„Alvarlegt brot á samningi ef Bonneau kom meiddur til landsins“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 11:30 Stefan Bonneau var besti leikmaður Íslandsmótsins eftir að hann kom í deildina í fyrra. vísir/vilhelm Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira