Þríþrautin verður sífellt vinsælli Rikka skrifar 24. júlí 2014 09:00 Mynd/Getty Þríþraut hefur sjaldan verið vinsælli en þessa dagana. Margar keppnir hafa verið haldnar á landinu í sumar og einhverjar eftir. Nokkrir keppendur hafa svo einnig farið erlendis til að sækja stærri keppnir heim. Í þríþraut er keppt í sundi, hlaupum og á hjóli og eru ýmsar vegalengdir farnar eftir því hverskonar keppni er í boði. Í Sprettþraut (super sprint) er keppt í 400 m sundi, 10 km á hjóli og 2,5 km hlaup Í Hálfólympískri þraut (sprint distance) er keppt í 750 m í sundi, 20 km á hjóli og 5 km hlaupi. Í Ólympísk þríþraut (olympic distance) eru það 1500 m í sundi, 40 km hjól og 10 km hlaup. Í Hálfum járnkarli (Half Ironman) eru það 1900 m sund, 90 km hjól og 21.1 km hlaup Í Járnkalli (Ironman) eru það 3,8 km sund, 180 km hjól og 42.2 km hlaup Einnig eru í boði ýmsar keppnir sem eru einungis með tveimur af þessum þremur greinum. Á heimasíðu Þríþrautarnefndar ÍSÍ er að finna upplýsingar um allar keppnir sem haldnar eru á Íslandi sem og félög sem hægt er að æfa með og þá er bara að byrja að koma sér í keppnisform. Heilsa Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið
Þríþraut hefur sjaldan verið vinsælli en þessa dagana. Margar keppnir hafa verið haldnar á landinu í sumar og einhverjar eftir. Nokkrir keppendur hafa svo einnig farið erlendis til að sækja stærri keppnir heim. Í þríþraut er keppt í sundi, hlaupum og á hjóli og eru ýmsar vegalengdir farnar eftir því hverskonar keppni er í boði. Í Sprettþraut (super sprint) er keppt í 400 m sundi, 10 km á hjóli og 2,5 km hlaup Í Hálfólympískri þraut (sprint distance) er keppt í 750 m í sundi, 20 km á hjóli og 5 km hlaupi. Í Ólympísk þríþraut (olympic distance) eru það 1500 m í sundi, 40 km hjól og 10 km hlaup. Í Hálfum járnkarli (Half Ironman) eru það 1900 m sund, 90 km hjól og 21.1 km hlaup Í Járnkalli (Ironman) eru það 3,8 km sund, 180 km hjól og 42.2 km hlaup Einnig eru í boði ýmsar keppnir sem eru einungis með tveimur af þessum þremur greinum. Á heimasíðu Þríþrautarnefndar ÍSÍ er að finna upplýsingar um allar keppnir sem haldnar eru á Íslandi sem og félög sem hægt er að æfa með og þá er bara að byrja að koma sér í keppnisform.
Heilsa Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið