Hópur boðsgesta gekk út af forsýningu Austurs: „Þetta var of mikið fyrir suma held ég“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2015 23:00 Jón Atli Jónasson, leikstjóri Austur, segir myndina ekki fyrir viðkvæma: „Svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki.“ Vísir/Stefán/Vilhelm Heldur einkennileg stemning myndaðist á forsýningu kvikmyndarinnar Austur í Háskólabíói í kvöld þar sem nokkrir boðsgesta gengu út af sýningunni. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Myndin er sögð stranglega bönnuð börnum og alls ekki fyrir viðkvæma en það heyrir til tíðinda að hópur boðsgesta gangi út af forsýningu íslenskrar kvikmyndar. Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir áhorfendum hafa verið brugðið.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.„Ekki fyrir viðkvæma“ „Þetta var of mikið fyrir suma held ég. Mér skildist á þeim sem voru þarna frammi að þetta hefði verið of erfitt stundum. Ég er alveg vanur því, ég hef gert leiksýningar sem eru mjög erfiðar að horfa á og sumir höndla það ekki og fara og maður ber alveg virðingu fyrir því. Og svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki. En það var svona general stemningin af því sem ég heyrði, þetta er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Jón Atli. Hann segist vera sáttur við útkomuna. „Ég er mjög sáttur við það sem við gerðum. Við fórum og gerðum myndina sem við ætluðum að gera, það var verkefnið.“Fjölmargir nafntogaðir karlar og konur voru mætt í Háskólabíó í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var á meðal þeirra. Frumsýning Austur eftir Jón Atla Jónasson. A photo posted by Andri Magnason (@andrimagnason) on Apr 15, 2015 at 1:10pm PDT Líkindi með Stokkseyrarmálinu Líkt og Vísir sagði frá fyrr í vikunni þykir umfjöllunarefni myndarinnar líkjast Stokkseyrarmálinu svokallaða.Sjá einnig:Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Jón Atli sagði í samtali við Vísi við það tilefni myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu heldur sé hún innblásin af nokkrum frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er.“ Myndin fer í almenna sýningu á morgun. Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Heldur einkennileg stemning myndaðist á forsýningu kvikmyndarinnar Austur í Háskólabíói í kvöld þar sem nokkrir boðsgesta gengu út af sýningunni. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Myndin er sögð stranglega bönnuð börnum og alls ekki fyrir viðkvæma en það heyrir til tíðinda að hópur boðsgesta gangi út af forsýningu íslenskrar kvikmyndar. Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir áhorfendum hafa verið brugðið.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.„Ekki fyrir viðkvæma“ „Þetta var of mikið fyrir suma held ég. Mér skildist á þeim sem voru þarna frammi að þetta hefði verið of erfitt stundum. Ég er alveg vanur því, ég hef gert leiksýningar sem eru mjög erfiðar að horfa á og sumir höndla það ekki og fara og maður ber alveg virðingu fyrir því. Og svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki. En það var svona general stemningin af því sem ég heyrði, þetta er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Jón Atli. Hann segist vera sáttur við útkomuna. „Ég er mjög sáttur við það sem við gerðum. Við fórum og gerðum myndina sem við ætluðum að gera, það var verkefnið.“Fjölmargir nafntogaðir karlar og konur voru mætt í Háskólabíó í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var á meðal þeirra. Frumsýning Austur eftir Jón Atla Jónasson. A photo posted by Andri Magnason (@andrimagnason) on Apr 15, 2015 at 1:10pm PDT Líkindi með Stokkseyrarmálinu Líkt og Vísir sagði frá fyrr í vikunni þykir umfjöllunarefni myndarinnar líkjast Stokkseyrarmálinu svokallaða.Sjá einnig:Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Jón Atli sagði í samtali við Vísi við það tilefni myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu heldur sé hún innblásin af nokkrum frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er.“ Myndin fer í almenna sýningu á morgun.
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira