Eftir hverju er verið að bíða? Rakel Sölvadóttir skrifar 25. febrúar 2015 12:00 Í dag skiptast þjóðartekjur milli fjögurra þátta; sjávarútvegs, stóriðju, ferðaiðnaðar og annars. Undir þetta „annað“ fellur hugverkið og það er þar sem við getum komið Íslandi á kortið sem frumkvöðli í tækni, tæknimenntun og rannsóknum. Í skýrslu Porter, Delgado-Garcia, Ketels og Stern um samkeppnisstuðul er fjallað um mikilvægi þekkingar og að þekking sé einn stærsti lykilþátturinn í framleiðni og þar af leiðandi hagvexti þjóða. Þetta meikar fullkominn sens svo ég sletti nú aðeins. Hvernig þekkingu þurfum við helst á að halda í dag og inn í framtíðina? Þurfum við þekkingu sem gengur á auðlindir landsins? Þurfum við þekkingu til að planta niður fleiri álverum og áburðarverksmiðjum sem flytja tekjurnar úr landi? Hagkerfi framtíðarinnar byggist á tækni, tæknilæsi og tæknisköpun en því miður er allt of algengt að nemendur velja sig frá tæknigreinum sem ýtir undir viðvarandi skort á menntuðu tæknifólki. Vandinn snýr ekki eingöngu að því að fyrirtæki vanti tæknimenntað fólk – stærsta vandamálið er að ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur velja sér síður tækninám þegar í framhaldsskóla og háskóla er komið. Ein af ástæðunum er sú að nemendur fá ekki tækifæri til að kynnast því hvernig hægt sé að nýta tæknina á skapandi máta á fyrri skólastigum og öðlast þannig grunnþekkingu og skilning á tækni og forritun. Menntakerfinu er oft líkt við stórt olíuskip og að það taki langan tíma að snúa því eftir að ákvörðun hafi verið tekin. Í tilfelli Íslands höfum við ekki einu sinni þessa ákvörðun. Nítján af 20 ríkjum Evrópu sem svöruðu könnun Evrópska skólanetsins eru búin að innleiða forritun eða við það að innleiða hana. Ísland er hér eftirbátur og svaraði ekki einu sinni könnuninni. Formleg ákvörðun hjá menntamálayfirvaldinu um innleiðingu á forritun í grunnskóla landsins væri öflugt skref að taka. Í framhaldinu væri hægt að veita skólakerfinu og atvinnulífinu stuðning við að snúa skipinu. Þetta þarf ekki að vera svona erfitt og flókið – hið opinbera má leita til atvinnulífsins eftir stuðningi og sérþekkingu! Það er komið nóg af endalausum starfshópum og rykföllnum skýrslum og kominn tími á framkvæmdir. Tækninám leggur grunn að grundvallarfærni nemenda á vinnumarkaði 21. aldarinnar. Hagvöxtur er háður þekkingu og við verðum því að hefjast handa við að efla menntakerfið í takt við tækniþróunina og gefa Íslandi „Forskot til framtíðar“. Eftir hverju er verið að bíða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag skiptast þjóðartekjur milli fjögurra þátta; sjávarútvegs, stóriðju, ferðaiðnaðar og annars. Undir þetta „annað“ fellur hugverkið og það er þar sem við getum komið Íslandi á kortið sem frumkvöðli í tækni, tæknimenntun og rannsóknum. Í skýrslu Porter, Delgado-Garcia, Ketels og Stern um samkeppnisstuðul er fjallað um mikilvægi þekkingar og að þekking sé einn stærsti lykilþátturinn í framleiðni og þar af leiðandi hagvexti þjóða. Þetta meikar fullkominn sens svo ég sletti nú aðeins. Hvernig þekkingu þurfum við helst á að halda í dag og inn í framtíðina? Þurfum við þekkingu sem gengur á auðlindir landsins? Þurfum við þekkingu til að planta niður fleiri álverum og áburðarverksmiðjum sem flytja tekjurnar úr landi? Hagkerfi framtíðarinnar byggist á tækni, tæknilæsi og tæknisköpun en því miður er allt of algengt að nemendur velja sig frá tæknigreinum sem ýtir undir viðvarandi skort á menntuðu tæknifólki. Vandinn snýr ekki eingöngu að því að fyrirtæki vanti tæknimenntað fólk – stærsta vandamálið er að ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur velja sér síður tækninám þegar í framhaldsskóla og háskóla er komið. Ein af ástæðunum er sú að nemendur fá ekki tækifæri til að kynnast því hvernig hægt sé að nýta tæknina á skapandi máta á fyrri skólastigum og öðlast þannig grunnþekkingu og skilning á tækni og forritun. Menntakerfinu er oft líkt við stórt olíuskip og að það taki langan tíma að snúa því eftir að ákvörðun hafi verið tekin. Í tilfelli Íslands höfum við ekki einu sinni þessa ákvörðun. Nítján af 20 ríkjum Evrópu sem svöruðu könnun Evrópska skólanetsins eru búin að innleiða forritun eða við það að innleiða hana. Ísland er hér eftirbátur og svaraði ekki einu sinni könnuninni. Formleg ákvörðun hjá menntamálayfirvaldinu um innleiðingu á forritun í grunnskóla landsins væri öflugt skref að taka. Í framhaldinu væri hægt að veita skólakerfinu og atvinnulífinu stuðning við að snúa skipinu. Þetta þarf ekki að vera svona erfitt og flókið – hið opinbera má leita til atvinnulífsins eftir stuðningi og sérþekkingu! Það er komið nóg af endalausum starfshópum og rykföllnum skýrslum og kominn tími á framkvæmdir. Tækninám leggur grunn að grundvallarfærni nemenda á vinnumarkaði 21. aldarinnar. Hagvöxtur er háður þekkingu og við verðum því að hefjast handa við að efla menntakerfið í takt við tækniþróunina og gefa Íslandi „Forskot til framtíðar“. Eftir hverju er verið að bíða?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun