Símtalið frá Loga nær orðrétt í textanum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. apríl 2015 12:00 Vinsælt Horft var á myndbandið við lagið Í kvöld í um sjö þúsund skipti fyrsta sólarhringinn sem lagið var í loftinu. Hér má sjá Gauta í myndbandinu. Lag rapparans Emmsjé Gauta og Friðriks Dórs, sem ber titilinn Í kvöld, hefur vakið mikla athygli síðan það kom út í fyrradag. Textinn við lagið, sem saminn er af Gauta sjálfum, er opinskár og er rapparinn ákaflega hreinskilinn í laginu. „Þegar ég sem suma textana mína þarf ég að leggja þá frá mér í ákveðinn tíma og svo endurskrifa þá. En í þessu lagi settist ég bara niður og skrifaði. Ég ákvað að vera hreinskilinn og tala ekkert undir rós,“ segir Gauti Þeyr Másson. Sérstaka athygli vekur að í miðju laginu byrjar sími að hringja. Í textanum segir Gauti þá frá símtali frá Loga Pedro Stefánssyni tónlistarmanni, þar sem sá síðarnefndi réð Gauta heilt um samskipti við konur: „Logi hringdi í mig og sagði: Slakaðu á. Talandi um mig og mínar kvennafarir. Blóðpumpan er heil og þolir bara smá. Eyðileggur hana og þú endar aleinn.“ Gauti segir að eins og annað í laginu hafi símtalið gerst í alvöru og að hann hafi allt nánast orðrétt eftir vini sínum. „Já, Logi hringdi í mig,“ staðfestir Gauti eftir spurningu blaðamanns og bætir við: „Það er ótrúlega gott að eiga vini sem eru svona hreinskilnir.“ Logi Pedro segist sjálfur muna vel eftir símtalinu. „Já, ég man mjög skýrt eftir þessu, þó svo að ég fari ekki út í hvað ég sagði nákvæmlega. Þetta voru bara tveir góðir vinir að tala saman. Ég held að við getum þó öll viðurkennt að við höfum lent á villigötum í hjartamálum,“ útskýrir Logi. Textinn í laginu fjallar um daglegt líf rapparans og þá nánd sem starfsvettvangurinn skapar við skemmtanalífið. Þar leynast ýmsar freistingar. „Lagið er ekki uppgjör af neinu tagi. Þetta er bara ég að segja hvernig lífið mitt var á þeim tímapunkti sem textinn var saminn. Þetta er ég að koma til dyranna eins og ég er klæddur.“ Myndbandinu við lagið hefur verið vel tekið, en hægt er að horfa á það á YouTube. Því er leikstýrt af Frey Árnasyni fyrir Tjarnagötuna. Lagið verður á væntanlegri plötu Emmsjé Gauta, sem ber titilinn Vagg & Velta. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Lag rapparans Emmsjé Gauta og Friðriks Dórs, sem ber titilinn Í kvöld, hefur vakið mikla athygli síðan það kom út í fyrradag. Textinn við lagið, sem saminn er af Gauta sjálfum, er opinskár og er rapparinn ákaflega hreinskilinn í laginu. „Þegar ég sem suma textana mína þarf ég að leggja þá frá mér í ákveðinn tíma og svo endurskrifa þá. En í þessu lagi settist ég bara niður og skrifaði. Ég ákvað að vera hreinskilinn og tala ekkert undir rós,“ segir Gauti Þeyr Másson. Sérstaka athygli vekur að í miðju laginu byrjar sími að hringja. Í textanum segir Gauti þá frá símtali frá Loga Pedro Stefánssyni tónlistarmanni, þar sem sá síðarnefndi réð Gauta heilt um samskipti við konur: „Logi hringdi í mig og sagði: Slakaðu á. Talandi um mig og mínar kvennafarir. Blóðpumpan er heil og þolir bara smá. Eyðileggur hana og þú endar aleinn.“ Gauti segir að eins og annað í laginu hafi símtalið gerst í alvöru og að hann hafi allt nánast orðrétt eftir vini sínum. „Já, Logi hringdi í mig,“ staðfestir Gauti eftir spurningu blaðamanns og bætir við: „Það er ótrúlega gott að eiga vini sem eru svona hreinskilnir.“ Logi Pedro segist sjálfur muna vel eftir símtalinu. „Já, ég man mjög skýrt eftir þessu, þó svo að ég fari ekki út í hvað ég sagði nákvæmlega. Þetta voru bara tveir góðir vinir að tala saman. Ég held að við getum þó öll viðurkennt að við höfum lent á villigötum í hjartamálum,“ útskýrir Logi. Textinn í laginu fjallar um daglegt líf rapparans og þá nánd sem starfsvettvangurinn skapar við skemmtanalífið. Þar leynast ýmsar freistingar. „Lagið er ekki uppgjör af neinu tagi. Þetta er bara ég að segja hvernig lífið mitt var á þeim tímapunkti sem textinn var saminn. Þetta er ég að koma til dyranna eins og ég er klæddur.“ Myndbandinu við lagið hefur verið vel tekið, en hægt er að horfa á það á YouTube. Því er leikstýrt af Frey Árnasyni fyrir Tjarnagötuna. Lagið verður á væntanlegri plötu Emmsjé Gauta, sem ber titilinn Vagg & Velta.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira