Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2015 20:52 Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. Þetta er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir og jafnframt stærsta virkjun sem byggð hefur verið á Norðurlandi frá því Blönduvirkjun var gangsett fyrir aldarfjórðungi. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, og framkvæmdastjóri verktakans LNS Saga, Ásgeir Loftsson, undirrituðu 6,6 milljarða króna verksamninga um smíði stöðvarhúss og lagningu gufuveitna. Fyrir Landsvirkjun markar þetta tímamót. Þær tvær jarðvarmavirkjanir, sem félagið rekur, við Kröflu og í Bjarnarflagi, voru byggðar af öðrum. Þetta verður því fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar kosti 20 til 24 milljarða króna en miðað er við 45 megavatta afl. Svo stór virkjun hefur ekki risið á Norðurlandi í aldarfjórðung, eða frá því Blöndvirkjun tók til starfa árið 1991. „Þetta mun styrkja mjög afhendingu, sérstaklega til stórnotenda, hvort heldur iðnfyrirtækja eða fiskimjölsverksmiðja, á Norðausturlandi,“ segir Hörður í fréttum Stöðvar 2.Þeistareykjavirkjun að vetri.Grafík/Landsvirkjun.Athygli vekur að Landsvirkjun lítur svo á að þessar framkvæmdir séu óháðar því hvort samningar verði kláraðir um smíði kísilvers á Bakka. Virkjunin mun hins vegar styðja við kísilverið en þörf sé fyrir orkuna, óháð því, að sögn Harðar. Undirbúningsframkvæmdir voru á Þeistareykjum í fyrra en verktakinn LNS Saga gerir ráð fyrir að mæta á svæðið og hefja framkæmdir á næstu vikum. Áætlað er þar verði hátt í 200 manns í vinnu í sumar en stefnt er að því að orkuframleiðslan hefjist haustið 2017. Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. Þetta er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir og jafnframt stærsta virkjun sem byggð hefur verið á Norðurlandi frá því Blönduvirkjun var gangsett fyrir aldarfjórðungi. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, og framkvæmdastjóri verktakans LNS Saga, Ásgeir Loftsson, undirrituðu 6,6 milljarða króna verksamninga um smíði stöðvarhúss og lagningu gufuveitna. Fyrir Landsvirkjun markar þetta tímamót. Þær tvær jarðvarmavirkjanir, sem félagið rekur, við Kröflu og í Bjarnarflagi, voru byggðar af öðrum. Þetta verður því fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar kosti 20 til 24 milljarða króna en miðað er við 45 megavatta afl. Svo stór virkjun hefur ekki risið á Norðurlandi í aldarfjórðung, eða frá því Blöndvirkjun tók til starfa árið 1991. „Þetta mun styrkja mjög afhendingu, sérstaklega til stórnotenda, hvort heldur iðnfyrirtækja eða fiskimjölsverksmiðja, á Norðausturlandi,“ segir Hörður í fréttum Stöðvar 2.Þeistareykjavirkjun að vetri.Grafík/Landsvirkjun.Athygli vekur að Landsvirkjun lítur svo á að þessar framkvæmdir séu óháðar því hvort samningar verði kláraðir um smíði kísilvers á Bakka. Virkjunin mun hins vegar styðja við kísilverið en þörf sé fyrir orkuna, óháð því, að sögn Harðar. Undirbúningsframkvæmdir voru á Þeistareykjum í fyrra en verktakinn LNS Saga gerir ráð fyrir að mæta á svæðið og hefja framkæmdir á næstu vikum. Áætlað er þar verði hátt í 200 manns í vinnu í sumar en stefnt er að því að orkuframleiðslan hefjist haustið 2017.
Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45