Spillingin sem læðist Jón Ólafsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Spilling, hvar sem hún viðgengst, er dýr. Rannsóknir sýna að spilling getur komið í veg fyrir að lýðræði sé virt og hún grefur undan réttarríkinu. Spilling getur sóað náttúruauðlindum og valdið umhverfistjóni. Hún skaðar samkeppni og afskræmir eðlileg viðskipta- og markaðstengsl. Spilling er eins konar tæring í samfélagsgerðinni. Hún grefur undan trausti á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins. M.ö.o. spilling skapar vandamál sem ekkert samfélag hefur efni á að leiða hjá sér. Til að takast á við þau þarf að beina skipulögðum aðgerðum að rótum vandans. En hverjar eru rætur spillingar? Í opinberri umræðu gætir tilhneigingar til að skilgreina spillingu þröngt og því gjarnan haldið fram að um einstök tilfelli sé að ræða þar sem óheiðarlegir eða siðlausir einstaklingar eiga í hlut. Mútur og mútuþægni eru dæmi um þrönga og mjög afmarkaða skilgreiningu á spillingu. Seðlabúnt eða pyngja undir borðið er frumstæð og aldagömul birtingarmynd spillingar. Í nútímasamfélagi eru fleiri og margslungnari leiðir til að múta fulltrúum fyrirtækja eða hins opinbera. Leiðir sérhagsmuna, frænd- og vinahygli birtast líka í mörgu öðru en mútum. Vandinn við þrönga skilgreiningu spillingar er að með henni er horft fram hjá þeirri staðreynd að stjórnsýsla vestrænna ríkja hefur á undanförnum 20-30 árum verið að umbreytast og færast frá miðstýrðu valdi ríkisins yfir í dreifstýrt kerfi markaðshagsmuna. Þetta umhverfi umbreytinga hefur borið með sér nýja og aukna spillingarhvata og freistnivanda í viðskiptum og stjórnmálum. Nýsköpunin í leiðum til að hagnast persónulega á kostnað samfélagsins hefur blómstrað og í raun sett lýðræðislega og pólitíska ábyrgð í uppnám. En um leið og spillingarhvatar hafa aukist, hefur spilling orðið ósýnilegri.Sníkjulíf á samfélaginu Þar sem spilling ríkir lifa einstaklingar og hópar sníkjulífi á samfélaginu. Þetta getur verið fólk í opinberum stöðum, þar á meðal kjörnir fulltrúar, en spilling nær einnig til einkageirans að svo miklu leyti sem starfsemi fyrirtækja byggir á trausti almennings. Í þessu flókna umhverfi þrífst ný tegund spillingar, þ.e. lúmsk spilling sem læðist, lætur lítið yfir sér; ekki er nauðsynlegt að lög séu brotin, en túlkun reglna er hagrætt, oft í annarlegum tilgangi. Vísað er til þessarar nýju tegundar spillingar í vestrænum samfélögum sem brots gegn trausti almennings (e. violation of public trust). Skilgreining á rót þessa vandamáls er hápólitísk. Skilgreiningin gefur ekki aðeins vísbendingu um það til hvers konar aðgerða stjórnvöld þurfa að grípa, heldur afhjúpar hún líka vilja eða viljaleysi til að viðurkenna tilvist spillingar eða spillingarhættu og þar með að aðgerða sé þörf. Afmörkuð og tæknileg skilgreining á spillingu getur leitt til mjög takmarkaðra aðgerða, jafnvel aðgerðaleysis, meðan almennari en um leið lýsandi skilgreining getur gefið vísbendingar um skipulagða nálgun og mismunandi aðgerðir á ólíkum stigum samfélagsins. Eitt er að skilgreina spillingu; annað að fullyrða að hún viðgangist. Eitt vandamálið þar sem spilling ríkir er að spillt kerfi lætur ekki svo auðveldlega rannsaka sig. Sjúklingur sem hafnar rannsóknum gerir lækninn ráðalausan. Þótt reyndir læknar þekki einkennin og geti greint sjúkdóm án frekari rannsókna er erfitt að réttlæta inngrip nema staðfesta grunsemdir með rannsóknum. Þegar þess er krafist að réttlæta þurfi aðgerðir gegn spillingu með rannsóknum sem sanna tilvist spillingar, er oftast ekkert aðhafst; sjúklingurinn segist vera heilbrigður, en einkennin tala sínu máli. Tæring kerfisins innan frá skapar vantraust á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins, misbeiting valds og ábyrgðarleysi fær að viðgangast.Margar spillingarhættur Leitin að spillingunni sjálfri er því ekki vísasta leiðin til árangurs. Betur fer á því að hugsa um spillingu á sama hátt og um stefnumótun í lýðheilsumálum sem miðar að því að fyrirbyggja vandamál með því m.a. að bæta umhverfi, auka hreinlæti og breyta mannlegri hegðun sem er undirrót lífsstílssjúkdóma. Í stað þess að leita spillingarinnar er betra að beina sjónum að aðstæðum sem eru líklegar til að hvetja til eða skapa spillingu og spyrja hvernig breyta megi slíkum aðstæðum og lágmarka spillingarhættur. Spillingarhættur í íslensku samfélagi eru margar: smæð samfélagsins, skyldleiki og vinátta innan stjórnkerfis og atvinnulífs, skortur á starfsfólki með viðeigandi þekkingu og þjálfun í stjórnsýslu, óformlegir stjórnarhættir, hraðar og illa ígrundaðar ákvarðanir, óljós stefnumótun og slök eftirfylgni, aðhaldsleysi ráðamanna, veikir fjölmiðlar og óburðugt borgarasamfélag eru kjöraðstæður spillingar í stjórnsýslu nútímans. Trúverðugleiki er fjöregg opinberrar stjórnsýslu. Til að byggja upp og viðhalda trausti á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins þarf að skapa trúverðugleika. Til þess að það sé mögulegt þarf að greina og viðurkenna hætturnar þar sem spilling getur þrifist og gera viðeigandi ráðstafanir til að minnka líkur á og helst fyrirbyggja að spillt hegðun geti viðgengist. Það eitt að aðstæðurnar, sem auka líkur á spilltri hegðun, eru til staðar nægir til að grafa undan trausti á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Spilling, hvar sem hún viðgengst, er dýr. Rannsóknir sýna að spilling getur komið í veg fyrir að lýðræði sé virt og hún grefur undan réttarríkinu. Spilling getur sóað náttúruauðlindum og valdið umhverfistjóni. Hún skaðar samkeppni og afskræmir eðlileg viðskipta- og markaðstengsl. Spilling er eins konar tæring í samfélagsgerðinni. Hún grefur undan trausti á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins. M.ö.o. spilling skapar vandamál sem ekkert samfélag hefur efni á að leiða hjá sér. Til að takast á við þau þarf að beina skipulögðum aðgerðum að rótum vandans. En hverjar eru rætur spillingar? Í opinberri umræðu gætir tilhneigingar til að skilgreina spillingu þröngt og því gjarnan haldið fram að um einstök tilfelli sé að ræða þar sem óheiðarlegir eða siðlausir einstaklingar eiga í hlut. Mútur og mútuþægni eru dæmi um þrönga og mjög afmarkaða skilgreiningu á spillingu. Seðlabúnt eða pyngja undir borðið er frumstæð og aldagömul birtingarmynd spillingar. Í nútímasamfélagi eru fleiri og margslungnari leiðir til að múta fulltrúum fyrirtækja eða hins opinbera. Leiðir sérhagsmuna, frænd- og vinahygli birtast líka í mörgu öðru en mútum. Vandinn við þrönga skilgreiningu spillingar er að með henni er horft fram hjá þeirri staðreynd að stjórnsýsla vestrænna ríkja hefur á undanförnum 20-30 árum verið að umbreytast og færast frá miðstýrðu valdi ríkisins yfir í dreifstýrt kerfi markaðshagsmuna. Þetta umhverfi umbreytinga hefur borið með sér nýja og aukna spillingarhvata og freistnivanda í viðskiptum og stjórnmálum. Nýsköpunin í leiðum til að hagnast persónulega á kostnað samfélagsins hefur blómstrað og í raun sett lýðræðislega og pólitíska ábyrgð í uppnám. En um leið og spillingarhvatar hafa aukist, hefur spilling orðið ósýnilegri.Sníkjulíf á samfélaginu Þar sem spilling ríkir lifa einstaklingar og hópar sníkjulífi á samfélaginu. Þetta getur verið fólk í opinberum stöðum, þar á meðal kjörnir fulltrúar, en spilling nær einnig til einkageirans að svo miklu leyti sem starfsemi fyrirtækja byggir á trausti almennings. Í þessu flókna umhverfi þrífst ný tegund spillingar, þ.e. lúmsk spilling sem læðist, lætur lítið yfir sér; ekki er nauðsynlegt að lög séu brotin, en túlkun reglna er hagrætt, oft í annarlegum tilgangi. Vísað er til þessarar nýju tegundar spillingar í vestrænum samfélögum sem brots gegn trausti almennings (e. violation of public trust). Skilgreining á rót þessa vandamáls er hápólitísk. Skilgreiningin gefur ekki aðeins vísbendingu um það til hvers konar aðgerða stjórnvöld þurfa að grípa, heldur afhjúpar hún líka vilja eða viljaleysi til að viðurkenna tilvist spillingar eða spillingarhættu og þar með að aðgerða sé þörf. Afmörkuð og tæknileg skilgreining á spillingu getur leitt til mjög takmarkaðra aðgerða, jafnvel aðgerðaleysis, meðan almennari en um leið lýsandi skilgreining getur gefið vísbendingar um skipulagða nálgun og mismunandi aðgerðir á ólíkum stigum samfélagsins. Eitt er að skilgreina spillingu; annað að fullyrða að hún viðgangist. Eitt vandamálið þar sem spilling ríkir er að spillt kerfi lætur ekki svo auðveldlega rannsaka sig. Sjúklingur sem hafnar rannsóknum gerir lækninn ráðalausan. Þótt reyndir læknar þekki einkennin og geti greint sjúkdóm án frekari rannsókna er erfitt að réttlæta inngrip nema staðfesta grunsemdir með rannsóknum. Þegar þess er krafist að réttlæta þurfi aðgerðir gegn spillingu með rannsóknum sem sanna tilvist spillingar, er oftast ekkert aðhafst; sjúklingurinn segist vera heilbrigður, en einkennin tala sínu máli. Tæring kerfisins innan frá skapar vantraust á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins, misbeiting valds og ábyrgðarleysi fær að viðgangast.Margar spillingarhættur Leitin að spillingunni sjálfri er því ekki vísasta leiðin til árangurs. Betur fer á því að hugsa um spillingu á sama hátt og um stefnumótun í lýðheilsumálum sem miðar að því að fyrirbyggja vandamál með því m.a. að bæta umhverfi, auka hreinlæti og breyta mannlegri hegðun sem er undirrót lífsstílssjúkdóma. Í stað þess að leita spillingarinnar er betra að beina sjónum að aðstæðum sem eru líklegar til að hvetja til eða skapa spillingu og spyrja hvernig breyta megi slíkum aðstæðum og lágmarka spillingarhættur. Spillingarhættur í íslensku samfélagi eru margar: smæð samfélagsins, skyldleiki og vinátta innan stjórnkerfis og atvinnulífs, skortur á starfsfólki með viðeigandi þekkingu og þjálfun í stjórnsýslu, óformlegir stjórnarhættir, hraðar og illa ígrundaðar ákvarðanir, óljós stefnumótun og slök eftirfylgni, aðhaldsleysi ráðamanna, veikir fjölmiðlar og óburðugt borgarasamfélag eru kjöraðstæður spillingar í stjórnsýslu nútímans. Trúverðugleiki er fjöregg opinberrar stjórnsýslu. Til að byggja upp og viðhalda trausti á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins þarf að skapa trúverðugleika. Til þess að það sé mögulegt þarf að greina og viðurkenna hætturnar þar sem spilling getur þrifist og gera viðeigandi ráðstafanir til að minnka líkur á og helst fyrirbyggja að spillt hegðun geti viðgengist. Það eitt að aðstæðurnar, sem auka líkur á spilltri hegðun, eru til staðar nægir til að grafa undan trausti á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar