Félagsmiðstöðvar eru mikilvægar Þuríður Davíðsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 10:55 Þegar ég var unglingur stundaði ég félagsmiðstöðina í hverfinu mínu af krafti. Þetta var staður þar sem ég gat verið með vinum og öðrum skólafélögum. Þar voru böll, opin hús, fræðslukvöld og fleira í boði og gerði ég mitt besta að mæta á eins mikið og ég gat. Ástæðan fyrir þessu var að mér fannst afskaplega gaman í félagsmiðstöðinni. Allir viðburðirnir voru áhugaverðir og starfsfólkið skemmtilegt. Þetta gerði það að verkum að í 9.bekk sótti ég um að komast í nemendaráðið. Nemendaráðið skipuleggur viðburði ásamt starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar, auglýsir og svo fannst mér alls ekki leiðinlegt að fá að vinna í félagsmiðstöðarsjoppunni. Á þessum tíma gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað ég væri í raun að læra mikið. Þegar ég varð 21 árs þá ákvað ég að sækja um að vinna í félagsmiðstöð. Mér fannst starfsfólkið í félagsmiðstöðinni þegar ég var unglingur einstaklega skemmtilegt og hugsaði ég með mér að þetta væri örugglega skemmtilegt starf til þess að vinna við. Seinna meir komst ég að því að þetta væri meira heldur en bara skemmtilegt starf. Starfsfólk félagsmiðstöðva leggja hart að sér að sinna sínu starfi vel. Við fengum fræðslur eftir fræðslur um ýmislegt svo sem forvarnir, geðraskanir, einelti, jafnræði og ýmislegt fleira tengt unglingum. Þessar fræðslur gerðu mér kleift að skilja unglinga betur og þeirra margvíslegu hliðar ásamt því að sinna starfinu mínu á faglegan hátt. Unglingsárin eru erfið og þetta er tími sem er mjög viðkvæmur því að unglingurinn er að leita að sjálfum sér. Hann er að þroskast og verða að sjálfstæðum einstaklingi. Þetta eru árin sem foreldranir verða ekki jafn mikilvægir og áður í augum unglingsins. Unglingurinn fer að prufa sig áfram og vill taka sínar eigin ákvarðanir. Sem starfsmaður í félagsmiðstöð fannst mér frábært að sjá unglingana mæta aftur og aftur til okkar. Samband mitt við unglingana þróaðist úr því að vera einungis starfsmaður í það að vera einskonar vinur. Unglingarnir fóru að koma til mín og leita ráða. Ég get ekki lýst því hversu yndislegt það er að fá traust annarra hvað þá unglinga. Ég gat miðlað til þeirra minni þekkingu á ýmsu og leiðbeint þeim af minni bestu getu en á sama tíma vorum við að skemmta okkur. Oftar en ekki hugsar fólk með sér að félagsmiðstöð sé einungis staður þar sem að unglingar geta „hangið“ og þetta sé betri staður en að vera að „hanga“ út í sjoppu. Að vissu leiti er þetta satt en félagsmiðstöðin er svo miklu meira en það. Ég nefndi hér áður að ég gerði mér ekki grein fyrir því sem unglingur hvað ég væri að læra mikið. Það sem ég lærði í félagsmiðstöðinni mun ávallt fylgja mér. Ég lærði félagsleg samskipti, lýðræði, þolinmæði, gagnrýna hugsun, hvernig á að skipuleggja sig og svo ekki sé nefnd hinar ýmsu fræðslur sem ég fékk svo sem hvernig ég ætti að farða mig, áhættur fíkniefnis og fleira. Allt þetta lærði ég án þess að gera mér fullkomlega grein fyrir því á þeim tíma. Margir álíta að lærdómur eigi sér einungis stað í kennslustofum. En það er ekki eini staðurinn sem lærdómur á sér stað, lærdóm má einnig finna í félagmiðstöð. Þar er starfsfólkið að vinna með unglingunum og kenna á meðan það er verið að skemmta sér. Sem dæmi má taka sjáum við fyrir okkur félagsmiðstöð og í félagsmiðstöðinni sérðu ungling og starfsmann spila borðtennis. Maður hugsar kannski með sér „þau er að spila borðtennis, þau eru að skemmta sér“ og svo ekkert meira. En borðtennis er bara einskonar tól sem starfsmaðurinn notar. Á meðan leiknum stendur getur myndast djúpar umræður, unglingurinn opnar sig og fer að treysta starfsmanninum. Þarna myndast augnablik sem er starfsmanninum mikilvæg. Ýmislegt getur borið á góma við einfaldan leik í borðtennis milli starfsmanns og unglings. Það sem ég vil meina með öllu þessu er að félagsmiðstöðvar er mikilvægar sérstaklega fyrir unglinginn. Þarna á sér stað eins og ég tók fram mikill lærdómur. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru að aðstoða unglinginn að móta sig sem sjálfstæðan einstakling. Félagsmiðstöðvar er starfsemi þar sem unglingar fá tækifæri til að blómstra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var unglingur stundaði ég félagsmiðstöðina í hverfinu mínu af krafti. Þetta var staður þar sem ég gat verið með vinum og öðrum skólafélögum. Þar voru böll, opin hús, fræðslukvöld og fleira í boði og gerði ég mitt besta að mæta á eins mikið og ég gat. Ástæðan fyrir þessu var að mér fannst afskaplega gaman í félagsmiðstöðinni. Allir viðburðirnir voru áhugaverðir og starfsfólkið skemmtilegt. Þetta gerði það að verkum að í 9.bekk sótti ég um að komast í nemendaráðið. Nemendaráðið skipuleggur viðburði ásamt starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar, auglýsir og svo fannst mér alls ekki leiðinlegt að fá að vinna í félagsmiðstöðarsjoppunni. Á þessum tíma gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað ég væri í raun að læra mikið. Þegar ég varð 21 árs þá ákvað ég að sækja um að vinna í félagsmiðstöð. Mér fannst starfsfólkið í félagsmiðstöðinni þegar ég var unglingur einstaklega skemmtilegt og hugsaði ég með mér að þetta væri örugglega skemmtilegt starf til þess að vinna við. Seinna meir komst ég að því að þetta væri meira heldur en bara skemmtilegt starf. Starfsfólk félagsmiðstöðva leggja hart að sér að sinna sínu starfi vel. Við fengum fræðslur eftir fræðslur um ýmislegt svo sem forvarnir, geðraskanir, einelti, jafnræði og ýmislegt fleira tengt unglingum. Þessar fræðslur gerðu mér kleift að skilja unglinga betur og þeirra margvíslegu hliðar ásamt því að sinna starfinu mínu á faglegan hátt. Unglingsárin eru erfið og þetta er tími sem er mjög viðkvæmur því að unglingurinn er að leita að sjálfum sér. Hann er að þroskast og verða að sjálfstæðum einstaklingi. Þetta eru árin sem foreldranir verða ekki jafn mikilvægir og áður í augum unglingsins. Unglingurinn fer að prufa sig áfram og vill taka sínar eigin ákvarðanir. Sem starfsmaður í félagsmiðstöð fannst mér frábært að sjá unglingana mæta aftur og aftur til okkar. Samband mitt við unglingana þróaðist úr því að vera einungis starfsmaður í það að vera einskonar vinur. Unglingarnir fóru að koma til mín og leita ráða. Ég get ekki lýst því hversu yndislegt það er að fá traust annarra hvað þá unglinga. Ég gat miðlað til þeirra minni þekkingu á ýmsu og leiðbeint þeim af minni bestu getu en á sama tíma vorum við að skemmta okkur. Oftar en ekki hugsar fólk með sér að félagsmiðstöð sé einungis staður þar sem að unglingar geta „hangið“ og þetta sé betri staður en að vera að „hanga“ út í sjoppu. Að vissu leiti er þetta satt en félagsmiðstöðin er svo miklu meira en það. Ég nefndi hér áður að ég gerði mér ekki grein fyrir því sem unglingur hvað ég væri að læra mikið. Það sem ég lærði í félagsmiðstöðinni mun ávallt fylgja mér. Ég lærði félagsleg samskipti, lýðræði, þolinmæði, gagnrýna hugsun, hvernig á að skipuleggja sig og svo ekki sé nefnd hinar ýmsu fræðslur sem ég fékk svo sem hvernig ég ætti að farða mig, áhættur fíkniefnis og fleira. Allt þetta lærði ég án þess að gera mér fullkomlega grein fyrir því á þeim tíma. Margir álíta að lærdómur eigi sér einungis stað í kennslustofum. En það er ekki eini staðurinn sem lærdómur á sér stað, lærdóm má einnig finna í félagmiðstöð. Þar er starfsfólkið að vinna með unglingunum og kenna á meðan það er verið að skemmta sér. Sem dæmi má taka sjáum við fyrir okkur félagsmiðstöð og í félagsmiðstöðinni sérðu ungling og starfsmann spila borðtennis. Maður hugsar kannski með sér „þau er að spila borðtennis, þau eru að skemmta sér“ og svo ekkert meira. En borðtennis er bara einskonar tól sem starfsmaðurinn notar. Á meðan leiknum stendur getur myndast djúpar umræður, unglingurinn opnar sig og fer að treysta starfsmanninum. Þarna myndast augnablik sem er starfsmanninum mikilvæg. Ýmislegt getur borið á góma við einfaldan leik í borðtennis milli starfsmanns og unglings. Það sem ég vil meina með öllu þessu er að félagsmiðstöðvar er mikilvægar sérstaklega fyrir unglinginn. Þarna á sér stað eins og ég tók fram mikill lærdómur. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru að aðstoða unglinginn að móta sig sem sjálfstæðan einstakling. Félagsmiðstöðvar er starfsemi þar sem unglingar fá tækifæri til að blómstra.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun