Innlent

Umfangsmikilli leit að Herði haldið áfram í morgun

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Lögreglunni hefur borist fjöldi vísbendinga í tengslum við leitina að Herði.
Lögreglunni hefur borist fjöldi vísbendinga í tengslum við leitina að Herði.
Björgunarsveitarmenn halda áfram umfangsmikilli leit að Herði Björnssyni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fjöldi vísbendinga hefur borist lögreglu í tengslum við leitina sem nú er verið að skoða.

Á annað hundrað björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Herði í gær. Leitað var á útivistarsvæðum og í hellum nærri höfuðborgarsvæðinu. Síðast er vitað um ferðir Harðar á Laugárásveginum í Reykjavík 14. október. Þá var hann á gangi um nótt skólaus.

Hörður er 188 sentímetrar á hæð, grannur með hvítt sítt hár og rautt skegg.

Byrjuðu leit klukkan níu

Skipulögð leit að Herði hófst á ný í morgun en um fjörtíu björgunarsveitarmenn taka þátt í henni. Hjálmar Örn Guðmarsson í svæðisstjórn björgunarsveita stýrir leitinni í dag.

„Við erum byrjuð að leita, byrjuðum klukkan níu í morgun. Við erum að halda áfram með skipulögð svæði og skipulagða leit þar sem frá var horfið í gær. Næstu skref er að fylgja eftir þeim vísbendingum sem inn hafa komið á borð lögreglunnar,“ segir hann.

Margar vísbendingar

Hann segir lögreglu hafa borist fjöldi vísbendinga í tengslum við leitina.

„Við höfum bara verið að meta það með lögreglunni hvað eigi við rök að styðjast og ekki,“ segir hann.

Hjálmar hvetur alla sem telja sig hafa séð til Harðar að hafa samband við lögregluna.

„Við reiknum með hann geti verið á ferðinni eða þá verið einhverstaðar í húsaskjóli eða svoleiðis. Við teljum það mjög mikilvægt að fólk gefi upplýsingar ef það telur sig hafa séð hann og hafi samband við lögreglu,“ sagði Hjálmar Örn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×