Ósanngjörn ummæli Fríða Pálmadóttir skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Ég get varla orða bundist yfir þeirri umræðu sem hefur átt sér stað undanfarna daga í fjölmiðlum landsins um umönnun aldraðra. Það sem tók hornsteininn úr var fyrirsögnin „Fólk bundið og sett á róandi“. Ég hef starfað og komið að hjúkrun aldraðra í þrjátíu ár og aldrei á mínum ferli hef ég upplifað slíkt að fólk sé bundið og sett á róandi. Sláandi er líka að sá sem lætur slík ummæli falla til fjölmiðla á að vera fagaðili, sérmenntaður á sviði öldrunar. Vissulega má margt bæta í þjónustu aldraðra á hjúkrunarheimilum landsins s.s. að aldraðir eigi rétt á einbýli og betri aðstöðu. Allir sem ég hef starfað með síðastliðin þrjátíu ár hafa lagt sig fram um að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu og hugsað um hina öldruðu af alúð. Stundum getur verið nauðsynlegt að nota fjötra til að tryggja öryggi hins aldraða t.d. öryggisbelti í hjólastól til þess að hinn sami fari sér ekki að voða er hann reynir að gera eitthvað umfram getu. Tekið skal fram að fjötrar eru aldrei notaðir nema í sérstökum tilfellum og með samþykki aðstandenda. Fylgikvillar elliglapa og heilabilunar eru oft ranghugmyndir, óróleiki og önnur vanlíðan. Stundum er nauðsynlegt að gefa öldruðum sefandi lyf s.s. Ríson, Haldol og skyld lyf. Það er eingöngu gert til þess að þeim aldraða líði betur. Að halda því fram að fjötrar og lyf séu notuð í annarlegum tilgangi er óábyrgt og fagaðilum ekki sæmandi.Fjárframlög skert Hjúkrunarheimili verða aldrei skemmtistaður þar sem stöðug dagskrá afþreyingar er í boði. Vil ég því minna á að við sem aðstandendur höfum ríkar skyldur til að sinna okkar foreldrum, öfum og ömmum þegar geta þeirra þverr til afþreyingar. Við sem sinnum öldruðum munum hins vegar gera það sem í okkar valdi stendur til þess að síðustu ævikvöldin verði þeim sem léttbærust. Fjárframlög til hjúkrunarheimila hafa verið skert og virðast taka mið af að grunnþörfum aldraðra sé sinnt og er það miður. Öldrunarstofnanir hafa barist fyrir auknum fjárframlögum án árangurs og ég vona að umræða þjóðfélagsins nái eyrum ráðamanna og gerð verði bragarbót. Allir Íslendingar eiga að stuðla að því að málefni aldraðra verði hafin til vegs og virðingar og leggja sitt af mörkum sama hversu mikið við getum lagt til. Margt smátt gerir eitt stórt. Gleymum því ekki að við erum að ræða um aðbúnað foreldra okkar, afa okkar og ömmu og brátt mun okkar tími koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég get varla orða bundist yfir þeirri umræðu sem hefur átt sér stað undanfarna daga í fjölmiðlum landsins um umönnun aldraðra. Það sem tók hornsteininn úr var fyrirsögnin „Fólk bundið og sett á róandi“. Ég hef starfað og komið að hjúkrun aldraðra í þrjátíu ár og aldrei á mínum ferli hef ég upplifað slíkt að fólk sé bundið og sett á róandi. Sláandi er líka að sá sem lætur slík ummæli falla til fjölmiðla á að vera fagaðili, sérmenntaður á sviði öldrunar. Vissulega má margt bæta í þjónustu aldraðra á hjúkrunarheimilum landsins s.s. að aldraðir eigi rétt á einbýli og betri aðstöðu. Allir sem ég hef starfað með síðastliðin þrjátíu ár hafa lagt sig fram um að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu og hugsað um hina öldruðu af alúð. Stundum getur verið nauðsynlegt að nota fjötra til að tryggja öryggi hins aldraða t.d. öryggisbelti í hjólastól til þess að hinn sami fari sér ekki að voða er hann reynir að gera eitthvað umfram getu. Tekið skal fram að fjötrar eru aldrei notaðir nema í sérstökum tilfellum og með samþykki aðstandenda. Fylgikvillar elliglapa og heilabilunar eru oft ranghugmyndir, óróleiki og önnur vanlíðan. Stundum er nauðsynlegt að gefa öldruðum sefandi lyf s.s. Ríson, Haldol og skyld lyf. Það er eingöngu gert til þess að þeim aldraða líði betur. Að halda því fram að fjötrar og lyf séu notuð í annarlegum tilgangi er óábyrgt og fagaðilum ekki sæmandi.Fjárframlög skert Hjúkrunarheimili verða aldrei skemmtistaður þar sem stöðug dagskrá afþreyingar er í boði. Vil ég því minna á að við sem aðstandendur höfum ríkar skyldur til að sinna okkar foreldrum, öfum og ömmum þegar geta þeirra þverr til afþreyingar. Við sem sinnum öldruðum munum hins vegar gera það sem í okkar valdi stendur til þess að síðustu ævikvöldin verði þeim sem léttbærust. Fjárframlög til hjúkrunarheimila hafa verið skert og virðast taka mið af að grunnþörfum aldraðra sé sinnt og er það miður. Öldrunarstofnanir hafa barist fyrir auknum fjárframlögum án árangurs og ég vona að umræða þjóðfélagsins nái eyrum ráðamanna og gerð verði bragarbót. Allir Íslendingar eiga að stuðla að því að málefni aldraðra verði hafin til vegs og virðingar og leggja sitt af mörkum sama hversu mikið við getum lagt til. Margt smátt gerir eitt stórt. Gleymum því ekki að við erum að ræða um aðbúnað foreldra okkar, afa okkar og ömmu og brátt mun okkar tími koma.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar