„Þeir eru komnir aftur í gang“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2015 17:45 GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn. Gametíví Leikjavísir Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn.
Gametíví Leikjavísir Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira