Sérstakt kvöld í Laugardalshöllinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Fer á EM. Einar Daði verður einn sex Íslendinga sem keppa á EM innanhúss í frjálsum í næsta mánuði. fréttablaðið/anton Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“ Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti