Jón Gnarr, Guð, Jón Sig. og kennivaldið Kristín Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Jón Gnarr er óvenjulegur maður. Hann tekur upp á óvenjulegum hlutum, hugsar óvenju mikið upphátt, en ólíkt mörgum öðrum talar hann aldrei niður til fólks eða sýnir því hroka. Hann hefur deilt með okkur leit sinni að Guði. Áður leitaði hann Guðs meðal kaþólskra en hefur nú misst sjónar á honum. Hann hefur pælt sig í gegnum Biblíuna sem fæst okkar hafa treyst sér til að gera eða talið tímans virði, en er nú kominn að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Það er ekki óeðlileg niðurstaða ef gerðar eru röklegar kröfur. Mörg okkar láta sér nægja að bíða og sjá til hvort málin skýrast ekki síðar, ef til vill á efsta degi. Víst er að ekki er gagn að því að leita uppruna efnislegs alheims í Biblíunni. Hún er barn síns tíma, endurspeglar hugmyndaheima fornaldar og miðalda, sýnir að menn hafa alla tíð leitað skýringa á lífsgátunni, en útskýringu á efnislegum alheimi er vart að finna þar. Gildi hennar er fólgið í öðru. Jón Sigurðsson ritar grein í Pressuna 16. febrúar í tilefni af grein Jóns Gnarr 14. febrúar í Fréttablaðinu. Jón S. túlkar málflutning nafna síns Gnarr af skilningi og hlýju, telur hann kristinn mann þrátt fyrir allt og nefnir Helgakver og glímu skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thomsen við trú sína máli sínu til stuðnings. Báðir eru þeir Jónarnir „fyrrverandi“, Jón Sigurðsson nefnir sig fyrrverandi skólastjóra og gæti talið margt fleira til en Jón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri. Nú mætti segja að þeir væru báðir „ekki neitt“, þeir tala ekki í krafti valds heldur í einlægni sem fullorðnir menn í glímu við lífsgátuna.Handhafi kennivalds Þriðjudaginn 17. febrúar steig handhafi kennivalds fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Hann sagði meðal annars: „Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð … Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan.“ Ég hef lesið grein Jóns Gnarr aftur og aftur en ég finn ekki neina dóma þar um trúmenn. Hrapar ekki sr. Sigurður sjálfur að léttvægum dómi um Jón Gnarr og einlæga leit hans að Guði, og hæðist jafnvel að honum? Ber ekki að hlusta og íhuga þegar menn tjá sig af heilum hug, þrátt fyrir að maður hafi komist að annarri niðurstöðu eða vilji að minnsta kosti ekki taka jafn afdráttarlausa afstöðu og Jón Gnarr? Jón Gnarr sýndi ekki hroka í embætti sínu sem borgarstjóri. Hann beitti vissulega stundum leikaraskap eða hafði uppi leikræna tilburði en hann talaði ekki niður til fólks í krafti valds síns. Nú talar hann af einlægni af valdalausum stóli. Mættu aðrir af því læra, ekki síst þeir sem kennivaldið hafa. Margir eru leitandi, jafnvel sálmaskáldið Matthías Jochumsson orti: „Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta …“ Marga kosti er um að velja á vorum tímum. Lengi má tína til sögur af misbeitingu valds í nafni trúarbragða fyrr og síðar. Samt virðist kristnin vera besti kosturinn, siðaboðskapur hennar, líknar-, kærleiks- og friðarboðskapur. Þeir sem kennivaldið hafa skyldu varast að beita því til tyftunar en iðka fremur skilningsríka framkomu, hlýju og umburðarlyndi og stuðla í einlægni að sáttum milli einstaklinga, hópa og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr er óvenjulegur maður. Hann tekur upp á óvenjulegum hlutum, hugsar óvenju mikið upphátt, en ólíkt mörgum öðrum talar hann aldrei niður til fólks eða sýnir því hroka. Hann hefur deilt með okkur leit sinni að Guði. Áður leitaði hann Guðs meðal kaþólskra en hefur nú misst sjónar á honum. Hann hefur pælt sig í gegnum Biblíuna sem fæst okkar hafa treyst sér til að gera eða talið tímans virði, en er nú kominn að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Það er ekki óeðlileg niðurstaða ef gerðar eru röklegar kröfur. Mörg okkar láta sér nægja að bíða og sjá til hvort málin skýrast ekki síðar, ef til vill á efsta degi. Víst er að ekki er gagn að því að leita uppruna efnislegs alheims í Biblíunni. Hún er barn síns tíma, endurspeglar hugmyndaheima fornaldar og miðalda, sýnir að menn hafa alla tíð leitað skýringa á lífsgátunni, en útskýringu á efnislegum alheimi er vart að finna þar. Gildi hennar er fólgið í öðru. Jón Sigurðsson ritar grein í Pressuna 16. febrúar í tilefni af grein Jóns Gnarr 14. febrúar í Fréttablaðinu. Jón S. túlkar málflutning nafna síns Gnarr af skilningi og hlýju, telur hann kristinn mann þrátt fyrir allt og nefnir Helgakver og glímu skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thomsen við trú sína máli sínu til stuðnings. Báðir eru þeir Jónarnir „fyrrverandi“, Jón Sigurðsson nefnir sig fyrrverandi skólastjóra og gæti talið margt fleira til en Jón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri. Nú mætti segja að þeir væru báðir „ekki neitt“, þeir tala ekki í krafti valds heldur í einlægni sem fullorðnir menn í glímu við lífsgátuna.Handhafi kennivalds Þriðjudaginn 17. febrúar steig handhafi kennivalds fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Hann sagði meðal annars: „Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð … Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan.“ Ég hef lesið grein Jóns Gnarr aftur og aftur en ég finn ekki neina dóma þar um trúmenn. Hrapar ekki sr. Sigurður sjálfur að léttvægum dómi um Jón Gnarr og einlæga leit hans að Guði, og hæðist jafnvel að honum? Ber ekki að hlusta og íhuga þegar menn tjá sig af heilum hug, þrátt fyrir að maður hafi komist að annarri niðurstöðu eða vilji að minnsta kosti ekki taka jafn afdráttarlausa afstöðu og Jón Gnarr? Jón Gnarr sýndi ekki hroka í embætti sínu sem borgarstjóri. Hann beitti vissulega stundum leikaraskap eða hafði uppi leikræna tilburði en hann talaði ekki niður til fólks í krafti valds síns. Nú talar hann af einlægni af valdalausum stóli. Mættu aðrir af því læra, ekki síst þeir sem kennivaldið hafa. Margir eru leitandi, jafnvel sálmaskáldið Matthías Jochumsson orti: „Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta …“ Marga kosti er um að velja á vorum tímum. Lengi má tína til sögur af misbeitingu valds í nafni trúarbragða fyrr og síðar. Samt virðist kristnin vera besti kosturinn, siðaboðskapur hennar, líknar-, kærleiks- og friðarboðskapur. Þeir sem kennivaldið hafa skyldu varast að beita því til tyftunar en iðka fremur skilningsríka framkomu, hlýju og umburðarlyndi og stuðla í einlægni að sáttum milli einstaklinga, hópa og þjóða.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun