Eftir hverju er verið að bíða? Rakel Sölvadóttir skrifar 25. febrúar 2015 12:00 Í dag skiptast þjóðartekjur milli fjögurra þátta; sjávarútvegs, stóriðju, ferðaiðnaðar og annars. Undir þetta „annað“ fellur hugverkið og það er þar sem við getum komið Íslandi á kortið sem frumkvöðli í tækni, tæknimenntun og rannsóknum. Í skýrslu Porter, Delgado-Garcia, Ketels og Stern um samkeppnisstuðul er fjallað um mikilvægi þekkingar og að þekking sé einn stærsti lykilþátturinn í framleiðni og þar af leiðandi hagvexti þjóða. Þetta meikar fullkominn sens svo ég sletti nú aðeins. Hvernig þekkingu þurfum við helst á að halda í dag og inn í framtíðina? Þurfum við þekkingu sem gengur á auðlindir landsins? Þurfum við þekkingu til að planta niður fleiri álverum og áburðarverksmiðjum sem flytja tekjurnar úr landi? Hagkerfi framtíðarinnar byggist á tækni, tæknilæsi og tæknisköpun en því miður er allt of algengt að nemendur velja sig frá tæknigreinum sem ýtir undir viðvarandi skort á menntuðu tæknifólki. Vandinn snýr ekki eingöngu að því að fyrirtæki vanti tæknimenntað fólk – stærsta vandamálið er að ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur velja sér síður tækninám þegar í framhaldsskóla og háskóla er komið. Ein af ástæðunum er sú að nemendur fá ekki tækifæri til að kynnast því hvernig hægt sé að nýta tæknina á skapandi máta á fyrri skólastigum og öðlast þannig grunnþekkingu og skilning á tækni og forritun. Menntakerfinu er oft líkt við stórt olíuskip og að það taki langan tíma að snúa því eftir að ákvörðun hafi verið tekin. Í tilfelli Íslands höfum við ekki einu sinni þessa ákvörðun. Nítján af 20 ríkjum Evrópu sem svöruðu könnun Evrópska skólanetsins eru búin að innleiða forritun eða við það að innleiða hana. Ísland er hér eftirbátur og svaraði ekki einu sinni könnuninni. Formleg ákvörðun hjá menntamálayfirvaldinu um innleiðingu á forritun í grunnskóla landsins væri öflugt skref að taka. Í framhaldinu væri hægt að veita skólakerfinu og atvinnulífinu stuðning við að snúa skipinu. Þetta þarf ekki að vera svona erfitt og flókið – hið opinbera má leita til atvinnulífsins eftir stuðningi og sérþekkingu! Það er komið nóg af endalausum starfshópum og rykföllnum skýrslum og kominn tími á framkvæmdir. Tækninám leggur grunn að grundvallarfærni nemenda á vinnumarkaði 21. aldarinnar. Hagvöxtur er háður þekkingu og við verðum því að hefjast handa við að efla menntakerfið í takt við tækniþróunina og gefa Íslandi „Forskot til framtíðar“. Eftir hverju er verið að bíða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag skiptast þjóðartekjur milli fjögurra þátta; sjávarútvegs, stóriðju, ferðaiðnaðar og annars. Undir þetta „annað“ fellur hugverkið og það er þar sem við getum komið Íslandi á kortið sem frumkvöðli í tækni, tæknimenntun og rannsóknum. Í skýrslu Porter, Delgado-Garcia, Ketels og Stern um samkeppnisstuðul er fjallað um mikilvægi þekkingar og að þekking sé einn stærsti lykilþátturinn í framleiðni og þar af leiðandi hagvexti þjóða. Þetta meikar fullkominn sens svo ég sletti nú aðeins. Hvernig þekkingu þurfum við helst á að halda í dag og inn í framtíðina? Þurfum við þekkingu sem gengur á auðlindir landsins? Þurfum við þekkingu til að planta niður fleiri álverum og áburðarverksmiðjum sem flytja tekjurnar úr landi? Hagkerfi framtíðarinnar byggist á tækni, tæknilæsi og tæknisköpun en því miður er allt of algengt að nemendur velja sig frá tæknigreinum sem ýtir undir viðvarandi skort á menntuðu tæknifólki. Vandinn snýr ekki eingöngu að því að fyrirtæki vanti tæknimenntað fólk – stærsta vandamálið er að ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur velja sér síður tækninám þegar í framhaldsskóla og háskóla er komið. Ein af ástæðunum er sú að nemendur fá ekki tækifæri til að kynnast því hvernig hægt sé að nýta tæknina á skapandi máta á fyrri skólastigum og öðlast þannig grunnþekkingu og skilning á tækni og forritun. Menntakerfinu er oft líkt við stórt olíuskip og að það taki langan tíma að snúa því eftir að ákvörðun hafi verið tekin. Í tilfelli Íslands höfum við ekki einu sinni þessa ákvörðun. Nítján af 20 ríkjum Evrópu sem svöruðu könnun Evrópska skólanetsins eru búin að innleiða forritun eða við það að innleiða hana. Ísland er hér eftirbátur og svaraði ekki einu sinni könnuninni. Formleg ákvörðun hjá menntamálayfirvaldinu um innleiðingu á forritun í grunnskóla landsins væri öflugt skref að taka. Í framhaldinu væri hægt að veita skólakerfinu og atvinnulífinu stuðning við að snúa skipinu. Þetta þarf ekki að vera svona erfitt og flókið – hið opinbera má leita til atvinnulífsins eftir stuðningi og sérþekkingu! Það er komið nóg af endalausum starfshópum og rykföllnum skýrslum og kominn tími á framkvæmdir. Tækninám leggur grunn að grundvallarfærni nemenda á vinnumarkaði 21. aldarinnar. Hagvöxtur er háður þekkingu og við verðum því að hefjast handa við að efla menntakerfið í takt við tækniþróunina og gefa Íslandi „Forskot til framtíðar“. Eftir hverju er verið að bíða?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun