Allt í senn pípari, vélvirki og þerna 15. apríl 2015 14:00 Elíza hefur verið skálavörður í Landmannalaugum frá því í haust en tók sér frí um jólin. Nú hefur hún dvalið þar sleitulaust í í rúmar átta vikur. Elíza Lífdís Óskarsdóttir, skálavörður, á erfitt með að ímynda sér betri stað til að vera á en undir himni fullum af blikandi stjörnum og dansandi norðurljósum í Landmannalaugum. Hún segir að það mikilvægasta sem skálavörður þurfi að kunna sé að hella upp á. Í desember árið 2013 seldi Elíza Lífdís Óskarsdóttir íbúðina sína, sagði upp vinnunni og ákvað að stíga rækilega út fyrir þægindarammann. „Það var alls ekki á stefnuskránni, þegar ég var svona rétt að detta í 27 ára aldurinn, en ég notaði ágóðann af íbúðarsölunni til að fara í köfunarferðalag um heiminn sem stóð í fjóra mánuði. Þegar ég kom heim til Íslands, heimilislaus, með vísakortið rauðglóandi, alla reikninga ógreidda þá hugsaði með mér að þetta hlyti að reddast. Það gerir það alltaf,“ segir Elíza og brosir.Elíza Lífdís.Það gerði það svo sannarlega því nokkrum dögum síðar fékk hún símtal um að það vantaði skálavörð í Landmannalaugar. Hún pakkaði niður í tösku, var komin þangað tveimur dögum síðar og nánast búin að vera þar síðan.Ljúft líf í Landmannalaugum „Ætli orðið ljúft lýsi ekki lífinu í Landmannalaugum best. Ég bý á einum af fegurstu stöðum á landinu og fæ að upplifa það í gegnum alla þá sem að hingað koma, einmitt í þeim tilgangi að njóta þess sem náttúra Íslands hefur upp á bjóða. Vissulega koma dagar þar sem að allt er erfitt, blindbylur og ekkert við að vera en dagarnir þegar himinninn er heiður og sólin skín eða þegar tunglið lýsir upp skammdegið, stjörnurnar blika á himnum og norðurljósin dansa fyrir ofan mig gera það að verkum að ég á erfitt með að ímynda mér betri stað til að vera á.“Þessa og næstu myndir af dansandi norðurljósunum tók Ragnheiður Guðjónsdóttir, vinkona Elízu, þegar hún og fleiri komu í óvænta heimsókn til hennar í Landmannalaugar.Ragnheiður GuðjónsdóttirMagnið af snjó kom á óvart Skálavörður gegnir margþættu starfi en Elíza segist vera allt í senn, þerna, smiður, hjúkka, pípari, sáluhjálpari, vélvirki, kokkur, veðurfræðingur, rafvirki og upplýsingamiðstöð. „Skálaverðir þurfa líka að eiga auðvelt með að tala við fólk og koma vitinu fyrir það ef það er að æða út í einhverja vitleysu, sér í lagi ef það þekkir ekki landið eða veðráttuna hérna. Það mikilvægasta er samt að kunna að hella upp á kaffi. Eins ómerkilega og það kann að hljóma þá er það held ég það sem að skiptir mestu. Það sem hefur hins vegar komið mér mest á óvart er hversu mikinn snjó þarf að moka hérna.“Tunglið dansar með norðurljósunum.Ragnheiður GuðjónsdóttirEkki einmanalegt starf Straumurinn af Íslendingum í Landmannalaugar eykst þegar daginn fer að lengja en í vetur hefur fólk í gönguskíða- og snjóþrúguferðum, dagstúrum og helgarafslöppun komið þangað. „Það hefur bara liðið ein helgi þar sem að enginn hefur komið, þá var kolófært, mjög mikil lausamjöll og Jökulkvíslin erfið yfirferðar, þá kom enginn bíll hingað í rúma viku. Það kom samt gönguskíðahópur og þyrla, svo ég var ekki alveg ein alla vikuna,“ segir Elíza. Aðspurð neitar hún því samt að starfið sé einmanalegt. „Ég held ég hafi oftar verið einmana í bænum umkringd af fólki heldur en hér. Í bænum eru allir svo uppteknir af sjálfum sér en hér gefur fólk sér tíma, sest niður með kaffi og spjallar um daginn og veginn. Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki sakna þess stundum að hafa einhvern annan í húsinu með mér, sérstaklega á kvöldin þegar kemur að eldamennskunni, mér finnst ótrúlega gaman að elda en að elda fyrir einn er mjög leiðigjarnt til lengdar.“Norðurljós yfir Landmannalaugum.Ragnheiður GuðjónsdóttirLeyniheimsókn og norðurljós Þegar Elíza var búin að vera í mánuð í Landmannalaugum birtust fjórir félagar hennar úr björgunarsveitinni upp úr þurru á laugardegi. „Þau komu í leyniheimsókn sem mér þótti afskaplega vænt um. Það skemmdi sannarlega ekki fyrir að það kvöld upplifði ég flottustu norðurljós sem ég hef á ævi minni séð. Við stóðum úti langt fram á nótt öskrandi upp yfir okkur eins og smákrakkar,“ segir hún og hlær. Hjónasæng í Hel Elíza fer í frí í lok apríl enda lokað þá í skálanum vegna leysinga en hún snýr aftur um leið og opnar í júní. Hún hefur ekki áhyggjur af því að leiðast enda gerir hún ýmislegt sér til dægrastyttingar, meðal annars býr hún til snjóhús. „Eins undarlega og það hljómar og eins leiðinlegt og mér þykir að moka frá hurðum þá er ég búin að moka snjóhús með fullri lofthæð sem að rúmar auðveldlega átta manns og hefur meira að segja innbyggða hjónasæng. Það fékk hið lýsandi nafn Hel og er án efa flottasta netkaffihús/ölstofa landsins.“ Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira
Elíza Lífdís Óskarsdóttir, skálavörður, á erfitt með að ímynda sér betri stað til að vera á en undir himni fullum af blikandi stjörnum og dansandi norðurljósum í Landmannalaugum. Hún segir að það mikilvægasta sem skálavörður þurfi að kunna sé að hella upp á. Í desember árið 2013 seldi Elíza Lífdís Óskarsdóttir íbúðina sína, sagði upp vinnunni og ákvað að stíga rækilega út fyrir þægindarammann. „Það var alls ekki á stefnuskránni, þegar ég var svona rétt að detta í 27 ára aldurinn, en ég notaði ágóðann af íbúðarsölunni til að fara í köfunarferðalag um heiminn sem stóð í fjóra mánuði. Þegar ég kom heim til Íslands, heimilislaus, með vísakortið rauðglóandi, alla reikninga ógreidda þá hugsaði með mér að þetta hlyti að reddast. Það gerir það alltaf,“ segir Elíza og brosir.Elíza Lífdís.Það gerði það svo sannarlega því nokkrum dögum síðar fékk hún símtal um að það vantaði skálavörð í Landmannalaugar. Hún pakkaði niður í tösku, var komin þangað tveimur dögum síðar og nánast búin að vera þar síðan.Ljúft líf í Landmannalaugum „Ætli orðið ljúft lýsi ekki lífinu í Landmannalaugum best. Ég bý á einum af fegurstu stöðum á landinu og fæ að upplifa það í gegnum alla þá sem að hingað koma, einmitt í þeim tilgangi að njóta þess sem náttúra Íslands hefur upp á bjóða. Vissulega koma dagar þar sem að allt er erfitt, blindbylur og ekkert við að vera en dagarnir þegar himinninn er heiður og sólin skín eða þegar tunglið lýsir upp skammdegið, stjörnurnar blika á himnum og norðurljósin dansa fyrir ofan mig gera það að verkum að ég á erfitt með að ímynda mér betri stað til að vera á.“Þessa og næstu myndir af dansandi norðurljósunum tók Ragnheiður Guðjónsdóttir, vinkona Elízu, þegar hún og fleiri komu í óvænta heimsókn til hennar í Landmannalaugar.Ragnheiður GuðjónsdóttirMagnið af snjó kom á óvart Skálavörður gegnir margþættu starfi en Elíza segist vera allt í senn, þerna, smiður, hjúkka, pípari, sáluhjálpari, vélvirki, kokkur, veðurfræðingur, rafvirki og upplýsingamiðstöð. „Skálaverðir þurfa líka að eiga auðvelt með að tala við fólk og koma vitinu fyrir það ef það er að æða út í einhverja vitleysu, sér í lagi ef það þekkir ekki landið eða veðráttuna hérna. Það mikilvægasta er samt að kunna að hella upp á kaffi. Eins ómerkilega og það kann að hljóma þá er það held ég það sem að skiptir mestu. Það sem hefur hins vegar komið mér mest á óvart er hversu mikinn snjó þarf að moka hérna.“Tunglið dansar með norðurljósunum.Ragnheiður GuðjónsdóttirEkki einmanalegt starf Straumurinn af Íslendingum í Landmannalaugar eykst þegar daginn fer að lengja en í vetur hefur fólk í gönguskíða- og snjóþrúguferðum, dagstúrum og helgarafslöppun komið þangað. „Það hefur bara liðið ein helgi þar sem að enginn hefur komið, þá var kolófært, mjög mikil lausamjöll og Jökulkvíslin erfið yfirferðar, þá kom enginn bíll hingað í rúma viku. Það kom samt gönguskíðahópur og þyrla, svo ég var ekki alveg ein alla vikuna,“ segir Elíza. Aðspurð neitar hún því samt að starfið sé einmanalegt. „Ég held ég hafi oftar verið einmana í bænum umkringd af fólki heldur en hér. Í bænum eru allir svo uppteknir af sjálfum sér en hér gefur fólk sér tíma, sest niður með kaffi og spjallar um daginn og veginn. Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki sakna þess stundum að hafa einhvern annan í húsinu með mér, sérstaklega á kvöldin þegar kemur að eldamennskunni, mér finnst ótrúlega gaman að elda en að elda fyrir einn er mjög leiðigjarnt til lengdar.“Norðurljós yfir Landmannalaugum.Ragnheiður GuðjónsdóttirLeyniheimsókn og norðurljós Þegar Elíza var búin að vera í mánuð í Landmannalaugum birtust fjórir félagar hennar úr björgunarsveitinni upp úr þurru á laugardegi. „Þau komu í leyniheimsókn sem mér þótti afskaplega vænt um. Það skemmdi sannarlega ekki fyrir að það kvöld upplifði ég flottustu norðurljós sem ég hef á ævi minni séð. Við stóðum úti langt fram á nótt öskrandi upp yfir okkur eins og smákrakkar,“ segir hún og hlær. Hjónasæng í Hel Elíza fer í frí í lok apríl enda lokað þá í skálanum vegna leysinga en hún snýr aftur um leið og opnar í júní. Hún hefur ekki áhyggjur af því að leiðast enda gerir hún ýmislegt sér til dægrastyttingar, meðal annars býr hún til snjóhús. „Eins undarlega og það hljómar og eins leiðinlegt og mér þykir að moka frá hurðum þá er ég búin að moka snjóhús með fullri lofthæð sem að rúmar auðveldlega átta manns og hefur meira að segja innbyggða hjónasæng. Það fékk hið lýsandi nafn Hel og er án efa flottasta netkaffihús/ölstofa landsins.“
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira