Öflugur vísindamaður til forystu 15. apríl 2015 10:27 Fyrri umferð kosninga nýs rektors Háskóla Íslands er að baki en enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða. Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, hlaut flest atkvæði og litlu munaði að hann færi með sigur af hólmi. Frá námsárum sínum hefur Jón Atli skarað fram úr í rannsóknum og kennslu og hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Hann hóf störf hjá Háskóla Íslands árið 1991 og hefur verið einn afkastamesti vísindamaður skólans; eftir hann liggja meira en 300 fræðigreinar í virtum vísindaritum og bókakaflar sem mikið er vitnað í á alþjóðavettvangi. Á tímum sóknar Háskólans í meistara- og doktorsnámi kom því ekki á óvart að núverandi rektor skyldi sækjast eftir starfskröftum Jóns Atla til að verða aðstoðarrektor vísinda og kennslu og forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms við HÍ. Háskóli Íslands hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum með fleiri námsleiðum og aukinni áherslu á rannsóknir og nám á meistara- og doktorsstigi. Fjárveitingar hafa ekki haldið í við aukinn nemendafjölda en þrátt fyrir þaðhefur tekist að varðveita vísinda- og kennslustarf innan skólans. Hér hefur framlag Jóns Atla vegið þungt og státa fáir af jafn mikilli reynslu, framsýni og getu til þess leiða skólann fram á veginn. Samhliða starfi aðstoðarrektors hefur Jón Atli áfram sinnt kennslu í rafmagns- og tölvuverkfræði, leiðbeint doktorsnemum og verið virkur í rannsóknum. Hann hefur sinnt ritstjórnarstörfum fræðirita í fjarkönnun, stýrt visindaráðstefnum, sinnt starfi sem forseti faggreinahóps um fjarkönnun hjá alþjóðasamtökum rafmagnsverkfræðinga (IEEE), verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavísu og frumkvöðull við stofnun fyrirtækja í nýsköpun. Hér er því á ferðinni vísindamaður af heimsklassa með reynslu af því að færa akademíska þekkingu og rannsóknir við Háskóla Íslands yfir á hagnýtt svið. Í vinnu sinni með nemendum er leiðarljós Jóns Atla stuðningur í orðum og verkum, hvort sem leið nemenda liggur til frekara náms, til starfa á almennum vinnumarkaði, eða til stofnunar frumkvöðlafyrirtækja. Í kjöri nýs rektors Háskóla Íslands fer best á því að frambjóðendur veiti kjósendum innsýn í bakgrunn sinn og stefnumál sem þeir hyggjast setja á oddinn. Það hefur Jón Atli gert án þess að hnýta í meðframbjóðendur sína. Jón Atli er vandaður maður með þekkingu, reynslu og hæfileika sem munu halda áfram að vera skólanum til framdráttar, hljóti hann brautargengi. Jón Atli gengur hreint til verks og við skorum á starfsmenn og stúdenta við Háskóla Íslands að tryggja honum örugga kosningu í seinni umferð rektorskjörs, mánudaginn 20. apríl næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrri umferð kosninga nýs rektors Háskóla Íslands er að baki en enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða. Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, hlaut flest atkvæði og litlu munaði að hann færi með sigur af hólmi. Frá námsárum sínum hefur Jón Atli skarað fram úr í rannsóknum og kennslu og hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Hann hóf störf hjá Háskóla Íslands árið 1991 og hefur verið einn afkastamesti vísindamaður skólans; eftir hann liggja meira en 300 fræðigreinar í virtum vísindaritum og bókakaflar sem mikið er vitnað í á alþjóðavettvangi. Á tímum sóknar Háskólans í meistara- og doktorsnámi kom því ekki á óvart að núverandi rektor skyldi sækjast eftir starfskröftum Jóns Atla til að verða aðstoðarrektor vísinda og kennslu og forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms við HÍ. Háskóli Íslands hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum með fleiri námsleiðum og aukinni áherslu á rannsóknir og nám á meistara- og doktorsstigi. Fjárveitingar hafa ekki haldið í við aukinn nemendafjölda en þrátt fyrir þaðhefur tekist að varðveita vísinda- og kennslustarf innan skólans. Hér hefur framlag Jóns Atla vegið þungt og státa fáir af jafn mikilli reynslu, framsýni og getu til þess leiða skólann fram á veginn. Samhliða starfi aðstoðarrektors hefur Jón Atli áfram sinnt kennslu í rafmagns- og tölvuverkfræði, leiðbeint doktorsnemum og verið virkur í rannsóknum. Hann hefur sinnt ritstjórnarstörfum fræðirita í fjarkönnun, stýrt visindaráðstefnum, sinnt starfi sem forseti faggreinahóps um fjarkönnun hjá alþjóðasamtökum rafmagnsverkfræðinga (IEEE), verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavísu og frumkvöðull við stofnun fyrirtækja í nýsköpun. Hér er því á ferðinni vísindamaður af heimsklassa með reynslu af því að færa akademíska þekkingu og rannsóknir við Háskóla Íslands yfir á hagnýtt svið. Í vinnu sinni með nemendum er leiðarljós Jóns Atla stuðningur í orðum og verkum, hvort sem leið nemenda liggur til frekara náms, til starfa á almennum vinnumarkaði, eða til stofnunar frumkvöðlafyrirtækja. Í kjöri nýs rektors Háskóla Íslands fer best á því að frambjóðendur veiti kjósendum innsýn í bakgrunn sinn og stefnumál sem þeir hyggjast setja á oddinn. Það hefur Jón Atli gert án þess að hnýta í meðframbjóðendur sína. Jón Atli er vandaður maður með þekkingu, reynslu og hæfileika sem munu halda áfram að vera skólanum til framdráttar, hljóti hann brautargengi. Jón Atli gengur hreint til verks og við skorum á starfsmenn og stúdenta við Háskóla Íslands að tryggja honum örugga kosningu í seinni umferð rektorskjörs, mánudaginn 20. apríl næstkomandi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun