Grjótkast úr glerhöll Haga Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Forstjóri Haga hefur farið mikinn síðustu daga vegna ákvörðunar verðlagsnefndar búvöru um hækkun á mjólkurvörum fyrr í þessum mánuði. Rétt er að árétta nokkur atriði vegna þess. Um langt skeið hafði verðlagsnefndin þá stefnu að halda verði lágu á vörum sem flokkaðar voru sem brýnustu nauðsynjar heimilanna svo sem mjólk og smjöri. Það var gert með því að halda verði þessara vara niðri en aðrar mjólkurvörur eru látnar niðurgreiða verð þeirra sem nefndin stýrir verðinu á. Þetta er auðvitað inngrip í markaðinn og þeir, sem telja að markaðurinn eigi að ráða öllu til sjós og lands, eru ekki ánægðir með þessa aðferðafræði. En hver er árangurinn? Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að undanfarinn áratug hefur raunverð á mjólk og helstu mjólkurafurðum farið stöðugt lækkandi. Verð afurðanna hefur ekki fylgt almennri verðlagsþróun. Á árunum 2003–2013 hækkuðu 70% matvara meira en sú mjólkurafurð sem hækkaði mest. Fjölmargar skýrslur frá aðilum eins og Samkeppniseftirlitinu, Hagfræðistofnun og verðlagseftirliti ASÍ staðfesta að þegar kemur að álagningu og hækkunum til neytenda er verslunin mjög gróf. Þannig er lækkunum á opinberum gjöldum ekki skilað til neytenda hvort sem um er að ræða lækkun skatta, niðurfellingar tolla eða styrkingu á gengi krónunnar. Verðlagið á innlendum landbúnaðarafurðum er aftur á móti stöðugra. Þannig er árangur af verðlagsnefnd betri en þegar horft er til annarra vöruflokka þar sem verslunin ræður meiru um verðlagningu. Hefur forstjóri Haga einhverjar skýringar á þessu? Fákeppni á íslenskum matvörumarkaði skýrir hátt verð Ein möguleg skýring væri sú að það ríkir fákeppni á íslenskum matvörumarkaði þar sem Hagar eru stærstir og ráða því miklu um verðlagningu matvöru. Það er þó athyglisvert að á einu sviði nýtist fákeppnisumhverfi Haga þeim ekki og það er á mjólkurafurðum. Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn hefur komið fram að jafnræði og samkeppni er tryggð með núverandi skipulagi þegar kemur að mjólkurafurðum. Fyrirkomulagið tryggir samkeppnisstöðu kaupmannsins á horninu gagnvart stórum keðjum því allir fá vöruna á sama lága verðinu. Hagnaður Haga meira en 3 milljarðar króna Í kjölfarið má benda forstjóranum á að hann þarf ekki að setja þessa hækkun út í verðlagið ef hann svo kýs því smásöluálagningin er frjáls þó heildsöluverðið sé opinbert eins og fyrr segir. Til vara gæti hann látið staðar numið við 5,8% hækkunina sem hann er þegar búinn að setja út á markaðinn. Svigrúmið er talsvert sem marka má meðal annars af því að hagnaður Haga eftir skatta rekstrarárið 2014–15 var 3.838 milljónir króna. Það væri annars gaman ef forstjórinn reiknaði út hvað verðhækkanir í verslunum Haga hafa valdið miklum hækkunum á skuldum heimilanna á síðustu árum. Það yrðu stórar tölur. Auðvitað er það ekki sanngjörn fullyrðing, en það eru fullyrðingar forstjórans ekki heldur. Forstjóri Haga mætti einnig svara því hvers vegna smjör hækkaði um 5,8% í smásölu frá því í október 2013 og fram í júlí á þessu ári, en þá var engin hækkun á heildsöluverðinu. Þetta kemur fram í mælingum Hagstofu Íslands. Hann er því fyrirfram búinn að rukka fyrir helminginn af þeirri 11,6% hækkun sem verður 1. ágúst. Í nýlegri verðkönnun Alþýðusambands Íslands kom til viðbótar fram, að á sama tíma og heildsöluverð mjólkurafurða stóð í stað, hækkuðu mjólkurvörur einna mest í verslunum Haga; 6,9% í Hagkaup og 5,4% í Bónus. Þetta eru miklu meiri hækkanir en vænta mátti í kjölfar breytinga á virðisaukaskatti og afnámi sykurskatts. Forstjóra Haga er ætlað að gæta hagsmuna fyrirtækisins. Það er eðlilegt og honum hefur tekist ágætlega upp. En hann er ekki og mun aldrei verða talsmaður neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Haga hefur farið mikinn síðustu daga vegna ákvörðunar verðlagsnefndar búvöru um hækkun á mjólkurvörum fyrr í þessum mánuði. Rétt er að árétta nokkur atriði vegna þess. Um langt skeið hafði verðlagsnefndin þá stefnu að halda verði lágu á vörum sem flokkaðar voru sem brýnustu nauðsynjar heimilanna svo sem mjólk og smjöri. Það var gert með því að halda verði þessara vara niðri en aðrar mjólkurvörur eru látnar niðurgreiða verð þeirra sem nefndin stýrir verðinu á. Þetta er auðvitað inngrip í markaðinn og þeir, sem telja að markaðurinn eigi að ráða öllu til sjós og lands, eru ekki ánægðir með þessa aðferðafræði. En hver er árangurinn? Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að undanfarinn áratug hefur raunverð á mjólk og helstu mjólkurafurðum farið stöðugt lækkandi. Verð afurðanna hefur ekki fylgt almennri verðlagsþróun. Á árunum 2003–2013 hækkuðu 70% matvara meira en sú mjólkurafurð sem hækkaði mest. Fjölmargar skýrslur frá aðilum eins og Samkeppniseftirlitinu, Hagfræðistofnun og verðlagseftirliti ASÍ staðfesta að þegar kemur að álagningu og hækkunum til neytenda er verslunin mjög gróf. Þannig er lækkunum á opinberum gjöldum ekki skilað til neytenda hvort sem um er að ræða lækkun skatta, niðurfellingar tolla eða styrkingu á gengi krónunnar. Verðlagið á innlendum landbúnaðarafurðum er aftur á móti stöðugra. Þannig er árangur af verðlagsnefnd betri en þegar horft er til annarra vöruflokka þar sem verslunin ræður meiru um verðlagningu. Hefur forstjóri Haga einhverjar skýringar á þessu? Fákeppni á íslenskum matvörumarkaði skýrir hátt verð Ein möguleg skýring væri sú að það ríkir fákeppni á íslenskum matvörumarkaði þar sem Hagar eru stærstir og ráða því miklu um verðlagningu matvöru. Það er þó athyglisvert að á einu sviði nýtist fákeppnisumhverfi Haga þeim ekki og það er á mjólkurafurðum. Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn hefur komið fram að jafnræði og samkeppni er tryggð með núverandi skipulagi þegar kemur að mjólkurafurðum. Fyrirkomulagið tryggir samkeppnisstöðu kaupmannsins á horninu gagnvart stórum keðjum því allir fá vöruna á sama lága verðinu. Hagnaður Haga meira en 3 milljarðar króna Í kjölfarið má benda forstjóranum á að hann þarf ekki að setja þessa hækkun út í verðlagið ef hann svo kýs því smásöluálagningin er frjáls þó heildsöluverðið sé opinbert eins og fyrr segir. Til vara gæti hann látið staðar numið við 5,8% hækkunina sem hann er þegar búinn að setja út á markaðinn. Svigrúmið er talsvert sem marka má meðal annars af því að hagnaður Haga eftir skatta rekstrarárið 2014–15 var 3.838 milljónir króna. Það væri annars gaman ef forstjórinn reiknaði út hvað verðhækkanir í verslunum Haga hafa valdið miklum hækkunum á skuldum heimilanna á síðustu árum. Það yrðu stórar tölur. Auðvitað er það ekki sanngjörn fullyrðing, en það eru fullyrðingar forstjórans ekki heldur. Forstjóri Haga mætti einnig svara því hvers vegna smjör hækkaði um 5,8% í smásölu frá því í október 2013 og fram í júlí á þessu ári, en þá var engin hækkun á heildsöluverðinu. Þetta kemur fram í mælingum Hagstofu Íslands. Hann er því fyrirfram búinn að rukka fyrir helminginn af þeirri 11,6% hækkun sem verður 1. ágúst. Í nýlegri verðkönnun Alþýðusambands Íslands kom til viðbótar fram, að á sama tíma og heildsöluverð mjólkurafurða stóð í stað, hækkuðu mjólkurvörur einna mest í verslunum Haga; 6,9% í Hagkaup og 5,4% í Bónus. Þetta eru miklu meiri hækkanir en vænta mátti í kjölfar breytinga á virðisaukaskatti og afnámi sykurskatts. Forstjóra Haga er ætlað að gæta hagsmuna fyrirtækisins. Það er eðlilegt og honum hefur tekist ágætlega upp. En hann er ekki og mun aldrei verða talsmaður neytenda.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun