Öflugur vísindamaður til forystu 15. apríl 2015 10:27 Fyrri umferð kosninga nýs rektors Háskóla Íslands er að baki en enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða. Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, hlaut flest atkvæði og litlu munaði að hann færi með sigur af hólmi. Frá námsárum sínum hefur Jón Atli skarað fram úr í rannsóknum og kennslu og hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Hann hóf störf hjá Háskóla Íslands árið 1991 og hefur verið einn afkastamesti vísindamaður skólans; eftir hann liggja meira en 300 fræðigreinar í virtum vísindaritum og bókakaflar sem mikið er vitnað í á alþjóðavettvangi. Á tímum sóknar Háskólans í meistara- og doktorsnámi kom því ekki á óvart að núverandi rektor skyldi sækjast eftir starfskröftum Jóns Atla til að verða aðstoðarrektor vísinda og kennslu og forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms við HÍ. Háskóli Íslands hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum með fleiri námsleiðum og aukinni áherslu á rannsóknir og nám á meistara- og doktorsstigi. Fjárveitingar hafa ekki haldið í við aukinn nemendafjölda en þrátt fyrir þaðhefur tekist að varðveita vísinda- og kennslustarf innan skólans. Hér hefur framlag Jóns Atla vegið þungt og státa fáir af jafn mikilli reynslu, framsýni og getu til þess leiða skólann fram á veginn. Samhliða starfi aðstoðarrektors hefur Jón Atli áfram sinnt kennslu í rafmagns- og tölvuverkfræði, leiðbeint doktorsnemum og verið virkur í rannsóknum. Hann hefur sinnt ritstjórnarstörfum fræðirita í fjarkönnun, stýrt visindaráðstefnum, sinnt starfi sem forseti faggreinahóps um fjarkönnun hjá alþjóðasamtökum rafmagnsverkfræðinga (IEEE), verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavísu og frumkvöðull við stofnun fyrirtækja í nýsköpun. Hér er því á ferðinni vísindamaður af heimsklassa með reynslu af því að færa akademíska þekkingu og rannsóknir við Háskóla Íslands yfir á hagnýtt svið. Í vinnu sinni með nemendum er leiðarljós Jóns Atla stuðningur í orðum og verkum, hvort sem leið nemenda liggur til frekara náms, til starfa á almennum vinnumarkaði, eða til stofnunar frumkvöðlafyrirtækja. Í kjöri nýs rektors Háskóla Íslands fer best á því að frambjóðendur veiti kjósendum innsýn í bakgrunn sinn og stefnumál sem þeir hyggjast setja á oddinn. Það hefur Jón Atli gert án þess að hnýta í meðframbjóðendur sína. Jón Atli er vandaður maður með þekkingu, reynslu og hæfileika sem munu halda áfram að vera skólanum til framdráttar, hljóti hann brautargengi. Jón Atli gengur hreint til verks og við skorum á starfsmenn og stúdenta við Háskóla Íslands að tryggja honum örugga kosningu í seinni umferð rektorskjörs, mánudaginn 20. apríl næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrri umferð kosninga nýs rektors Háskóla Íslands er að baki en enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða. Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, hlaut flest atkvæði og litlu munaði að hann færi með sigur af hólmi. Frá námsárum sínum hefur Jón Atli skarað fram úr í rannsóknum og kennslu og hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Hann hóf störf hjá Háskóla Íslands árið 1991 og hefur verið einn afkastamesti vísindamaður skólans; eftir hann liggja meira en 300 fræðigreinar í virtum vísindaritum og bókakaflar sem mikið er vitnað í á alþjóðavettvangi. Á tímum sóknar Háskólans í meistara- og doktorsnámi kom því ekki á óvart að núverandi rektor skyldi sækjast eftir starfskröftum Jóns Atla til að verða aðstoðarrektor vísinda og kennslu og forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms við HÍ. Háskóli Íslands hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum með fleiri námsleiðum og aukinni áherslu á rannsóknir og nám á meistara- og doktorsstigi. Fjárveitingar hafa ekki haldið í við aukinn nemendafjölda en þrátt fyrir þaðhefur tekist að varðveita vísinda- og kennslustarf innan skólans. Hér hefur framlag Jóns Atla vegið þungt og státa fáir af jafn mikilli reynslu, framsýni og getu til þess leiða skólann fram á veginn. Samhliða starfi aðstoðarrektors hefur Jón Atli áfram sinnt kennslu í rafmagns- og tölvuverkfræði, leiðbeint doktorsnemum og verið virkur í rannsóknum. Hann hefur sinnt ritstjórnarstörfum fræðirita í fjarkönnun, stýrt visindaráðstefnum, sinnt starfi sem forseti faggreinahóps um fjarkönnun hjá alþjóðasamtökum rafmagnsverkfræðinga (IEEE), verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavísu og frumkvöðull við stofnun fyrirtækja í nýsköpun. Hér er því á ferðinni vísindamaður af heimsklassa með reynslu af því að færa akademíska þekkingu og rannsóknir við Háskóla Íslands yfir á hagnýtt svið. Í vinnu sinni með nemendum er leiðarljós Jóns Atla stuðningur í orðum og verkum, hvort sem leið nemenda liggur til frekara náms, til starfa á almennum vinnumarkaði, eða til stofnunar frumkvöðlafyrirtækja. Í kjöri nýs rektors Háskóla Íslands fer best á því að frambjóðendur veiti kjósendum innsýn í bakgrunn sinn og stefnumál sem þeir hyggjast setja á oddinn. Það hefur Jón Atli gert án þess að hnýta í meðframbjóðendur sína. Jón Atli er vandaður maður með þekkingu, reynslu og hæfileika sem munu halda áfram að vera skólanum til framdráttar, hljóti hann brautargengi. Jón Atli gengur hreint til verks og við skorum á starfsmenn og stúdenta við Háskóla Íslands að tryggja honum örugga kosningu í seinni umferð rektorskjörs, mánudaginn 20. apríl næstkomandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun