Volkswagen toppar í innbyrðis deilum Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 14:35 Forstjórinn Winterkorn og stjórnarformaðurinn Piech. Það veit sjaldan á gott ef ósætti er á milli stjórnarformanns fyrirtækis og forstjóra þess. Það er einmitt staðan hjá Volkswagen bílaframleiðandanum nú. Ferdinand Piech er stjórnarformaður Volkswagen bílasamstæðunnar, en hann er skyldmenni Ferdinand Porsche, stofnanda Porsche og á ásamt fjölskyldu sinni stóran hlut í Volkswagen. Piech hefur undanfarið deilt mjög á forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, og er ekki á eitt sáttur við stefnu hans við rekstur fyrirtækisins. Það merkilega í stöðunni er að skyldmenni Ferdinandi Piech hafa stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi við forstjórann. Það hafa reyndar fleiri gert en meðlimir Porsche fjölskyldunnar og því virðist sem stjórnarformaðurinn sé nokkuð einn á báti í afstöðu sinni gegn forstjóranum. Flestir áttu, fyrir þessar deilur, von á því að Winterkorn mundi leysa Piech af hólmi sem stjórnarformaður þegar hann lætur af starfi forstjóra árið 2017, en með þessu deilum virðist það æ ólíklegra. Hvort þessar deilur enda með því að Winterkorn láti fyrr af forstjórastörfum í Volkswagen en áætlað var, að Piech stigi niður sem stjórnarformaður eða að deiluaðilar sættist er ómögulegt að segja, en við þetta ástand verður ekki unað lengi. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Það veit sjaldan á gott ef ósætti er á milli stjórnarformanns fyrirtækis og forstjóra þess. Það er einmitt staðan hjá Volkswagen bílaframleiðandanum nú. Ferdinand Piech er stjórnarformaður Volkswagen bílasamstæðunnar, en hann er skyldmenni Ferdinand Porsche, stofnanda Porsche og á ásamt fjölskyldu sinni stóran hlut í Volkswagen. Piech hefur undanfarið deilt mjög á forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, og er ekki á eitt sáttur við stefnu hans við rekstur fyrirtækisins. Það merkilega í stöðunni er að skyldmenni Ferdinandi Piech hafa stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi við forstjórann. Það hafa reyndar fleiri gert en meðlimir Porsche fjölskyldunnar og því virðist sem stjórnarformaðurinn sé nokkuð einn á báti í afstöðu sinni gegn forstjóranum. Flestir áttu, fyrir þessar deilur, von á því að Winterkorn mundi leysa Piech af hólmi sem stjórnarformaður þegar hann lætur af starfi forstjóra árið 2017, en með þessu deilum virðist það æ ólíklegra. Hvort þessar deilur enda með því að Winterkorn láti fyrr af forstjórastörfum í Volkswagen en áætlað var, að Piech stigi niður sem stjórnarformaður eða að deiluaðilar sættist er ómögulegt að segja, en við þetta ástand verður ekki unað lengi.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent