Útilokar ekki að taka sæti í stjórn Prentsmiðjunnar Odda sæunn gísladóttir skrifar 11. nóvember 2015 10:00 Þorgeir Baldursson segir það svolítið skrítið að yfirgefa Odda eftir öll þessi ár í starfi. Vísir/GVA „Það er svolítið skrítið að yfirgefa Odda eftir öll þessi ár, ég neita því ekki, en það er alveg tímabært,“ segir Þorgeir Baldursson, fráfarandi forstjóri Prentsmiðjunnar Odda. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í yfir fimmtíu ár, þar af sem forstjóri fyrirtækisins og tengdra félaga í rúmlega þrjátíu ár. „Ég er kominn á áttræðisaldur, og þá á yngra fólk að taka við og hefði átt að gera það fyrir löngu ,“ segir Þorgeir og bætir við að hann sé mjög ánægður með eftirmann sinn. Aðspurður segist Þorgeir ekki vera með nein ákveðin plön að starfslokum, hann ætli bara að njóta frítímans. „Ég ætla að njóta einhverra ára í ellinni án þess að vera bundinn einhverjum skyldustörfum. Ég er heilmikill útivistarmaður og dunda í hestamennsku og sumarbústað og skógrækt. Ég hef ýmislegt fyrir stafni,“ segir Þorgeir. Þorgeir er hluthafi í Odda. Hann segist ætla að halda hlut sínum eftir starfslok og jafnvel sitja í stjórn félagsins, hins vegar sé það ekki alráðið enn. „Ég verð viðloðandi til að byrja með. En mín ósk væri nú innan tíðar að ég myndi láta öðrum stjórnarstöður eftir,“ segir Þorgeir. Oddi er stærsti pappírs- og plastframleiðandi landsins. Þorgeir segir að starfsemin sé mjög breytt frá því þegar hann fyrst hóf störf. Hann byrjaði á Grettisgötunni hjá litlu fyrirtæki sem sinnti helst bóka- og tímaritaprentun auk almennrar prentunar. Fyrirtækið stækkaði og byggði nýtt hús uppi á Höfðabakka árið 1981 og þá breyttist hlutverk þess. „Það þótti vera svolítið djarft þar sem við vorum að færa okkur út fyrir bæinn á þeim tíma, en það skapaði fyrst möguleika til að gera eitthvað í alvöru, bæði í prentun og vélvæðingu í bókaframleiðslunni,“ segir Þorgeir. „Starfsemin er orðin svo margbrotin. Áður fyrr lögðum við mesta áherslu á bækur og almenna prentverkið. Í dag eru 70 prósent af okkar veltu í öskju, bylgju og plasti. Auk þess hefur fyrirtækið sameinast öðrum fyrirtækjum í bransanum, meðal annars Kassagerðinni, Umbúðamiðstöðinni, og Gutenberg. Þannig að þetta er svo sem ekki sama fyrirtæki og það var þegar maður byrjaði,“ segir Þorgeir. Þorgeir hefur verið iðinn í félagsstörfum og hefur meðal annars starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist hins vegar alfarið hættur að skipta sér af störfum flokksins og hafi ekki einu sinni mætt á landsfundinn í ár. „Ég er að draga mig út úr flestu því sem ég var að sinna á þessum tíma. Þannig að ég er ekki að fara að snúa mér að því aftur,“ segir Þorgeir. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Það er svolítið skrítið að yfirgefa Odda eftir öll þessi ár, ég neita því ekki, en það er alveg tímabært,“ segir Þorgeir Baldursson, fráfarandi forstjóri Prentsmiðjunnar Odda. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í yfir fimmtíu ár, þar af sem forstjóri fyrirtækisins og tengdra félaga í rúmlega þrjátíu ár. „Ég er kominn á áttræðisaldur, og þá á yngra fólk að taka við og hefði átt að gera það fyrir löngu ,“ segir Þorgeir og bætir við að hann sé mjög ánægður með eftirmann sinn. Aðspurður segist Þorgeir ekki vera með nein ákveðin plön að starfslokum, hann ætli bara að njóta frítímans. „Ég ætla að njóta einhverra ára í ellinni án þess að vera bundinn einhverjum skyldustörfum. Ég er heilmikill útivistarmaður og dunda í hestamennsku og sumarbústað og skógrækt. Ég hef ýmislegt fyrir stafni,“ segir Þorgeir. Þorgeir er hluthafi í Odda. Hann segist ætla að halda hlut sínum eftir starfslok og jafnvel sitja í stjórn félagsins, hins vegar sé það ekki alráðið enn. „Ég verð viðloðandi til að byrja með. En mín ósk væri nú innan tíðar að ég myndi láta öðrum stjórnarstöður eftir,“ segir Þorgeir. Oddi er stærsti pappírs- og plastframleiðandi landsins. Þorgeir segir að starfsemin sé mjög breytt frá því þegar hann fyrst hóf störf. Hann byrjaði á Grettisgötunni hjá litlu fyrirtæki sem sinnti helst bóka- og tímaritaprentun auk almennrar prentunar. Fyrirtækið stækkaði og byggði nýtt hús uppi á Höfðabakka árið 1981 og þá breyttist hlutverk þess. „Það þótti vera svolítið djarft þar sem við vorum að færa okkur út fyrir bæinn á þeim tíma, en það skapaði fyrst möguleika til að gera eitthvað í alvöru, bæði í prentun og vélvæðingu í bókaframleiðslunni,“ segir Þorgeir. „Starfsemin er orðin svo margbrotin. Áður fyrr lögðum við mesta áherslu á bækur og almenna prentverkið. Í dag eru 70 prósent af okkar veltu í öskju, bylgju og plasti. Auk þess hefur fyrirtækið sameinast öðrum fyrirtækjum í bransanum, meðal annars Kassagerðinni, Umbúðamiðstöðinni, og Gutenberg. Þannig að þetta er svo sem ekki sama fyrirtæki og það var þegar maður byrjaði,“ segir Þorgeir. Þorgeir hefur verið iðinn í félagsstörfum og hefur meðal annars starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist hins vegar alfarið hættur að skipta sér af störfum flokksins og hafi ekki einu sinni mætt á landsfundinn í ár. „Ég er að draga mig út úr flestu því sem ég var að sinna á þessum tíma. Þannig að ég er ekki að fara að snúa mér að því aftur,“ segir Þorgeir.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira