Heilsa

Fyrsta þríþraut sumarsins fór af stað í snjókomu

Elísabet Margeirsdóttir skrifar
Úr Kópavogsþríþrautinni.
Úr Kópavogsþríþrautinni. Vísir/Elísabet M
Fyrsta þríþrautarkeppni sumarsins, Kópavogsþríþrautin var haldin í dag í skrautlegu veðri til að byrja með. Synt var í útilauginni í Sundlaug Kópavogs og því næst hjólað og hlaupið um vesturhluta bæjarins. Keppnin var sprettþraut og eru vegalengdirnar eftirfarandi: 400 m sund, 10.3 km hjól og 3.5 km hlaup. Mótið var einnig hluti af stigakeppni í Íslandsmótinu í þríþraut.

Þrátt fyrir snjókomu og mikinn kulda í morgunsárið var keppnin keyrð af stað á réttum tíma og Ármann kr. Ólafsson bæjarstjóri ræsti fyrsta hóp kl. 9:15. Keppni gekk almennt vel þó aðstæður hafi reynst sumum erfiðar einkum á hjólakaflanum.

Tæplega 100 þátttakendur voru skráðir til leiks í einstaklingsþrautina í bæði opnum flokki (A) og flokki byrjenda (B).  Einnig tóku um 100 manns þátt í fjölskylduþraut og nokkur lið samanstóðu af þremur kynslóðum. Ungir og upprennandi þríþrautarkappar á aldrinu 6-11 ára fengu loks að spreyta sig á tvíþraut á svæðinu. 

Helstu úrslit:

A flokkur

Konur

1. sæti: Sarah Cushing 45:03

2. sæti: Gígja Hrönn Árnadóttir 49:28

3. Þórunn Margrét Gunnarsdóttir 49:31

Karlar

1. sæti: Hákon Hrafn Sigurðsson 37:08

2. sæti: Sigurður Örn Ragnarsson 37:44

3. sæti: Rúnar Örn Ágústsson 38:03

Öll úrslit má finna á heimasíðu Þríkó


Tengdar fréttir

Struku frá Alcatraz-eyjunni

Átta Íslendingar tóku þátt í þríþrautarkeppni sem kallast Flóttinn frá Alcatraz í San Francisco í sumar. Um tvö þúsund manns taka þátt í keppninni árlega.

Stefna á 85 kílómetra hlaup

Elísabet Margeirsdóttir er með frábær innslög í Íslandi í dag þar sem fjallað er um hinar ýmsu útivistaríþróttir. Áhorfendur fá að kynnast fólki sem stundar þær af einskærri ástríðu en einnig þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin.








×