Í velsæld í vestrænum velferðarkerfum? Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Tveir breskir ráðherrar hafa nýverið sagt að breyta þurfi reglum um frjálsa för ESB-borgara til að stöðva velferðartúrisma. Verði reglunum ekki breytt geti reynst nauðsynlegt fyrir Bretland að yfirgefa evrópska samstarfið. Þeir vilja m.a. hafa möguleika á að senda ESB/EES-borgara úr landi og að takmarka félagsleg réttindi þeirra. ESB-borgarar mega dvelja í öðrum ESB ríkjum á grundvelli reglna um sambandsborgara sem eiga sér ekki samsvörun í EES. Þeir eiga líka rétt á frjálsri för á grundvelli launþegareglnanna sem einnig hafa verið teknar upp í ESS. En eru launþegareglurnar þannig að raunveruleg hætta sé á að ríkisborgarar annarra Evrópuríkja komi hingað til lands til að misnota velferðarkerfið?Launþegareglur EES ávísun á velferðarkerfi? Samkvæmt launþegareglunum fá þeir sem koma hingað til lands, án þess að hafa hug á að vinna, ekki dvalarleyfi nema sýna fram á að þeir hafi framfærslueyri. Réttindi vinnandi EES-borgara til að dvelja hér ráðast af dvalartíma. Eftir fimm ár við störf fá þeir búsetuleyfi og verða ekki sendir úr landi þótt þeir missi vinnuna. Fjölskyldum þeirra er líka heimilt að vera hér á landi. Hafi EES-borgari unnið hérlendis skemur en fimm ár þegar hann missir vinnu er áframhaldandi dvalarleyfi bundið virkri atvinnuleit. Fjárhæð bóta er tengd tíma á vinnumarkaði. Torvelt er að sjá verulega hættu á misnotkun velferðarkerfis.Er til bóta að breyta reglunum? Sumar þeirra takmarkana sem bresku ráðherrarnir vilja eru til staðar í reglum ESB og spurning hvort þær nægi ekki til að vinna gegn misnotkun velferðarkerfa. Kröfur um mismunun í aðgangi að félagslegum réttindum yrði að telja andstæðar grunnreglum ESB. Þingkosningar eru í Bretlandi á þessu ári. Vera má að ráðherrarnir telji harðlínu líklega til að vinna atkvæði. Nú hefur dagblaðið Guardian upplýst að fjöldi þeirra bresku borgara er þiggja atvinnuleysisbætur í öðrum ESB-ríkjum sé sami og fjöldi ESB-borgara er þiggja slíkar bætur í Bretlandi. Bretar sæki einkum til Írlands og Þýskalands þar sem bótakerfi sé betra. Austur-Evrópubúar sæki í sama skyni til Bretlands. Það á líka við um okkur sem njótum góðs af sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og sækjum á önnur mið þegar þrengingar eru heima fyrir. Þá njótum við þess öryggis að geta haft áframhaldandi dvalarleyfi í EES ríki þótt við missum vinnu. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Tveir breskir ráðherrar hafa nýverið sagt að breyta þurfi reglum um frjálsa för ESB-borgara til að stöðva velferðartúrisma. Verði reglunum ekki breytt geti reynst nauðsynlegt fyrir Bretland að yfirgefa evrópska samstarfið. Þeir vilja m.a. hafa möguleika á að senda ESB/EES-borgara úr landi og að takmarka félagsleg réttindi þeirra. ESB-borgarar mega dvelja í öðrum ESB ríkjum á grundvelli reglna um sambandsborgara sem eiga sér ekki samsvörun í EES. Þeir eiga líka rétt á frjálsri för á grundvelli launþegareglnanna sem einnig hafa verið teknar upp í ESS. En eru launþegareglurnar þannig að raunveruleg hætta sé á að ríkisborgarar annarra Evrópuríkja komi hingað til lands til að misnota velferðarkerfið?Launþegareglur EES ávísun á velferðarkerfi? Samkvæmt launþegareglunum fá þeir sem koma hingað til lands, án þess að hafa hug á að vinna, ekki dvalarleyfi nema sýna fram á að þeir hafi framfærslueyri. Réttindi vinnandi EES-borgara til að dvelja hér ráðast af dvalartíma. Eftir fimm ár við störf fá þeir búsetuleyfi og verða ekki sendir úr landi þótt þeir missi vinnuna. Fjölskyldum þeirra er líka heimilt að vera hér á landi. Hafi EES-borgari unnið hérlendis skemur en fimm ár þegar hann missir vinnu er áframhaldandi dvalarleyfi bundið virkri atvinnuleit. Fjárhæð bóta er tengd tíma á vinnumarkaði. Torvelt er að sjá verulega hættu á misnotkun velferðarkerfis.Er til bóta að breyta reglunum? Sumar þeirra takmarkana sem bresku ráðherrarnir vilja eru til staðar í reglum ESB og spurning hvort þær nægi ekki til að vinna gegn misnotkun velferðarkerfa. Kröfur um mismunun í aðgangi að félagslegum réttindum yrði að telja andstæðar grunnreglum ESB. Þingkosningar eru í Bretlandi á þessu ári. Vera má að ráðherrarnir telji harðlínu líklega til að vinna atkvæði. Nú hefur dagblaðið Guardian upplýst að fjöldi þeirra bresku borgara er þiggja atvinnuleysisbætur í öðrum ESB-ríkjum sé sami og fjöldi ESB-borgara er þiggja slíkar bætur í Bretlandi. Bretar sæki einkum til Írlands og Þýskalands þar sem bótakerfi sé betra. Austur-Evrópubúar sæki í sama skyni til Bretlands. Það á líka við um okkur sem njótum góðs af sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og sækjum á önnur mið þegar þrengingar eru heima fyrir. Þá njótum við þess öryggis að geta haft áframhaldandi dvalarleyfi í EES ríki þótt við missum vinnu. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar