Hvað er skemmtilegast við að eiga heima á Akureyri?
Ellen Klara: Hér á ég svo marga vini og það er líka svo góður skóli sem ég er í.
Krister Máni: Það er fótboltavöllur nálægt húsinu mínu, góðir vinir allt í kringum mig og stutt að fara allt sem mig langar.
Hvað er best við að vera systkin og hvað er skemmtilegast að gera saman?
Krister Máni: Það er gott að hafa alltaf einhvern að leika við og mér finnst skemmtilegast þegar við förum í sund og út að borða.
Ellen Klara: Þá er ég ekki alltaf ein og skemmtilegast finnst mér þegar við spilum og leikum saman.

Ellen Klara: Ískona og vinna í stórri ísbúð.
Krister Máni: Ég ætla að verða fótboltamaður eða bóndi, kannski bara bæði.
Hvað ætlið þið að gera í sumar?
Krister Máni: Æfa fótbolta, fara í Arsenalskólann, keppa á mótum, fara í sveitina og fara í ferðalög.
Ellen Klara: Ég ætla að fara í sumarbúðir á Hólavatn og í útilegur, kannski á ættarmót. Svo ætlum við til Frakklands að heimsækja vini okkar í lok sumarsins.
Hvert er uppáhaldsdýrið ykkar?
Ellen Klara: Mér finnst hvolpar og kettlingar mjög sætir.
Krister Máni: Það er kind.