Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 12:20 Christian Slater, Elle MacPherson, Fernando Alonso og Phil Collins voru í viðskiptum við HSBC. Vísir Það kennir ýmissa grasa í gögnum HSBC sem afhjúpuð voru um helgina og leiða í ljós að fjölmargir viðskiptavinir bankans fengu aðstoð við að skjóta undan skatti og fela eignir sínar fyrir yfirvöldum. Svo virðist sem að bankinn hafi verið vinsæll á meðal fræga og ríka fólksins. Leikarinn Christian Slater tengist reikningi í bankanum sem heitir "Captain Kirk”, eftir Star Trek-kafteininum. Reikningurinn var opnaður 1996 og lokað aftur árið 1997 en ekki kemur fram í gögnunum hvernig Slater tengist reikningnum. Phil Collins, tónlistarmaður, var skráður fyrir sjö bankareikningum hjá HSBC en fyrsta reikninginn opnaði hann árið 2000. Á árunum 2006-2007 var hæsta innistæðan á reikningunum rúmir 270.000 dollarar. Fyrirsætan og leikkonan Elle MacPherson tengdist sjö reikningum og var skráð fyrir fimm af þeim. Árið 2008 voru fjórir reikningar enn virkir og nam innistæðan á þeim öllum samtals 12,2 milljónum dollara.Valentino með meira en 100 milljónir dollara inni á níu bankareikningum Knattspyrnumaðurinn Diego Forlán fór í viðskipti hjá HSBC árið 2006 þegar hann spilaði með Villarreal á Spáni. Hann tengdist alls fjórum bankareikningum með innistæðum upp á alls 1,4 milljónir dala en ekkert kemur fram í skjölunum hvernig Forlán tengdist reikningunum. Þá var Formúlu 1-ökumaðurinn Fernando Alonso einnig í viðskiptum við HSBC frá árinu 2002. Hann tengdist samtals fjórum reikningum með innistæðu upp á samtals 42 milljónir bandaríkjadala en ekki er nákvæmlega gefið upp hvernig ökumaðurinn kom að reikningunum. Fatahönnuðurinn Diane Von Fürstenberg tengdist fjórum reikningum hjá HSBC. Tveir þeirra voru opnaðir 1988 og svo lokað 1996 og 2002. Einn var opnaður árið 1994 og lokað átta árum síðar en móðir fatahönnuðarins var skráð fyrir einum reikningnum sem enn var opinn á árunum 2006-2007. Innistæðan á honum nam rúmum 6 milljónum dollara. Ítalski fatahönnuðurinn Valentino fór í viðskipti hjá HSBC árið 2000. Hann tengdist að minnsta kosti níu reikningum með heildarinnistæðu upp á meira en 100 milljónir dollara. Tengdar fréttir Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í gögnum HSBC sem afhjúpuð voru um helgina og leiða í ljós að fjölmargir viðskiptavinir bankans fengu aðstoð við að skjóta undan skatti og fela eignir sínar fyrir yfirvöldum. Svo virðist sem að bankinn hafi verið vinsæll á meðal fræga og ríka fólksins. Leikarinn Christian Slater tengist reikningi í bankanum sem heitir "Captain Kirk”, eftir Star Trek-kafteininum. Reikningurinn var opnaður 1996 og lokað aftur árið 1997 en ekki kemur fram í gögnunum hvernig Slater tengist reikningnum. Phil Collins, tónlistarmaður, var skráður fyrir sjö bankareikningum hjá HSBC en fyrsta reikninginn opnaði hann árið 2000. Á árunum 2006-2007 var hæsta innistæðan á reikningunum rúmir 270.000 dollarar. Fyrirsætan og leikkonan Elle MacPherson tengdist sjö reikningum og var skráð fyrir fimm af þeim. Árið 2008 voru fjórir reikningar enn virkir og nam innistæðan á þeim öllum samtals 12,2 milljónum dollara.Valentino með meira en 100 milljónir dollara inni á níu bankareikningum Knattspyrnumaðurinn Diego Forlán fór í viðskipti hjá HSBC árið 2006 þegar hann spilaði með Villarreal á Spáni. Hann tengdist alls fjórum bankareikningum með innistæðum upp á alls 1,4 milljónir dala en ekkert kemur fram í skjölunum hvernig Forlán tengdist reikningunum. Þá var Formúlu 1-ökumaðurinn Fernando Alonso einnig í viðskiptum við HSBC frá árinu 2002. Hann tengdist samtals fjórum reikningum með innistæðu upp á samtals 42 milljónir bandaríkjadala en ekki er nákvæmlega gefið upp hvernig ökumaðurinn kom að reikningunum. Fatahönnuðurinn Diane Von Fürstenberg tengdist fjórum reikningum hjá HSBC. Tveir þeirra voru opnaðir 1988 og svo lokað 1996 og 2002. Einn var opnaður árið 1994 og lokað átta árum síðar en móðir fatahönnuðarins var skráð fyrir einum reikningnum sem enn var opinn á árunum 2006-2007. Innistæðan á honum nam rúmum 6 milljónum dollara. Ítalski fatahönnuðurinn Valentino fór í viðskipti hjá HSBC árið 2000. Hann tengdist að minnsta kosti níu reikningum með heildarinnistæðu upp á meira en 100 milljónir dollara.
Tengdar fréttir Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07
HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent