Gamall draumur að rætast Elín Albertsdóttir skrifar 16. desember 2015 11:00 Arna Ýr í Sanya. Hér áritar hún mynd af sér. MYND/MISS WORLD Arna Ýr Jónsdóttir, Ungfrú Ísland 2015, er stödd í Sanya í Kína þar sem hún tekur þátt í Miss World. Keppnin fer fram á laugardagskvöld en langur og strangur undirbúningur hefur farið fram síðan í nóvember. Arna Ýr var kosin Ungfrú Ísland í byrjun september og hlaut þá einnig titilinn Miss World Iceland. Arna er tvítug Kópavogsmær og segir upplifun sína í Kína mjög góða. „Mér líður æðislega vel hérna,“ segir hún og bætir við að tungumálið sé stærsti vandinn. „Heimafólk skilur ekki ensku og stundum getur það verið flókið en annars er allt yndislegt hérna og ég nýt hvers augnabliks,“ segir hún. Þegar Arna er spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart, svarar hún: „Já, það kom mér á óvart hversu frábærar stelpurnar eru. Sömuleiðis hvað ég hef eignast góðar vinkonur á stuttum tíma. Það kom mér líka á óvart hversu vel ég hef staðið mig andlega. Mér var sagt að þetta yrði erfitt. Ég gæti átt erfiða daga, fengið saknaðartilfinningu og orðið mjög þreytt. Mér hefur aldrei liðið illa hérna eða verið leið, þetta er miklu auðveldara en ég átti von á sem er frábært.“VAKNAR KL. 5 Arna hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur þar sem dagskráin er stíf. „Ég vakna yfirleitt klukkan fimm í síðasta lagi og er mætt í morgunmat klukkan hálf sjö. Æfingar hefjast klukkan sjö og eru allan daginn. Ef það er frí frá æfingum erum við í ferðum, viðtölum eða að sinna öðrum mikilvægum störfum,“ segir hún. Þegar við ræddum við Örnu var verið að byggja svið fyrir utan hótelið hennar sem notað verður á laugardag þegar keppnin fer fram. Arna hafði ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir ferðina þar sem stutt er síðan Ungfrú Ísland var haldin hér á landi. „Ég hafði tvo mánuði til að undirbúa mig og hef notað allan þann tíma vel,“ segir hún.Það er mikið um að vera alla daga. Hér er Arna til vinstri ásamt vinkonum sínum í Sanya.MYND/MISS WORLDDRAUMUR Í LAUMI Þegar hún er spurð hvort það sé gamall draumur að rætast að taka þátt í þessari keppni, játar hún því. „Já, svona í laumi. Ég hafði alltaf áhuga en talaði aldrei um það. Svo þetta er gamall draumur að rætast en fáir vita það.“ Arna Ýr var aðeins tíu ára þegar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin Miss World árið 2005 eða fyrir tíu árum. Arna segist muna vel eftir þeirri stundu. „Ég sá ekki sólina fyrir henni. Hugsanlega kveikti sú upplifun áhuga minn á Miss World,“ segir Arna sem verður á stífum æfingum í Sanya næstu daga. „Það eru spennandi dagar fram undan, fullir af spenningi, þreytu en samt gleði og hamingju.“HVAR VERÐA JÓLIN? Ef Arna kemst í úrslit, það er topp fimm, þarf hún hugsanlega að vera viku lengur í Kína eftir að keppni lýkur. Þá þarf hún að halda jólin þar. Henni er sama um það. „Jólin koma alltaf aftur en þessi einstaka lífsreynsla er eitthvað sem ég ætla að taka með mér hvert sem ég fer og njóta meðan á henni stendur,“ segir hún. Ef hún kemst ekki áfram getur hún notið jólanna heima í faðmi fjölskyldunnar. Hins vegar er aldrei að vita hvaða tækifæri bjóðast í framtíðinni. „Það hefur ýmislegt breyst í lífi mínu eftir að ég hlaut titilinn Ungfrú Ísland, til dæmis þessi ferð til Kína. Ég hef kynnst yndislegu fólki, 120 stúlkum frá mismunandi menningarheimum en sjálf hef ég ekkert breyst. Ég vil halda í það sem ég geri og mín framtíðarplön,“ segir Arna en hún kom mjög vel út úr svokölluðu dómaraviðtali. „Nú er bara að gera mitt besta á sviðinu og njóta.“ Þess má geta að Linda Pétursdóttir, Miss World 1988, er dómari í þessari keppni og því stödd í Sanya ásamt dóttur sinni, Ísabellu. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á laugardag en talið er að rúmlega milljarður manna fylgist með henni. Sex fyrrverandi Miss World stúlkur eru meðal dómara.Linda Pétursdóttir, Miss World 1988, er dómari í keppninni í ár.MYND/EINKASAFN LINDUGOTT GENGI Íslendingar eiga þrjár Miss World stúlkur og keppnin vekur ávallt athygli. Þetta er 65. keppnin en frá árinu 2003 hefur hún verið haldin í Kína. Sanya er ákaflega glæsilegur strandstaður á eyjunni Hainan og vinsæll ferðamannastaður. Það ætti því ekki að væsa um stúlkurnar á þessum fallega stað. Landslagið þykir einstakt í Sanya og hótelið, þar sem stúlkurnar dvelja, sannkallaður lúxus.Þessa mynd setti Arna Ýr inn á Facebook-síðu sína. Það er gríðarlega fallegt í Sanya.MYND/EINKASAFNÞegar rætt var við Örnu Ýri eftir keppnina hér heima í september, sagði hún: „Eftir fimm ár sé ég mig sem hamingjukonu og reynslunni ríkari. Búin að ferðast um heiminn og hef tekið þátt í góðgerðarstörfum erlendis. Eftir fimm ár verð ég háskólanemi í hjúkrunarfræði að stefna á ljósmóðurina hvort sem það verður hér á Íslandi eða erlendis. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir, Ungfrú Ísland 2015, er stödd í Sanya í Kína þar sem hún tekur þátt í Miss World. Keppnin fer fram á laugardagskvöld en langur og strangur undirbúningur hefur farið fram síðan í nóvember. Arna Ýr var kosin Ungfrú Ísland í byrjun september og hlaut þá einnig titilinn Miss World Iceland. Arna er tvítug Kópavogsmær og segir upplifun sína í Kína mjög góða. „Mér líður æðislega vel hérna,“ segir hún og bætir við að tungumálið sé stærsti vandinn. „Heimafólk skilur ekki ensku og stundum getur það verið flókið en annars er allt yndislegt hérna og ég nýt hvers augnabliks,“ segir hún. Þegar Arna er spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart, svarar hún: „Já, það kom mér á óvart hversu frábærar stelpurnar eru. Sömuleiðis hvað ég hef eignast góðar vinkonur á stuttum tíma. Það kom mér líka á óvart hversu vel ég hef staðið mig andlega. Mér var sagt að þetta yrði erfitt. Ég gæti átt erfiða daga, fengið saknaðartilfinningu og orðið mjög þreytt. Mér hefur aldrei liðið illa hérna eða verið leið, þetta er miklu auðveldara en ég átti von á sem er frábært.“VAKNAR KL. 5 Arna hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur þar sem dagskráin er stíf. „Ég vakna yfirleitt klukkan fimm í síðasta lagi og er mætt í morgunmat klukkan hálf sjö. Æfingar hefjast klukkan sjö og eru allan daginn. Ef það er frí frá æfingum erum við í ferðum, viðtölum eða að sinna öðrum mikilvægum störfum,“ segir hún. Þegar við ræddum við Örnu var verið að byggja svið fyrir utan hótelið hennar sem notað verður á laugardag þegar keppnin fer fram. Arna hafði ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir ferðina þar sem stutt er síðan Ungfrú Ísland var haldin hér á landi. „Ég hafði tvo mánuði til að undirbúa mig og hef notað allan þann tíma vel,“ segir hún.Það er mikið um að vera alla daga. Hér er Arna til vinstri ásamt vinkonum sínum í Sanya.MYND/MISS WORLDDRAUMUR Í LAUMI Þegar hún er spurð hvort það sé gamall draumur að rætast að taka þátt í þessari keppni, játar hún því. „Já, svona í laumi. Ég hafði alltaf áhuga en talaði aldrei um það. Svo þetta er gamall draumur að rætast en fáir vita það.“ Arna Ýr var aðeins tíu ára þegar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin Miss World árið 2005 eða fyrir tíu árum. Arna segist muna vel eftir þeirri stundu. „Ég sá ekki sólina fyrir henni. Hugsanlega kveikti sú upplifun áhuga minn á Miss World,“ segir Arna sem verður á stífum æfingum í Sanya næstu daga. „Það eru spennandi dagar fram undan, fullir af spenningi, þreytu en samt gleði og hamingju.“HVAR VERÐA JÓLIN? Ef Arna kemst í úrslit, það er topp fimm, þarf hún hugsanlega að vera viku lengur í Kína eftir að keppni lýkur. Þá þarf hún að halda jólin þar. Henni er sama um það. „Jólin koma alltaf aftur en þessi einstaka lífsreynsla er eitthvað sem ég ætla að taka með mér hvert sem ég fer og njóta meðan á henni stendur,“ segir hún. Ef hún kemst ekki áfram getur hún notið jólanna heima í faðmi fjölskyldunnar. Hins vegar er aldrei að vita hvaða tækifæri bjóðast í framtíðinni. „Það hefur ýmislegt breyst í lífi mínu eftir að ég hlaut titilinn Ungfrú Ísland, til dæmis þessi ferð til Kína. Ég hef kynnst yndislegu fólki, 120 stúlkum frá mismunandi menningarheimum en sjálf hef ég ekkert breyst. Ég vil halda í það sem ég geri og mín framtíðarplön,“ segir Arna en hún kom mjög vel út úr svokölluðu dómaraviðtali. „Nú er bara að gera mitt besta á sviðinu og njóta.“ Þess má geta að Linda Pétursdóttir, Miss World 1988, er dómari í þessari keppni og því stödd í Sanya ásamt dóttur sinni, Ísabellu. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á laugardag en talið er að rúmlega milljarður manna fylgist með henni. Sex fyrrverandi Miss World stúlkur eru meðal dómara.Linda Pétursdóttir, Miss World 1988, er dómari í keppninni í ár.MYND/EINKASAFN LINDUGOTT GENGI Íslendingar eiga þrjár Miss World stúlkur og keppnin vekur ávallt athygli. Þetta er 65. keppnin en frá árinu 2003 hefur hún verið haldin í Kína. Sanya er ákaflega glæsilegur strandstaður á eyjunni Hainan og vinsæll ferðamannastaður. Það ætti því ekki að væsa um stúlkurnar á þessum fallega stað. Landslagið þykir einstakt í Sanya og hótelið, þar sem stúlkurnar dvelja, sannkallaður lúxus.Þessa mynd setti Arna Ýr inn á Facebook-síðu sína. Það er gríðarlega fallegt í Sanya.MYND/EINKASAFNÞegar rætt var við Örnu Ýri eftir keppnina hér heima í september, sagði hún: „Eftir fimm ár sé ég mig sem hamingjukonu og reynslunni ríkari. Búin að ferðast um heiminn og hef tekið þátt í góðgerðarstörfum erlendis. Eftir fimm ár verð ég háskólanemi í hjúkrunarfræði að stefna á ljósmóðurina hvort sem það verður hér á Íslandi eða erlendis.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira