Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-17 | Framarar niðurlægðir í Vodafone höllinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. febrúar 2015 12:55 Guðmundur Hólmar Helgason brýst í gegnum vörn Vals í kvöld. Vísir/ernir Valur vann öruggan 34-17 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Það var lítil spenna í leiknum. Það tók Fram rúmar 9 mínútur að skora sitt fyrsta mark og þrátt fyrir að Valsmenn hafi einnig verið hægir í gang var munurinn þó fljótt þrjú mörk. Sóknarleikur Fram var mjög slakur og hreint ekki boðlegur á löngum köflum. Varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins náði sér engan vegin á strik og því átti Valur í raun aldrei í vandræðum í leiknum. Átta mörkum munaði í hálfleik 15-7 og gaf Valur ekkert eftir í seinni hálfleikur heldur jók muninn og sá til þess að Fram kæmist aldrei inn í leikinn. Það tók Valsmenn nokkrar mínútur að spila sig í gang en eftir að liðið gerði það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Liðið átti þó mjög auðveldan dag því Framliðið var nokkrum númerum of slakt í leiknum en það skal ekkert tekið af liðið Vals. Liðið lék mjög og hætti aldrei þó sigurinn væri í höfn snemma í seinni hálfleik. Valsvörnin var sterk gegn arfa slakri sókn Fram og átti Valur í engum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og þá skipti engu máli hvort liðið væri fullskipað eða einum til tveimur leikmönnum færri. Liðið komst alltaf í færi. Valur er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR sem á leik til góða. Fram er í bullandi fallbaráttu og verður það ef mark er takandi á leik liðsins í kvöld.Elvar Friðriksson brýst í gegn.vísir/ernirOrri: Ákveðnir að setja í fluggír „Við vissum að þetta gæti dottið svona í dag og vorum ákveðnir að mæta band brjálaðir til leiks,“ sagði Orri Freyr Gíslason línumaður og varnatröll Vals. „Við spiluðum fjóra æfingaleiki í janúar sem við vorum ekki nógu sáttir með og því vorum við ákveðnir að setja í fluggír í dag og vera tilbúnir fyrir sunnudaginn. Það er stórleikur þá, átta lið úrslit í bikarnum. „Við vorum með örugga forystu í hálfleik og vinnum seinni hálfleikinn líka mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með enda ákváðum við að gefa ekkert eftir. Við höfum átt það til í vetur að gefa eftir í seinni hálfleik. „Það er léttara að halda dampi þegar maður er með breiðan hóp og við sýndum breiddina í hópnum í kvöld. Það voru allir tilbúnir,“ sagði Orri en allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum nema Atli Már Báruson. Því var næsta spurning hvort það væri ekki sekt. „Gummi (Guðmundur Hólmar Helgason) er sektarstjóri. Ég þarf að tala við hann. Hann verður örugglega ánægður með þessa hugmynd. Hvað eigum við að segja, 1000 kall? Ég er til í það. „Ég hef svo sem lent í þessu sjálfur þegar maður spilar bara vörnina. Ég stend eiginlega með Atla þarna.“vísir/ernirGuðlaugur: Þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí „Það væri vont að segja að við höfum lagt þetta upp svona. Við spiluðum illa. Við mætum ekki til leiks og hugarfarið er ekki rétt og við erum þannig lið að við þurfum að vinna með hugarfarið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. Það tók Fram níu mínútur að skora fyrsta markið sem gaf tóninn í leiknum. „Þessar fyrstu níu mínútur vorum við ekki að fá mikið af mörkum á okkur heldur. Við höldum þeim þar og fáum ágætis færi en sækjum ekki á þá sóknarlega. Svo þegar við erum fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik þá erum við að hraðaupphlaup og dauðafæri sem við erum að klikka á. „Þetta hefur verið sagan hjá okkur í vetur og við þurfum að rífa okkur upp. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en ég vonaði að við myndum sýna betri baráttu en þetta. „Því miður þá gefast menn upp í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við töluðum um það í háfleik að koma inn í seinni hálfleikinn og vinna fyrir okkur og í okkar málum. Því miður erum við of mikið að benda á hvern annan og enginn þorir að taka almennilega á skarið. „Við vinnum úr þessu eins og við höfum gert. Við höfum lent í svona krísum áður og við vinnum bara eftir okkar plani og mætum galvaskir á æfingu á morgun og ræðum þetta og leysum úr þessu og svo er annar leikur í næstu viku. Það er ljóst að þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí,“ sagði Guðlaugur. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Valur vann öruggan 34-17 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Það var lítil spenna í leiknum. Það tók Fram rúmar 9 mínútur að skora sitt fyrsta mark og þrátt fyrir að Valsmenn hafi einnig verið hægir í gang var munurinn þó fljótt þrjú mörk. Sóknarleikur Fram var mjög slakur og hreint ekki boðlegur á löngum köflum. Varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins náði sér engan vegin á strik og því átti Valur í raun aldrei í vandræðum í leiknum. Átta mörkum munaði í hálfleik 15-7 og gaf Valur ekkert eftir í seinni hálfleikur heldur jók muninn og sá til þess að Fram kæmist aldrei inn í leikinn. Það tók Valsmenn nokkrar mínútur að spila sig í gang en eftir að liðið gerði það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Liðið átti þó mjög auðveldan dag því Framliðið var nokkrum númerum of slakt í leiknum en það skal ekkert tekið af liðið Vals. Liðið lék mjög og hætti aldrei þó sigurinn væri í höfn snemma í seinni hálfleik. Valsvörnin var sterk gegn arfa slakri sókn Fram og átti Valur í engum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og þá skipti engu máli hvort liðið væri fullskipað eða einum til tveimur leikmönnum færri. Liðið komst alltaf í færi. Valur er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR sem á leik til góða. Fram er í bullandi fallbaráttu og verður það ef mark er takandi á leik liðsins í kvöld.Elvar Friðriksson brýst í gegn.vísir/ernirOrri: Ákveðnir að setja í fluggír „Við vissum að þetta gæti dottið svona í dag og vorum ákveðnir að mæta band brjálaðir til leiks,“ sagði Orri Freyr Gíslason línumaður og varnatröll Vals. „Við spiluðum fjóra æfingaleiki í janúar sem við vorum ekki nógu sáttir með og því vorum við ákveðnir að setja í fluggír í dag og vera tilbúnir fyrir sunnudaginn. Það er stórleikur þá, átta lið úrslit í bikarnum. „Við vorum með örugga forystu í hálfleik og vinnum seinni hálfleikinn líka mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með enda ákváðum við að gefa ekkert eftir. Við höfum átt það til í vetur að gefa eftir í seinni hálfleik. „Það er léttara að halda dampi þegar maður er með breiðan hóp og við sýndum breiddina í hópnum í kvöld. Það voru allir tilbúnir,“ sagði Orri en allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum nema Atli Már Báruson. Því var næsta spurning hvort það væri ekki sekt. „Gummi (Guðmundur Hólmar Helgason) er sektarstjóri. Ég þarf að tala við hann. Hann verður örugglega ánægður með þessa hugmynd. Hvað eigum við að segja, 1000 kall? Ég er til í það. „Ég hef svo sem lent í þessu sjálfur þegar maður spilar bara vörnina. Ég stend eiginlega með Atla þarna.“vísir/ernirGuðlaugur: Þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí „Það væri vont að segja að við höfum lagt þetta upp svona. Við spiluðum illa. Við mætum ekki til leiks og hugarfarið er ekki rétt og við erum þannig lið að við þurfum að vinna með hugarfarið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. Það tók Fram níu mínútur að skora fyrsta markið sem gaf tóninn í leiknum. „Þessar fyrstu níu mínútur vorum við ekki að fá mikið af mörkum á okkur heldur. Við höldum þeim þar og fáum ágætis færi en sækjum ekki á þá sóknarlega. Svo þegar við erum fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik þá erum við að hraðaupphlaup og dauðafæri sem við erum að klikka á. „Þetta hefur verið sagan hjá okkur í vetur og við þurfum að rífa okkur upp. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en ég vonaði að við myndum sýna betri baráttu en þetta. „Því miður þá gefast menn upp í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við töluðum um það í háfleik að koma inn í seinni hálfleikinn og vinna fyrir okkur og í okkar málum. Því miður erum við of mikið að benda á hvern annan og enginn þorir að taka almennilega á skarið. „Við vinnum úr þessu eins og við höfum gert. Við höfum lent í svona krísum áður og við vinnum bara eftir okkar plani og mætum galvaskir á æfingu á morgun og ræðum þetta og leysum úr þessu og svo er annar leikur í næstu viku. Það er ljóst að þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí,“ sagði Guðlaugur.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira