Fullyrðir að raforkusamningur sé í höfn Sveinn Arnarsson skrifar 16. október 2015 07:00 Ljóst er að frekari virkjunarframkvæmda er þörf ef allir aðilar í Helguvík eiga að fá næga raforku til framleiðslu sinnar. vísir/gva Thorsil hefur tryggt sér 87 MW raforku fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra Thorsil. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur ætla að útvega fyrirtækinu raforku. „Við erum búnir að tryggja okkur samning um 87 MW raforku fyrir verksmiðju okkar í Helguvík. Hvaðan það kemur get ég ekki upplýst um á þessu stigi málsins en það upplýsist fljótlega,“ segir Hákon. Nú þurfi aðeins samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA á samningum. „Við erum að klára alla þætti fjármögnunar. Það hefur dregist vegna þess að raforkusamningar hafa ekki verið tryggðir fyrr en nú. Nú getum við því gengið hreint til verks.“ Hákon vildi hvorki gefa upp verð á raforku né hver seldi þeim orkuna. Í langan tíma hefur verið talað um að raforka sé að verða uppseld í landinu og því 87 MW torsótt nema frekari virkjanir líti dagsins ljós í náinni framtíð. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir ekki liggja fyrir samning milli fyrirtækisins og Thorsil. „Að öðru leyti tjáum við okkur ekki venju samkvæmt um viðræður við einstaka aðila,“ segir í svari Magnúsar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, neitar einnig að Thorsil fái raforku frá Orkuveitunni. Ásgeir Marteinsson, forstjóri HS Orku, vildi ekkert tjá sig við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Sagðist hann ekkert hafa um málið að segja. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er slæm. Skuldir sveitarfélagsins eru um 42 milljarðar króna og Reykjaneshöfn skuldar þar af um 7 milljarða. Að mati Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, skiptir það höfuðmáli fyrir fjárhag sveitarfélagsins að uppbygging hefjist í Helguvík. „Ef ekkert gerist þá mun fjárhagsstjórn verða sett yfir fjármál sveitarfélagsins,“ segir Kjartan Már. „Það er mjög mikilvægt að raforka fáist inn á svæðið svo hægt sé að fara að fá arð af fjárfestingunni í Helguvík.“ Reykjaneshöfn fékk í gær frest kröfuhafa til að greiða afborgun lána að upphæð um 100 milljónir króna. Fresturinn er til 30. nóvember. Á sama tíma samþykkti stjórn Reykjaneshafnar beiðni Thorsil um að fresta greiðslu gatnagerðargjalda, vel á annað hundrað milljóna króna, til 15. desember. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Thorsil hefur tryggt sér 87 MW raforku fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra Thorsil. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur ætla að útvega fyrirtækinu raforku. „Við erum búnir að tryggja okkur samning um 87 MW raforku fyrir verksmiðju okkar í Helguvík. Hvaðan það kemur get ég ekki upplýst um á þessu stigi málsins en það upplýsist fljótlega,“ segir Hákon. Nú þurfi aðeins samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA á samningum. „Við erum að klára alla þætti fjármögnunar. Það hefur dregist vegna þess að raforkusamningar hafa ekki verið tryggðir fyrr en nú. Nú getum við því gengið hreint til verks.“ Hákon vildi hvorki gefa upp verð á raforku né hver seldi þeim orkuna. Í langan tíma hefur verið talað um að raforka sé að verða uppseld í landinu og því 87 MW torsótt nema frekari virkjanir líti dagsins ljós í náinni framtíð. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir ekki liggja fyrir samning milli fyrirtækisins og Thorsil. „Að öðru leyti tjáum við okkur ekki venju samkvæmt um viðræður við einstaka aðila,“ segir í svari Magnúsar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, neitar einnig að Thorsil fái raforku frá Orkuveitunni. Ásgeir Marteinsson, forstjóri HS Orku, vildi ekkert tjá sig við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Sagðist hann ekkert hafa um málið að segja. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er slæm. Skuldir sveitarfélagsins eru um 42 milljarðar króna og Reykjaneshöfn skuldar þar af um 7 milljarða. Að mati Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, skiptir það höfuðmáli fyrir fjárhag sveitarfélagsins að uppbygging hefjist í Helguvík. „Ef ekkert gerist þá mun fjárhagsstjórn verða sett yfir fjármál sveitarfélagsins,“ segir Kjartan Már. „Það er mjög mikilvægt að raforka fáist inn á svæðið svo hægt sé að fara að fá arð af fjárfestingunni í Helguvík.“ Reykjaneshöfn fékk í gær frest kröfuhafa til að greiða afborgun lána að upphæð um 100 milljónir króna. Fresturinn er til 30. nóvember. Á sama tíma samþykkti stjórn Reykjaneshafnar beiðni Thorsil um að fresta greiðslu gatnagerðargjalda, vel á annað hundrað milljóna króna, til 15. desember.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira