„Stjórnvöld hafa ekki lært næstum því nógu mikið af hruninu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2015 13:04 Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segir ljóst að gífurleg þensla blasi við í íslensku efnahagslífi. Vísir/GVA Hagfræðiprófessor segir ljóst að gífurleg þensla blasi við í íslensku efnahagslífi. Mælar séu farnir að titra á svipaðan hátt og fyrir hrun en munurinn sé hins vegar sá að bankarnir hafi ekki jafn greiðan aðgang að erlendu lánsfé. Stjórnvöld hafi ekki lært nógu mikið af hruninu. Í þættinum Sprengisandi í morgun sagði Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor að myndin sem blasi nú við í íslensku efnahagslífi sé blönduð. Verðbólgan sé á leiðinni upp og vegna þess að verðtryggingarmálin séu óbreytt blasi við að höfuðstólar húsnæðislána byrji að hækka aftur. Þá sé mikil þensla á vinnumarkaði. „Það sárvantar vinnuafl, til dæmis í byggingariðnaðinn,“ sagði Þorvaldur. „Byggingakranarnir eru orðnir æði margir og þá rifjast upp kranakenningin um kreppur. En það sem hefur breyst er það að bankarnir eiga ekki lengur sama aðgang að erlendum viðskiptavinum og lánsfé. Því útlendingar láta ekki skaðbrenna sig tvisvar með skömmu millibili.“ Ef allt fari á versta veg, verði fórnarlömbin því nær eingöngu Íslendingar, en ekki erlendir einstaklingar eins og gerðist í hruninu. Segir Þorvaldur að sú verðhjöðnun sem nú er í landinu sé tímabundið vísitölumál. Ríkisstjórnin þurfi að ganga hægar um gleðinnar dyr. „Opinberar spár gera ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ári og þarnæsta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem fylgist vel með, varar við þessu og bendir einnig á að skuldir þjóðarbúsins og ríkisins við útlönd hafa lækkað miklu hraðar en til stóð og það er hluti skýringarinnar á því hvers vegna hjólin í efnahagslífinu eru farin að snúast þetta hratt. Og það er auðvitað fagnaðarefni, svo lengi sem menn missa ekki tök á þróuninni eins og menn hafa næstum alltaf gert áður. Vandinn er sá að stjórnvöld hafa bara ekki lært næstum því nógu mikið af hruninu. Sum þeirra halda meira að segja áfram að tala um hið svokallaða hrun.“ Tengdar fréttir Erlendir þættir ástæður verðhjöðnunarinnar Þýðir ekki að spár um ofhitnun í hagkerfinu séu rangar. 25. september 2015 12:28 Þenslumerki gera vart við sig Hratt dregur úr atvinnuleysi og erlent vinnuafl hefur margfaldast frá hruni. Brottflutningur menntaðs íslensks vinnuafls eykst einnig. Búist er við að atvinnuleysi minnki áfram næstu ár. 14. september 2015 07:00 Hafa áhyggjur af skorti á ráðdeild og aðhaldssemi í fjárlögum Sérfræðingur í greiningu Arion banka segir að fjárlagafrumvarp næsta árs endurspegli ekki mikla ráðdeild í ríkisfjármálum. Þá telur hann að skattalækkanir geti komið á röngum tíma og ýtt undir þenslu í hagkerfinu. 13. september 2015 13:37 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hagfræðiprófessor segir ljóst að gífurleg þensla blasi við í íslensku efnahagslífi. Mælar séu farnir að titra á svipaðan hátt og fyrir hrun en munurinn sé hins vegar sá að bankarnir hafi ekki jafn greiðan aðgang að erlendu lánsfé. Stjórnvöld hafi ekki lært nógu mikið af hruninu. Í þættinum Sprengisandi í morgun sagði Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor að myndin sem blasi nú við í íslensku efnahagslífi sé blönduð. Verðbólgan sé á leiðinni upp og vegna þess að verðtryggingarmálin séu óbreytt blasi við að höfuðstólar húsnæðislána byrji að hækka aftur. Þá sé mikil þensla á vinnumarkaði. „Það sárvantar vinnuafl, til dæmis í byggingariðnaðinn,“ sagði Þorvaldur. „Byggingakranarnir eru orðnir æði margir og þá rifjast upp kranakenningin um kreppur. En það sem hefur breyst er það að bankarnir eiga ekki lengur sama aðgang að erlendum viðskiptavinum og lánsfé. Því útlendingar láta ekki skaðbrenna sig tvisvar með skömmu millibili.“ Ef allt fari á versta veg, verði fórnarlömbin því nær eingöngu Íslendingar, en ekki erlendir einstaklingar eins og gerðist í hruninu. Segir Þorvaldur að sú verðhjöðnun sem nú er í landinu sé tímabundið vísitölumál. Ríkisstjórnin þurfi að ganga hægar um gleðinnar dyr. „Opinberar spár gera ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ári og þarnæsta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem fylgist vel með, varar við þessu og bendir einnig á að skuldir þjóðarbúsins og ríkisins við útlönd hafa lækkað miklu hraðar en til stóð og það er hluti skýringarinnar á því hvers vegna hjólin í efnahagslífinu eru farin að snúast þetta hratt. Og það er auðvitað fagnaðarefni, svo lengi sem menn missa ekki tök á þróuninni eins og menn hafa næstum alltaf gert áður. Vandinn er sá að stjórnvöld hafa bara ekki lært næstum því nógu mikið af hruninu. Sum þeirra halda meira að segja áfram að tala um hið svokallaða hrun.“
Tengdar fréttir Erlendir þættir ástæður verðhjöðnunarinnar Þýðir ekki að spár um ofhitnun í hagkerfinu séu rangar. 25. september 2015 12:28 Þenslumerki gera vart við sig Hratt dregur úr atvinnuleysi og erlent vinnuafl hefur margfaldast frá hruni. Brottflutningur menntaðs íslensks vinnuafls eykst einnig. Búist er við að atvinnuleysi minnki áfram næstu ár. 14. september 2015 07:00 Hafa áhyggjur af skorti á ráðdeild og aðhaldssemi í fjárlögum Sérfræðingur í greiningu Arion banka segir að fjárlagafrumvarp næsta árs endurspegli ekki mikla ráðdeild í ríkisfjármálum. Þá telur hann að skattalækkanir geti komið á röngum tíma og ýtt undir þenslu í hagkerfinu. 13. september 2015 13:37 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Erlendir þættir ástæður verðhjöðnunarinnar Þýðir ekki að spár um ofhitnun í hagkerfinu séu rangar. 25. september 2015 12:28
Þenslumerki gera vart við sig Hratt dregur úr atvinnuleysi og erlent vinnuafl hefur margfaldast frá hruni. Brottflutningur menntaðs íslensks vinnuafls eykst einnig. Búist er við að atvinnuleysi minnki áfram næstu ár. 14. september 2015 07:00
Hafa áhyggjur af skorti á ráðdeild og aðhaldssemi í fjárlögum Sérfræðingur í greiningu Arion banka segir að fjárlagafrumvarp næsta árs endurspegli ekki mikla ráðdeild í ríkisfjármálum. Þá telur hann að skattalækkanir geti komið á röngum tíma og ýtt undir þenslu í hagkerfinu. 13. september 2015 13:37