Þenslumerki gera vart við sig Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sveinn Arnarsson skrifa 14. september 2015 07:00 Á næstu árum mun erlendu innfluttu vinnuafli fjölga hér á landi á meðan hópur Íslendinga erlendis stækkar verulega. vísir/vilhelm Vinnumálastofnun spáir enn frekari samdrætti í atvinnuleysi á næsta ári og að á ársgrundvelli verði atvinnuleysi um 2,7 prósentustig. Einnig spáir stofnunin áframhaldandi vexti í innflutningi vinnuafls til landsins sem og auknum brottflutningi Íslendinga. Hagvöxtur síðustu sex mánaða mældist 5,2 prósent. Atvinnuleysi minnkar hratt, verðbólga eykst og innflutningur erlends vinnuafls eykst einnig. Seðlabankinn hefur í tvígang á árinu hækkað stýrivexti og ríkisstjórnin áformar að lækka skatta og afnema tolla á sérvöru. Ýmsir fræðingar hafa bent á að þenslumerki í hagkerfinu ættu að vera öllum sýnileg. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur ríkissjóð ekki standa í þensluhvetjandi aðgerðum og bendir á að höfrungahlaupið á vinnumarkaði sé ekki til bóta. „Launþegahreyfingin er týndi hlekkurinn á vinnumarkaði. Ríkissjóður er ekki að vinna að mannaflsfrekum framkvæmdum í dag,“ segir Bjarni. Í nýjum gögnum Vinnumálastofnunar kemur fram að vænta megi meira framboðs starfa fyrir ófaglærða og iðnaðarmenn en sem nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði næstu ár. Það muni skila sér í auknum innflutningi erlends vinnuafls til landsins. Að sama skapi segir í gögnum Vinnumálastofnunar að vænta megi minna framboðs starfa fyrir háskólamenntaða næstu árin en nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði nú þegar. Menntunarstig Íslendinga sem komi út á vinnumarkaðinn hafi stóraukist síðustu áratugi. Því sé líklegt að fleiri háskólamenntaðir verði atvinnulausir á næstu árum, brottflutningur þeirra af landi brott verði tíðari og að í ríkara mæli muni háskólamenntaðir sinna vinnu sem ekki hæfir menntun þeirra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir stöðuna á vinnumarkaði varhugaverða og telur menn þurfa að skipta um kúrs í þeim efnum. „Hér blasir við sú hætta að á Íslandi flytjist inn vinnuafl í láglaunastörf í vaxtargreinum eins og ferðaþjónustu á meðan frá landinu flytjist menntaðir Íslendingar sem gætu búið til mikil verðmæti í þekkingargreinum,“ segir hann. Þó dregið hafi gríðarlega úr atvinnuleysi í öllum hópum frá hruni virðist atvinnuleysi háskólamenntaðra minnka hægar en annarra. Því hefur hlutfall háskólamenntaðra meðal atvinnulausra aukist jafnt og þétt síðustu árin.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherraValgarðÞórólfur Matthíasson, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir margt benda til þenslumyndunar. „Það eru alls konar merki sem benda til þess að slakinn í efnahagslífinu sé búinn og farið er að ganga á hann,“ segir Þórólfur. Hann segir að þó sé ekki hægt að fullyrða að ástandið á vinnumarkaðnum sé orðið álíka og fyrir hrun. „Við búum enn við fjármagnshöft þannig að við höfum ekki sama innflæði fjármagns eins og við höfðum fyrir hrun. Að því leyti er ástandið ólíkt.“Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarHann segir að stjórnvöld verði að beita sér í meira mæli samhliða Seðlabankanum við að passa upp á að hér skapist ekki of mikil þensla. „Samtök atvinnulífsins hafa þegar bent á að óvarlegt er að fara út í þær skattalækkanir sem hafa verið boðaðar. Það þarf að samþætta fjármálapólitíkina og peningamálapólitíkina,“ segir Þórólfur og bendir á að það sé varhugavert að velta allri ábyrgð vegna þenslumyndunar yfir á Seðlabankann en það komi til með að valda vaxtahækkunum. „Og þeir [vextirnir] eru nú nógu háir fyrir af ýmsum ástæðum. Það væri æskilegra að beita fjárlögunum í meira mæli til að draga úr skattalækkunum og frestunum á framkvæmdum og þess háttar.“ Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Vinnumálastofnun spáir enn frekari samdrætti í atvinnuleysi á næsta ári og að á ársgrundvelli verði atvinnuleysi um 2,7 prósentustig. Einnig spáir stofnunin áframhaldandi vexti í innflutningi vinnuafls til landsins sem og auknum brottflutningi Íslendinga. Hagvöxtur síðustu sex mánaða mældist 5,2 prósent. Atvinnuleysi minnkar hratt, verðbólga eykst og innflutningur erlends vinnuafls eykst einnig. Seðlabankinn hefur í tvígang á árinu hækkað stýrivexti og ríkisstjórnin áformar að lækka skatta og afnema tolla á sérvöru. Ýmsir fræðingar hafa bent á að þenslumerki í hagkerfinu ættu að vera öllum sýnileg. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur ríkissjóð ekki standa í þensluhvetjandi aðgerðum og bendir á að höfrungahlaupið á vinnumarkaði sé ekki til bóta. „Launþegahreyfingin er týndi hlekkurinn á vinnumarkaði. Ríkissjóður er ekki að vinna að mannaflsfrekum framkvæmdum í dag,“ segir Bjarni. Í nýjum gögnum Vinnumálastofnunar kemur fram að vænta megi meira framboðs starfa fyrir ófaglærða og iðnaðarmenn en sem nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði næstu ár. Það muni skila sér í auknum innflutningi erlends vinnuafls til landsins. Að sama skapi segir í gögnum Vinnumálastofnunar að vænta megi minna framboðs starfa fyrir háskólamenntaða næstu árin en nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði nú þegar. Menntunarstig Íslendinga sem komi út á vinnumarkaðinn hafi stóraukist síðustu áratugi. Því sé líklegt að fleiri háskólamenntaðir verði atvinnulausir á næstu árum, brottflutningur þeirra af landi brott verði tíðari og að í ríkara mæli muni háskólamenntaðir sinna vinnu sem ekki hæfir menntun þeirra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir stöðuna á vinnumarkaði varhugaverða og telur menn þurfa að skipta um kúrs í þeim efnum. „Hér blasir við sú hætta að á Íslandi flytjist inn vinnuafl í láglaunastörf í vaxtargreinum eins og ferðaþjónustu á meðan frá landinu flytjist menntaðir Íslendingar sem gætu búið til mikil verðmæti í þekkingargreinum,“ segir hann. Þó dregið hafi gríðarlega úr atvinnuleysi í öllum hópum frá hruni virðist atvinnuleysi háskólamenntaðra minnka hægar en annarra. Því hefur hlutfall háskólamenntaðra meðal atvinnulausra aukist jafnt og þétt síðustu árin.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherraValgarðÞórólfur Matthíasson, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir margt benda til þenslumyndunar. „Það eru alls konar merki sem benda til þess að slakinn í efnahagslífinu sé búinn og farið er að ganga á hann,“ segir Þórólfur. Hann segir að þó sé ekki hægt að fullyrða að ástandið á vinnumarkaðnum sé orðið álíka og fyrir hrun. „Við búum enn við fjármagnshöft þannig að við höfum ekki sama innflæði fjármagns eins og við höfðum fyrir hrun. Að því leyti er ástandið ólíkt.“Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarHann segir að stjórnvöld verði að beita sér í meira mæli samhliða Seðlabankanum við að passa upp á að hér skapist ekki of mikil þensla. „Samtök atvinnulífsins hafa þegar bent á að óvarlegt er að fara út í þær skattalækkanir sem hafa verið boðaðar. Það þarf að samþætta fjármálapólitíkina og peningamálapólitíkina,“ segir Þórólfur og bendir á að það sé varhugavert að velta allri ábyrgð vegna þenslumyndunar yfir á Seðlabankann en það komi til með að valda vaxtahækkunum. „Og þeir [vextirnir] eru nú nógu háir fyrir af ýmsum ástæðum. Það væri æskilegra að beita fjárlögunum í meira mæli til að draga úr skattalækkunum og frestunum á framkvæmdum og þess háttar.“
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira