Borgaði fyrir vörur í fatabúð í Kringlunni fyrir konu sem hafði hætt við eftir að kortinu var hafnað Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2015 13:40 Kara Kristel varð vitni að góðverkum í Kringlunni í gær. Vísir/Valli „Þetta gladdi mig ekkert smá,“ segir Kara Kristel Ágústsdóttir um góðverk sem hún varð vitni að í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í gær. Þúsundir manna leggja leið sína í Kringluna fyrir jólin og því mikil umferð þar á þessum árstíma. Töluvert stress getur einkennt þessar ferðir í mannmergðinni en Kara segir nokkra gesti Kringlunnar þó ekki hafa gleymt jólaandanum í mestu ösinni. Kara vinnur sjálf í Kringlunni en hún deildi þessari frásögn á fjölmennustu Facebook-grúppu landsins, Góða systir.Kara Kristel Ágústsdóttir.Vísir/Facebook.„Þetta gerðist eiginlega allt á sama klukkutíma,“ segir Kara sem var á ferðinni síðdegis í gær. Fyrst sá hún gamla konu missa gleraugun sín nærri veitingastaðnum Joe and the Juice og átti hún í vandræðum með að finna þau. Lítill ókunnugur strákur, um tíu ára aldur, kemur auga á gleraugun og réttir konunni þau. „Hún þakkaði mömmu hans fyrir að eiga svona yndislegan dreng og gaf honum 1000 krónur,“ segir Kara. Annað góðverkið sem Kara varð vitni að átti sér stað þegar hún gekk framhjá fataversluninni Next. Þar kom maður hlaupandi út með poka og rétti konunni hann, en konan hafði lent í því að kortinu hennar hafði verið hafnað inni í búðinni og gat hún því ekki greitt fyrir vörurnar. „Hún hafði hætt við og hann borgaði það sem hún ætlaði að kaupa og gaf henni. Hún táraðist af þakklæti,“ segir Kara. Söngkonan Þórunn Antonía stofnaði til Facebook-grúppunnar Góða systir en hópnum er ætlað að hvetja til vitundarvakningar um það hvernig konur tali um aðrar konur. Kara varð einmitt vitni að fallegu augnabliki á milli tveggja kvenna í Kringlunni í gær. „Þær voru að tala saman um vinkonu sína og hversu yndisleg og frábær hún væri og hvað hún ætti skilið fallega jólagjöf frá þeim,“ segir Kara. Tengdar fréttir Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Þetta gladdi mig ekkert smá,“ segir Kara Kristel Ágústsdóttir um góðverk sem hún varð vitni að í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í gær. Þúsundir manna leggja leið sína í Kringluna fyrir jólin og því mikil umferð þar á þessum árstíma. Töluvert stress getur einkennt þessar ferðir í mannmergðinni en Kara segir nokkra gesti Kringlunnar þó ekki hafa gleymt jólaandanum í mestu ösinni. Kara vinnur sjálf í Kringlunni en hún deildi þessari frásögn á fjölmennustu Facebook-grúppu landsins, Góða systir.Kara Kristel Ágústsdóttir.Vísir/Facebook.„Þetta gerðist eiginlega allt á sama klukkutíma,“ segir Kara sem var á ferðinni síðdegis í gær. Fyrst sá hún gamla konu missa gleraugun sín nærri veitingastaðnum Joe and the Juice og átti hún í vandræðum með að finna þau. Lítill ókunnugur strákur, um tíu ára aldur, kemur auga á gleraugun og réttir konunni þau. „Hún þakkaði mömmu hans fyrir að eiga svona yndislegan dreng og gaf honum 1000 krónur,“ segir Kara. Annað góðverkið sem Kara varð vitni að átti sér stað þegar hún gekk framhjá fataversluninni Next. Þar kom maður hlaupandi út með poka og rétti konunni hann, en konan hafði lent í því að kortinu hennar hafði verið hafnað inni í búðinni og gat hún því ekki greitt fyrir vörurnar. „Hún hafði hætt við og hann borgaði það sem hún ætlaði að kaupa og gaf henni. Hún táraðist af þakklæti,“ segir Kara. Söngkonan Þórunn Antonía stofnaði til Facebook-grúppunnar Góða systir en hópnum er ætlað að hvetja til vitundarvakningar um það hvernig konur tali um aðrar konur. Kara varð einmitt vitni að fallegu augnabliki á milli tveggja kvenna í Kringlunni í gær. „Þær voru að tala saman um vinkonu sína og hversu yndisleg og frábær hún væri og hvað hún ætti skilið fallega jólagjöf frá þeim,“ segir Kara.
Tengdar fréttir Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56