
Hún er ekki glæpamaður!
Löggjöf um fóstureyðingar á Írlandi er ein sú strangasta í heimi þar sem fóstureyðing er aðeins leyfð þegar líf konu eða stúlku er í mikilli hættu. Hvorki konur sem verða þungaðar í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells né konur sem eiga á hættu að glata heilsu sinni vegna þungunar eiga kost á fóstureyðingu á Írlandi.
Þá mega konur ekki leita sér fóstureyðingar þegar um alvarlega fósturgalla ræðir eða fóstrið er ekki lífvænlegt. Írsk stjórnvöld brjóta á mannréttindum kvenna og stúlkna með því að banna fóstureyðingar í þessum tilvikum. Þá er ekki skýrt í írskum lögum hvað telst til lífshættu á meðgöngu eða heilsubrests þungaðra kvenna og stúlkna og setur það heilbrigðistarfsfólki mjög þröngar skorður. Spurningin, hvenær eru konur og stúlkur nægilega dauðvona á meðgöngu til að unnt sé að grípa inn í, brennur því á mörgum læknum og heilbrigðisstarfsfólki.
Samkvæmt lagabreytingum á stjórnarskrá Írlands sem gerð var árið 1983 er líf fósturs jafnrétthátt lífi móður. Raunveruleikinn er sá að líf fóstursins hefur meira vægi en líf móðurinnar. Lögin neyða að minnsta kosti fjögur þúsund þungaðar konur og stúlkur á hverju ári til að ferðast utan Írlands til að leita sér fóstureyðingar eða tíu til tólf konur og stúlkur á dag, með tilheyrandi andlegum og fjárhagslegum kostnaði. Flestar eru á aldrinum 20-34 ára. Fjölmargar konur og stúlkur sem ferðast utan Írlands í leit að fóstureyðingu hafa tjáð Amnesty að skömmin sé mikil og þeim líði eins og glæpamönnum. Fyrir þær konur og stúlkur sem ekki er kleift að ferðast – til dæmis hælisleitendur, þær sem ekki hafa ráð á ferðinni eða eru of veikburða – er aðeins um tvo afarkosti að ræða: að brjóta írsk lög og hætta heilsu sinni með því að leita sér ólöglegrar og ótryggrar fóstureyðingar, eða að ganga fulla meðgöngu þvert gegn vilja sínum.
Konur og stúlkur sem geta ekki ferðast til annarra landa fá ekki aðgang að nauðsynlegri læknisþjónustu á Írlandi eða þurfa að hætta á hegningu leiti þær sér ólöglegrar fóstureyðingar heima fyrir. Konur geta átt yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsisdóm sæki þær fóstureyðingu á Írlandi og heilbrigðisstarfsfólk sem aðstoðar konur í þessum tilgangi er undir sömu sökina selt. Heilbrigðisstarfsfólk veigrar sér jafnvel við því að veita konum og stúlkum upplýsingar um fóstureyðingar þar sem slíkt getur kallað á kæru fyrir að „stuðla að” fóstureyðingum en sekt við því getur varðað allt að 600.000 íslenskum krónum.
Refsivæðing fóstureyðinga er skýrt mannréttindabrot.
Í skýrslu Amnesty International, Hún er ekki glæpamaður: áhrif laga um fóstureyðingar á Írlandi, er að finna vitnisburð fjölda írskra kvenna sem hafa gengist undir fóstureyðingu á erlendri grundu. Sumar voru tilneyddar að ganga með lífvana eða ólífvænt fóstur í nokkrar vikur. Lupe, sem bar lífvana fóstur undir belti í 14 vikur, sagði Amnesty International að hún hafi þurft að ferðast til Spánar, á heimaslóðir sínar, til að fá viðhlítandi læknisþjónustu: „Mér fannst ég alls ekki örugg... ég var virkilega óttaslegin því mér varð ljóst að ef einhver vandkvæði kæmu upp, myndi þetta fólk láta mig deyja.“
Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að leita sér fóstureyðingar jafnvel þegar um nauðgun er að ræða, alvarlega fósturgalla eða þungun stefnir heilsu þeirra í hættu.
„Írska þjóðin samþykkti nýverið að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra og státaði sig í framhaldinu af því að vera frjálslynt og opið samfélag en ekki er allt með felldu í írska lýðveldinu. Mannréttindi kvenna og stúlkna eru þverbrotin á degi hverjum vegna þess að stjórnarskráin gerir konur að útungunarvélum,“ segir framkvæmdastjóri Amnesty International Salil Shetty. „Konur og stúlkur sem þurfa á fóstureyðingu að halda eru meðhöndlaðar eins og glæpamenn, útskúfaðar og neyddar til að koma sér úr landi sem tekur gríðarlegan toll af andlegri og líkamlegri heilsu þeirra. Írska ríkið getur ekki lengur hunsað þennan veruleika og þær skelfilegu afleiðingar sem hann hefur á þúsundir einstaklinga á hverju ári.“
Löngu er tímabært að Írland breyti harðneskjulegri fóstureyðingarlöggjöf. Konur og stúlkur verða að njóta aðgengis að löglegri og öruggri fóstureyðingu, í það minnsta þegar þungun er afleiðing nauðgunar eða sifjaspella, þegar þungun stofnar andlegri eða líkamlegri heilsu konu eða stúlku í hættu eða þegar um alvarlega eða lífshættulega fósturgalla ræðir.
Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í undirskriftasöfnun Ungliðahreyfingar deildarinnar á laugardaginn.
Skoðun

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar