Símtalið frá Loga nær orðrétt í textanum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. apríl 2015 12:00 Vinsælt Horft var á myndbandið við lagið Í kvöld í um sjö þúsund skipti fyrsta sólarhringinn sem lagið var í loftinu. Hér má sjá Gauta í myndbandinu. Lag rapparans Emmsjé Gauta og Friðriks Dórs, sem ber titilinn Í kvöld, hefur vakið mikla athygli síðan það kom út í fyrradag. Textinn við lagið, sem saminn er af Gauta sjálfum, er opinskár og er rapparinn ákaflega hreinskilinn í laginu. „Þegar ég sem suma textana mína þarf ég að leggja þá frá mér í ákveðinn tíma og svo endurskrifa þá. En í þessu lagi settist ég bara niður og skrifaði. Ég ákvað að vera hreinskilinn og tala ekkert undir rós,“ segir Gauti Þeyr Másson. Sérstaka athygli vekur að í miðju laginu byrjar sími að hringja. Í textanum segir Gauti þá frá símtali frá Loga Pedro Stefánssyni tónlistarmanni, þar sem sá síðarnefndi réð Gauta heilt um samskipti við konur: „Logi hringdi í mig og sagði: Slakaðu á. Talandi um mig og mínar kvennafarir. Blóðpumpan er heil og þolir bara smá. Eyðileggur hana og þú endar aleinn.“ Gauti segir að eins og annað í laginu hafi símtalið gerst í alvöru og að hann hafi allt nánast orðrétt eftir vini sínum. „Já, Logi hringdi í mig,“ staðfestir Gauti eftir spurningu blaðamanns og bætir við: „Það er ótrúlega gott að eiga vini sem eru svona hreinskilnir.“ Logi Pedro segist sjálfur muna vel eftir símtalinu. „Já, ég man mjög skýrt eftir þessu, þó svo að ég fari ekki út í hvað ég sagði nákvæmlega. Þetta voru bara tveir góðir vinir að tala saman. Ég held að við getum þó öll viðurkennt að við höfum lent á villigötum í hjartamálum,“ útskýrir Logi. Textinn í laginu fjallar um daglegt líf rapparans og þá nánd sem starfsvettvangurinn skapar við skemmtanalífið. Þar leynast ýmsar freistingar. „Lagið er ekki uppgjör af neinu tagi. Þetta er bara ég að segja hvernig lífið mitt var á þeim tímapunkti sem textinn var saminn. Þetta er ég að koma til dyranna eins og ég er klæddur.“ Myndbandinu við lagið hefur verið vel tekið, en hægt er að horfa á það á YouTube. Því er leikstýrt af Frey Árnasyni fyrir Tjarnagötuna. Lagið verður á væntanlegri plötu Emmsjé Gauta, sem ber titilinn Vagg & Velta. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Lag rapparans Emmsjé Gauta og Friðriks Dórs, sem ber titilinn Í kvöld, hefur vakið mikla athygli síðan það kom út í fyrradag. Textinn við lagið, sem saminn er af Gauta sjálfum, er opinskár og er rapparinn ákaflega hreinskilinn í laginu. „Þegar ég sem suma textana mína þarf ég að leggja þá frá mér í ákveðinn tíma og svo endurskrifa þá. En í þessu lagi settist ég bara niður og skrifaði. Ég ákvað að vera hreinskilinn og tala ekkert undir rós,“ segir Gauti Þeyr Másson. Sérstaka athygli vekur að í miðju laginu byrjar sími að hringja. Í textanum segir Gauti þá frá símtali frá Loga Pedro Stefánssyni tónlistarmanni, þar sem sá síðarnefndi réð Gauta heilt um samskipti við konur: „Logi hringdi í mig og sagði: Slakaðu á. Talandi um mig og mínar kvennafarir. Blóðpumpan er heil og þolir bara smá. Eyðileggur hana og þú endar aleinn.“ Gauti segir að eins og annað í laginu hafi símtalið gerst í alvöru og að hann hafi allt nánast orðrétt eftir vini sínum. „Já, Logi hringdi í mig,“ staðfestir Gauti eftir spurningu blaðamanns og bætir við: „Það er ótrúlega gott að eiga vini sem eru svona hreinskilnir.“ Logi Pedro segist sjálfur muna vel eftir símtalinu. „Já, ég man mjög skýrt eftir þessu, þó svo að ég fari ekki út í hvað ég sagði nákvæmlega. Þetta voru bara tveir góðir vinir að tala saman. Ég held að við getum þó öll viðurkennt að við höfum lent á villigötum í hjartamálum,“ útskýrir Logi. Textinn í laginu fjallar um daglegt líf rapparans og þá nánd sem starfsvettvangurinn skapar við skemmtanalífið. Þar leynast ýmsar freistingar. „Lagið er ekki uppgjör af neinu tagi. Þetta er bara ég að segja hvernig lífið mitt var á þeim tímapunkti sem textinn var saminn. Þetta er ég að koma til dyranna eins og ég er klæddur.“ Myndbandinu við lagið hefur verið vel tekið, en hægt er að horfa á það á YouTube. Því er leikstýrt af Frey Árnasyni fyrir Tjarnagötuna. Lagið verður á væntanlegri plötu Emmsjé Gauta, sem ber titilinn Vagg & Velta.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið