Stefan Bonneu fór á kostum í sigri Njarðvík gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Leikurinn fór fram í Njarðvík, en heimamenn tryggðu sér með sigrinum sæti í undanúrslitunum.
Bonneu hefur verið frábær í liði Njarðvíkur síðan hann kom til félagsins í byrjun janúar, en hann skoraði 35 stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
Í úrslitakeppninni hefur hann einnig staðið sig vel. Í leikjunum fimm gegn Stjörnunni skoraði hann 30, 20, 45, 34 og að lokum skoraði hann 36 stig í gær.
Hann var ekki heitur í upphafi leiks, en síðan fóru þristarnir að detta. Hann endaði með 40% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna, 39% innan vítateigs og 91% af vítalínunni.
Allt það helsta af Bonneau má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan, en þar að auki má sjá einlæga ræðu Friðriks Inga Rúnarssonar, þjálfara Njarðvíkur, yfir Bonneau áður en fjórði leikhluti hefst.
Sjáðu allt það helsta frá Bonneau í gær
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið




„Ég biðst afsökunar“
Körfubolti

Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice
Körfubolti


Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina
Enski boltinn


Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni
Enski boltinn
