að draga vagninn fyrir Stjörnuna. Góður liðssigur Stólanna því staðreynd en þeir gáfu 22 stoðsendingar á móti 8 hjá Stjörnunni. Tindastóll hafa því sigrað báða leiki sína í upphafi móts á meðan að Stjörnumenn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferðinni.Hrafn: Komum eins og skíthælar í þennan leik Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir leikinn og gagnrýndi sína menn fyrir frammistöðuna í kvöld. „Þetta var erfiður leikur eins og við mátti búast,“ sagði Hrafn við Vísi. „Það er ákveðinn tregi sem kemur upp hjá manni því gerðum það nákvæmlega sama eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili. Ég sagði eftir leikinn á föstudag að sigurinn á KR hefði ekki verið neinn draumasigur. Við vorum ekkert að sigra heiminn með því að vinna fyrsta heimaleik okkar á tímabilinu.“ „Aftur gerum við þetta og við komum inn í þennan leik eins og skíthælar. Við vitum vel að þeir voru án bandaríska leikmannsins síns en við mætum til leiks eins og aumingjar.“ „Ég er ekki viss um að ég geti sagt að þetta sé einhver lexía sem við getum lært af því þetta hefur ítrekað endurtekið sig og það fer í taugarnar á mér.“ Hrafn var ósáttur við sóknarleik sinna manna. „Þetta er liðsíþrótt og maður fer ekki langt á því að gefa aðeins átta stoðsendingar allan leikinn. Tindastóll lætur boltann vinna vel fyrir sig og þeim tókst það vel.“Poikola: Við erum að taka framförum Pieti Poikola, þjálfari Tindastóls, var ánægður með frammistöðu sinna manna og fyrsta leik sinn í Síkinu. „Það eru forréttindi að spila hér og andrúmsloftið í þessu húsi er magnað. Stuðningsmennirnir eru frábærir,“ sagði finnski þjálfarinn. „Við erum að taka framförum og leikmenn eru duglegir. En þetta tekur allt sinn tíma og aðalatriðið er að vera þolinmóðir og halda áfram að vera duglegir.“ Poikola sagði að það hefði litlu munað að bandaríski leikmaðurinn Jerome Hill hefði fengið leikheimild fyrir leikinn. „Það munaði 40 mínútum að hann gæti spilað í dag en hann hefur náð tveimur æfingum. Það skiptir ekki máli og mér væri sama þótt hann gæti ekki spilað næsta leik því við erum með flottan hóp af íslenskum leikmönnum.“Tindastóll-Stjarnan 79-68 (20-14, 21-13, 15-18, 23-23)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11/5 fráköst, Darrell Flake 10/8 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Viðar Ágústsson 1.Stjarnan: Justin Shouse 22/9 fráköst, Al'lonzo Coleman 22/13 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Ágúst Angantýsson 8, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni á heimavelli sínum í kvöld og hefur því unnið báða leiki sína til þessa á leiktíðinni, þrátt fyrir að Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill sé ekki enn kominn með leikheimild. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og voru með fjórtán stiga forystu í hálfleik, 41-27. Stjörnumenn náðu aldrei að ógna forystu heimamanna í síðari hálfleik að verulegu leyti. Darrel Lewis hélt uppteknum hætti eftir frábæran leik gegn ÍR á fimmtudaginn og var stigahæstur hjá Tindastóli með 23 stig. Justin Shouse og Al'lonzo Coleman skoruðu 22 stig hvor fyrir Stjörnuna en sá síðarnefndi var einnig með þrettán fráköst. Síkið var þéttsetið og stemmningin góð að vanda þegar fyrsti heimaleikur tímabilsins fór fram á Sauðárkróki. Darrel Lewis skoraði fyrstu stig heimamanna sem að leiddu allan leikinn í kvöld og unnu að lokum nokkuð sannfærandi sigur. Hálfleikstölur voru 42-27 fyrir Tindastól og gekk gestunum erfiðlega að skora. Pieti þjálfari Stólanna skipti mikið og voru átta leikmenn liðsins komnir á blað í hálfleik. Hinn síungi Darrel Lewis var kominn með 16 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar í fyrri hálfleik og heldur uppteknum hætti eftir stórleik gegn ÍR í fyrstu umferðinni. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir Stólanna og komu þeir muninum mest upp í tuttugu stig en Stjörnumenn, sem að eltu allan leikinn, náðu að minnka muninn niður í sex stig. Stólarnir svöruðu fyrir sig með þremur þriggja stiga körfum í röð - tveimur frá Helga Frey Margeirssyni og einni frá Arnþóri Guðmundssyni. Munurinn var skyndilega kominn upp í fimmtán stig og þá var ekki aftur snúið. Bestur í liði Tindastóls var Darrel Lewis með 23 stig en Tindastóll fékk framlag frá mörgum leikmönnum og komust tíu leikmenn liðsins á blað í kvöld. Bestir hjá Stjörnunni voru Al’lonzo Coleman með 22 stig og 13 fráköst og Justin Shouse með 22 stig og 9 fráköst. Aðrir lykilmenn áttu ekki nógu góðan dag og voru þessir tveir að draga vagninn fyrir Stjörnuna. Góður liðssigur Stólanna því staðreynd en þeir gáfu 22 stoðsendingar á móti 8 hjá Stjörnunni. Tindastóll hafa því sigrað báða leiki sína í upphafi móts á meðan að Stjörnumenn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferðinni.Hrafn: Komum eins og skíthælar í þennan leik Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir leikinn og gagnrýndi sína menn fyrir frammistöðuna í kvöld. „Þetta var erfiður leikur eins og við mátti búast,“ sagði Hrafn við Vísi. „Það er ákveðinn tregi sem kemur upp hjá manni því gerðum það nákvæmlega sama eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili. Ég sagði eftir leikinn á föstudag að sigurinn á KR hefði ekki verið neinn draumasigur. Við vorum ekkert að sigra heiminn með því að vinna fyrsta heimaleik okkar á tímabilinu.“ „Aftur gerum við þetta og við komum inn í þennan leik eins og skíthælar. Við vitum vel að þeir voru án bandaríska leikmannsins síns en við mætum til leiks eins og aumingjar.“ „Ég er ekki viss um að ég geti sagt að þetta sé einhver lexía sem við getum lært af því þetta hefur ítrekað endurtekið sig og það fer í taugarnar á mér.“ Hrafn var ósáttur við sóknarleik sinna manna. „Þetta er liðsíþrótt og maður fer ekki langt á því að gefa aðeins átta stoðsendingar allan leikinn. Tindastóll lætur boltann vinna vel fyrir sig og þeim tókst það vel.“Poikola: Við erum að taka framförum Pieti Poikola, þjálfari Tindastóls, var ánægður með frammistöðu sinna manna og fyrsta leik sinn í Síkinu. „Það eru forréttindi að spila hér og andrúmsloftið í þessu húsi er magnað. Stuðningsmennirnir eru frábærir,“ sagði finnski þjálfarinn. „Við erum að taka framförum og leikmenn eru duglegir. En þetta tekur allt sinn tíma og aðalatriðið er að vera þolinmóðir og halda áfram að vera duglegir.“ Poikola sagði að það hefði litlu munað að bandaríski leikmaðurinn Jerome Hill hefði fengið leikheimild fyrir leikinn. „Það munaði 40 mínútum að hann gæti spilað í dag en hann hefur náð tveimur æfingum. Það skiptir ekki máli og mér væri sama þótt hann gæti ekki spilað næsta leik því við erum með flottan hóp af íslenskum leikmönnum.“Tindastóll-Stjarnan 79-68 (20-14, 21-13, 15-18, 23-23)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11/5 fráköst, Darrell Flake 10/8 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Viðar Ágústsson 1.Stjarnan: Justin Shouse 22/9 fráköst, Al'lonzo Coleman 22/13 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Ágúst Angantýsson 8, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira