Útilokar ekki að taka sæti í stjórn Prentsmiðjunnar Odda sæunn gísladóttir skrifar 11. nóvember 2015 10:00 Þorgeir Baldursson segir það svolítið skrítið að yfirgefa Odda eftir öll þessi ár í starfi. Vísir/GVA „Það er svolítið skrítið að yfirgefa Odda eftir öll þessi ár, ég neita því ekki, en það er alveg tímabært,“ segir Þorgeir Baldursson, fráfarandi forstjóri Prentsmiðjunnar Odda. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í yfir fimmtíu ár, þar af sem forstjóri fyrirtækisins og tengdra félaga í rúmlega þrjátíu ár. „Ég er kominn á áttræðisaldur, og þá á yngra fólk að taka við og hefði átt að gera það fyrir löngu ,“ segir Þorgeir og bætir við að hann sé mjög ánægður með eftirmann sinn. Aðspurður segist Þorgeir ekki vera með nein ákveðin plön að starfslokum, hann ætli bara að njóta frítímans. „Ég ætla að njóta einhverra ára í ellinni án þess að vera bundinn einhverjum skyldustörfum. Ég er heilmikill útivistarmaður og dunda í hestamennsku og sumarbústað og skógrækt. Ég hef ýmislegt fyrir stafni,“ segir Þorgeir. Þorgeir er hluthafi í Odda. Hann segist ætla að halda hlut sínum eftir starfslok og jafnvel sitja í stjórn félagsins, hins vegar sé það ekki alráðið enn. „Ég verð viðloðandi til að byrja með. En mín ósk væri nú innan tíðar að ég myndi láta öðrum stjórnarstöður eftir,“ segir Þorgeir. Oddi er stærsti pappírs- og plastframleiðandi landsins. Þorgeir segir að starfsemin sé mjög breytt frá því þegar hann fyrst hóf störf. Hann byrjaði á Grettisgötunni hjá litlu fyrirtæki sem sinnti helst bóka- og tímaritaprentun auk almennrar prentunar. Fyrirtækið stækkaði og byggði nýtt hús uppi á Höfðabakka árið 1981 og þá breyttist hlutverk þess. „Það þótti vera svolítið djarft þar sem við vorum að færa okkur út fyrir bæinn á þeim tíma, en það skapaði fyrst möguleika til að gera eitthvað í alvöru, bæði í prentun og vélvæðingu í bókaframleiðslunni,“ segir Þorgeir. „Starfsemin er orðin svo margbrotin. Áður fyrr lögðum við mesta áherslu á bækur og almenna prentverkið. Í dag eru 70 prósent af okkar veltu í öskju, bylgju og plasti. Auk þess hefur fyrirtækið sameinast öðrum fyrirtækjum í bransanum, meðal annars Kassagerðinni, Umbúðamiðstöðinni, og Gutenberg. Þannig að þetta er svo sem ekki sama fyrirtæki og það var þegar maður byrjaði,“ segir Þorgeir. Þorgeir hefur verið iðinn í félagsstörfum og hefur meðal annars starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist hins vegar alfarið hættur að skipta sér af störfum flokksins og hafi ekki einu sinni mætt á landsfundinn í ár. „Ég er að draga mig út úr flestu því sem ég var að sinna á þessum tíma. Þannig að ég er ekki að fara að snúa mér að því aftur,“ segir Þorgeir. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Það er svolítið skrítið að yfirgefa Odda eftir öll þessi ár, ég neita því ekki, en það er alveg tímabært,“ segir Þorgeir Baldursson, fráfarandi forstjóri Prentsmiðjunnar Odda. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í yfir fimmtíu ár, þar af sem forstjóri fyrirtækisins og tengdra félaga í rúmlega þrjátíu ár. „Ég er kominn á áttræðisaldur, og þá á yngra fólk að taka við og hefði átt að gera það fyrir löngu ,“ segir Þorgeir og bætir við að hann sé mjög ánægður með eftirmann sinn. Aðspurður segist Þorgeir ekki vera með nein ákveðin plön að starfslokum, hann ætli bara að njóta frítímans. „Ég ætla að njóta einhverra ára í ellinni án þess að vera bundinn einhverjum skyldustörfum. Ég er heilmikill útivistarmaður og dunda í hestamennsku og sumarbústað og skógrækt. Ég hef ýmislegt fyrir stafni,“ segir Þorgeir. Þorgeir er hluthafi í Odda. Hann segist ætla að halda hlut sínum eftir starfslok og jafnvel sitja í stjórn félagsins, hins vegar sé það ekki alráðið enn. „Ég verð viðloðandi til að byrja með. En mín ósk væri nú innan tíðar að ég myndi láta öðrum stjórnarstöður eftir,“ segir Þorgeir. Oddi er stærsti pappírs- og plastframleiðandi landsins. Þorgeir segir að starfsemin sé mjög breytt frá því þegar hann fyrst hóf störf. Hann byrjaði á Grettisgötunni hjá litlu fyrirtæki sem sinnti helst bóka- og tímaritaprentun auk almennrar prentunar. Fyrirtækið stækkaði og byggði nýtt hús uppi á Höfðabakka árið 1981 og þá breyttist hlutverk þess. „Það þótti vera svolítið djarft þar sem við vorum að færa okkur út fyrir bæinn á þeim tíma, en það skapaði fyrst möguleika til að gera eitthvað í alvöru, bæði í prentun og vélvæðingu í bókaframleiðslunni,“ segir Þorgeir. „Starfsemin er orðin svo margbrotin. Áður fyrr lögðum við mesta áherslu á bækur og almenna prentverkið. Í dag eru 70 prósent af okkar veltu í öskju, bylgju og plasti. Auk þess hefur fyrirtækið sameinast öðrum fyrirtækjum í bransanum, meðal annars Kassagerðinni, Umbúðamiðstöðinni, og Gutenberg. Þannig að þetta er svo sem ekki sama fyrirtæki og það var þegar maður byrjaði,“ segir Þorgeir. Þorgeir hefur verið iðinn í félagsstörfum og hefur meðal annars starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist hins vegar alfarið hættur að skipta sér af störfum flokksins og hafi ekki einu sinni mætt á landsfundinn í ár. „Ég er að draga mig út úr flestu því sem ég var að sinna á þessum tíma. Þannig að ég er ekki að fara að snúa mér að því aftur,“ segir Þorgeir.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira