Nýsköpunarmiðstöð Íslands átta ára Þorsteinn I Sigfússon skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Fyrir átta árum hófst starfsemi nýrrar stofnunar hér á landi þar sem steypt var saman Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins með nýjum lögum. Nýsköpun er ein undirstaða hagvaxtarins sem þjóðarbúið þarf til að halda samkeppnisstöðu sinni á alþjóðlegum markaði. Það er ljóst að hér á okkar litla landi erum við ekki að keppa innbyrðis um fyrirtækin og frumkvöðlana, heldur erum við í samkeppni við það sem best gerist í hinum stóra heimi. Það er allra hagur að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og nýta vel þær auðlindir sem fyrir hendi eru, en ekki síður að hlúa að hugvitinu og skapa ný atvinnutækifæri á grundvelli þess. Hafa ber í huga að það er mjög auðvelt að flytja á milli landa fyrirtæki og störf, sem byggja á hugviti og að sjálfsögðu leita forsvarsmenn fyrirtækja í ákjósanlegustu aðstæður sem völ er á. Það eru fyrirtækin sem skapa arð og aukin framleiðni þeirra skapar hagvöxt. Til að skapa fyrirtækjunum ákjósanlegt starfsumhverfi þurfa aðstæður hér heima fyrir að vera á meðal þess sem best gerist á samkeppnissvæðum okkar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur þá sérstöku og eftirsóknarverðu stöðu að einbeita sér að verkefnum sem að jafnaði eru komin frá stigi grunnrannsókna og nálgast framleiðslu eða markaðssetningu vöru og þjónustu. Um leið forðast stofnunin að vera í samkeppni þar sem markaðurinn er að sinna hlutverki sínu með ákjósanlegum hætti. Starfsfólk miðstöðvarinnar á samtöl við þúsundir frumkvöðla og fyrirtækja á ári hverju og hefur náin tengsl við fjöldann allan af sprotafyrirtækjum bæði á frumkvöðlasetrum og víðsvegar um landið. Í samvinnu við Reykjavíkurborg var setur skapandi greina opnað við Hlemm, en það samanstendur af þremur setrum, sem eru Tónlistarklasinn, Gasstöðin og Hellirinn. Með opnun þessa seturs skapast sérlega góð aðstaða fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á breiðu sviði skapandi greina til að vinna að viðskiptahugmyndum sínum auk þess sem þetta framtak hefur sett nýjan og jákvæðan svip á svæðið í kringum Hlemm. Rannsókn sem gerð var við Uppsalaháskóla á árinu og bar saman frumkvöðlasetur okkar við sambærileg setur í Evrópu leiddi til afar góðra niðurstaðna okkur í hag. Ál- og kísilframleiðsla eykst mjög hér á landi. Nýsköpunarmiðstöð svaraði kalli nýsköpunarráðherra á árinu og setti á stofn ál- og kísilþróunarsetur þar sem löng reynsla okkar og þekking er beisluð til þess að þjóna þörfum hins vaxandi iðnaðar. Í samvinnu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið setti stofnunin á fót nýja FabLab-smiðju í Eddufelli í Breiðholti á árinu. Verkefnið hefur tekist með ágætum. Eins var opnuð ný FabLab-smiðja á Norðfirði og bætast þessar smiðjur við starfsemi miðstöðvarinnar á þessu sviði í Vestmannaeyjum, á Ísafirði og Sauðárkróki. Loks ber að geta að þátttaka okkar í starfi íslenska jarðvarmaklasans hefur verið farsæl. Energy Start-up ræsingarverkefni þar hafa tekist með ágætum. Ræsingarverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar víða um land munu fylgja í kjölfarið en þessi verkefni eru til að draga fram nýjar viðskiptahugmyndir á viðkomandi svæðum, meta þær faglega og styðja þær sem skara fram úr til frekari ávinnings. Fyrsta ræsingarverkefnið var gangsett í Skagafirði sl. haust með afar góðum árangri. Fram undan eru ræsingarverkefni í Fjallabyggð, á Austfjörðum og víðar. Verið velkomin á ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Hilton Nordica í fyrramálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir átta árum hófst starfsemi nýrrar stofnunar hér á landi þar sem steypt var saman Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins með nýjum lögum. Nýsköpun er ein undirstaða hagvaxtarins sem þjóðarbúið þarf til að halda samkeppnisstöðu sinni á alþjóðlegum markaði. Það er ljóst að hér á okkar litla landi erum við ekki að keppa innbyrðis um fyrirtækin og frumkvöðlana, heldur erum við í samkeppni við það sem best gerist í hinum stóra heimi. Það er allra hagur að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og nýta vel þær auðlindir sem fyrir hendi eru, en ekki síður að hlúa að hugvitinu og skapa ný atvinnutækifæri á grundvelli þess. Hafa ber í huga að það er mjög auðvelt að flytja á milli landa fyrirtæki og störf, sem byggja á hugviti og að sjálfsögðu leita forsvarsmenn fyrirtækja í ákjósanlegustu aðstæður sem völ er á. Það eru fyrirtækin sem skapa arð og aukin framleiðni þeirra skapar hagvöxt. Til að skapa fyrirtækjunum ákjósanlegt starfsumhverfi þurfa aðstæður hér heima fyrir að vera á meðal þess sem best gerist á samkeppnissvæðum okkar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur þá sérstöku og eftirsóknarverðu stöðu að einbeita sér að verkefnum sem að jafnaði eru komin frá stigi grunnrannsókna og nálgast framleiðslu eða markaðssetningu vöru og þjónustu. Um leið forðast stofnunin að vera í samkeppni þar sem markaðurinn er að sinna hlutverki sínu með ákjósanlegum hætti. Starfsfólk miðstöðvarinnar á samtöl við þúsundir frumkvöðla og fyrirtækja á ári hverju og hefur náin tengsl við fjöldann allan af sprotafyrirtækjum bæði á frumkvöðlasetrum og víðsvegar um landið. Í samvinnu við Reykjavíkurborg var setur skapandi greina opnað við Hlemm, en það samanstendur af þremur setrum, sem eru Tónlistarklasinn, Gasstöðin og Hellirinn. Með opnun þessa seturs skapast sérlega góð aðstaða fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á breiðu sviði skapandi greina til að vinna að viðskiptahugmyndum sínum auk þess sem þetta framtak hefur sett nýjan og jákvæðan svip á svæðið í kringum Hlemm. Rannsókn sem gerð var við Uppsalaháskóla á árinu og bar saman frumkvöðlasetur okkar við sambærileg setur í Evrópu leiddi til afar góðra niðurstaðna okkur í hag. Ál- og kísilframleiðsla eykst mjög hér á landi. Nýsköpunarmiðstöð svaraði kalli nýsköpunarráðherra á árinu og setti á stofn ál- og kísilþróunarsetur þar sem löng reynsla okkar og þekking er beisluð til þess að þjóna þörfum hins vaxandi iðnaðar. Í samvinnu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið setti stofnunin á fót nýja FabLab-smiðju í Eddufelli í Breiðholti á árinu. Verkefnið hefur tekist með ágætum. Eins var opnuð ný FabLab-smiðja á Norðfirði og bætast þessar smiðjur við starfsemi miðstöðvarinnar á þessu sviði í Vestmannaeyjum, á Ísafirði og Sauðárkróki. Loks ber að geta að þátttaka okkar í starfi íslenska jarðvarmaklasans hefur verið farsæl. Energy Start-up ræsingarverkefni þar hafa tekist með ágætum. Ræsingarverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar víða um land munu fylgja í kjölfarið en þessi verkefni eru til að draga fram nýjar viðskiptahugmyndir á viðkomandi svæðum, meta þær faglega og styðja þær sem skara fram úr til frekari ávinnings. Fyrsta ræsingarverkefnið var gangsett í Skagafirði sl. haust með afar góðum árangri. Fram undan eru ræsingarverkefni í Fjallabyggð, á Austfjörðum og víðar. Verið velkomin á ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Hilton Nordica í fyrramálið.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar