Frestun Dýrafjarðarganga? Nei, takk! Ásthildur Sturludóttir skrifar 28. júlí 2015 07:00 Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna „frestun á framkvæmdum“ um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna. Þeir eru forsenda samreksturs heilbrigðisstofnana og samnýtingar starfsfólks. Þær eru forsenda reksturs á sameiginlegum embættum sýslumanns, lögreglustjóra, skattstjóra, starfi minjavarðar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Án vegabóta verður aldrei hægt að ná þeim slagkrafti sem nauðsynlegur er starfsemi þessari. Nú eða til að ná fram þeim sparnaði og fagmennsku sem sameining heilbrigðisstofnana og sýslumannsembætta áttu að skila svæðinu. Án Dýrafjarðarganga verður sameining stofnana á svæðinu ekkert annað en sameiginleg kennitala. Nýlega kom formaður samgöngunefndar og þingmaður Norðvesturkjördæmis fram og sagði að göng undir Fjarðarheiði ættu að færast fremst í röð jarðgangaframkvæmda og hægt yrði að bjóða þau út á næsta ári, enda væri pólitískur vilji fyrir framkvæmdinni. Ég hef mikinn skilning á því að bæta þurfi samgöngur til Seyðisfjarðar, hins vegar finnst Vestfirðingum athyglisvert að flýta þurfi framkvæmdum við fjórðu göngin í NA-kjördæmi – enn og aftur á kostnað Dýrafjarðarganga. Rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga eru varla hafnar, en Dýrafjarðargöng hafa verið tilbúin til útboðs í næstum 10 ár! Þjóðin hefur ekki efni á því að gera önnur dýr mistök vegna fljótfærni við gangagerð, sbr. Vaðlaheiðargöng, þar sem mikill afsláttur var gefinn af rannsóknum. Framkvæmdin við Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi og mun soga til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Á meðan verður varla borað í gegnum mörg önnur fjöll! Í hugum okkar Vestfirðinga væri frekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Sjá meira
Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna „frestun á framkvæmdum“ um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna. Þeir eru forsenda samreksturs heilbrigðisstofnana og samnýtingar starfsfólks. Þær eru forsenda reksturs á sameiginlegum embættum sýslumanns, lögreglustjóra, skattstjóra, starfi minjavarðar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Án vegabóta verður aldrei hægt að ná þeim slagkrafti sem nauðsynlegur er starfsemi þessari. Nú eða til að ná fram þeim sparnaði og fagmennsku sem sameining heilbrigðisstofnana og sýslumannsembætta áttu að skila svæðinu. Án Dýrafjarðarganga verður sameining stofnana á svæðinu ekkert annað en sameiginleg kennitala. Nýlega kom formaður samgöngunefndar og þingmaður Norðvesturkjördæmis fram og sagði að göng undir Fjarðarheiði ættu að færast fremst í röð jarðgangaframkvæmda og hægt yrði að bjóða þau út á næsta ári, enda væri pólitískur vilji fyrir framkvæmdinni. Ég hef mikinn skilning á því að bæta þurfi samgöngur til Seyðisfjarðar, hins vegar finnst Vestfirðingum athyglisvert að flýta þurfi framkvæmdum við fjórðu göngin í NA-kjördæmi – enn og aftur á kostnað Dýrafjarðarganga. Rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga eru varla hafnar, en Dýrafjarðargöng hafa verið tilbúin til útboðs í næstum 10 ár! Þjóðin hefur ekki efni á því að gera önnur dýr mistök vegna fljótfærni við gangagerð, sbr. Vaðlaheiðargöng, þar sem mikill afsláttur var gefinn af rannsóknum. Framkvæmdin við Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi og mun soga til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Á meðan verður varla borað í gegnum mörg önnur fjöll! Í hugum okkar Vestfirðinga væri frekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun