Sigrún með ótrúlegt vald á röddinni Dagný Arnalds skrifar 25. febrúar 2015 14:26 Það var fallegt um að litast í Bolungarvík þegar ég keyrði út úr Óshlíðargöngunum sunnudagskvöldið 15. febrúar síðastliðið. Sannarlegt vetrarríki og í bænum miðjum flöktu friðarljós sem buðu gesti bæjarins velkomna. Ljósunum stafaði frá Félagsheimilinu og leiðin lá einmitt þangað á óperutónleika að hlusta á Sigrúnu Pálmadóttur sópran og Beötu Joó píanóleikara. Það var strax eitthvað mjög hátíðlegt við andrúmsloftið þegar ég kom inn í Félagsheimilið. Í anddyrinu var búið að setja upp mjög skemmtilega og litríka myndasýningu frá hinum ýmsu óperuuppfærslum sem Sigrún Pálmadóttir hefur tekið þátt í. Myndin af henni í síðasta rammanum með sítt alskegg var dálítið fyndin eftir alla prinsessukjólana á hinum myndunum. Fyrir tónleikana var boðið upp á fordrykk. Salurinn var lýstur upp með kertum og borðunum var raðað svolítið eins og á kaffihúsi. Það skapaðist strax svo þægilegt andrúmsloft og átti Samúel Einarsson stóran þátt í því. Hann spilaði hvert uppáhaldslagið á fætur öðru á píanóið af sinni alkunnu innlifun og ró. Þær Sigrún og Beata hófu dagskrána bæði fyrir og eftir hlé á íslenskum sönglögum en enduðu á ítölskum aríum. Af íslensku lögunum fannst mér sérstaklega fallegt samspil í Kossavísum Páls Ísólfssonar, en það var skemmtilega grallaralegt og öll blæbrigði voru svo samstillt milli raddarinnar og píanósins.Frá tónleikunum.Lag Jóns Ásgeirssonar, Þótt form þín hjúpi graflín var líka mjög fallega flutt, flæðandi en samt af svo mikilli ró. Dagskráin var mjög fjölbreytt og Sigrún kynnti hvert lag fyrir sig. Það var mjög gott, bæði til þess að áheyrendur gætu glöggvað sig aðeins á því um hvað lögin snérust, ekki síst þessi ítölsku, en líka vegna þess að maður þurfti hreinlega smá stund milli laga til þess að tilfinningin sem þær Sigrún og Beata náðu að vekja fengi að lifa aðeins lengur. Síðustu aríurnar bæði fyrir og eftir hlé voru svo af því tagi að maður þurfti bara almennilegt hlé til þess að jafna sig af gæsahúðinni. Sigrún er með ótrúlegt vald á röddinni og hreif alla upp úr skónum á þessum tónleikum. Í hléinu voru reiddir fram smáréttir undir píanóleik Samma. Mér finnst þessi umgjörð á tónleikum stórsniðug og það var gaman að spjalla aðeins saman yfir kræsingunum áður en seinni hluti tónleikanna hófst. Eftir síðustu aríuna ætlaði fagnaðarlátnum aldrei að linna og þær Sigrún og Beata fluttu tvö aukalög áður en þær komu niður af sviðinu til að spjalla við gestina. Við erum sannarlega heppin að eiga þessa stórkostlegu listamenn hérna fyrir vestan og held að einmitt svona tónleikar ættu að vera sem oftast, ekki síst á veturna þegar maður er stundum hvað stirðastur í sálinni. Þegar ég keyrði aftur til baka í gegnum göngin hugsaði ég líka með mér hvað þetta væri sniðug umgjörð og þægileg tímasetning á tónleikum svona um kvöldmatarleytið. Kvöldið var framundan eftir þessa veislu og bolludagsbollurnar sem ég bakaði eftir að hafa fengið uppskrift í spjallinu í hléinu heppnuðust vonum framar, enda bakarinn svo ánægður með tilveruna. Allir aðstandendur tónleikanna eiga mikið hrós skilið enda náðu þeir að búa til stund sem verður lengi í minnum höfð hjá öllum sem fengu að njóta hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það var fallegt um að litast í Bolungarvík þegar ég keyrði út úr Óshlíðargöngunum sunnudagskvöldið 15. febrúar síðastliðið. Sannarlegt vetrarríki og í bænum miðjum flöktu friðarljós sem buðu gesti bæjarins velkomna. Ljósunum stafaði frá Félagsheimilinu og leiðin lá einmitt þangað á óperutónleika að hlusta á Sigrúnu Pálmadóttur sópran og Beötu Joó píanóleikara. Það var strax eitthvað mjög hátíðlegt við andrúmsloftið þegar ég kom inn í Félagsheimilið. Í anddyrinu var búið að setja upp mjög skemmtilega og litríka myndasýningu frá hinum ýmsu óperuuppfærslum sem Sigrún Pálmadóttir hefur tekið þátt í. Myndin af henni í síðasta rammanum með sítt alskegg var dálítið fyndin eftir alla prinsessukjólana á hinum myndunum. Fyrir tónleikana var boðið upp á fordrykk. Salurinn var lýstur upp með kertum og borðunum var raðað svolítið eins og á kaffihúsi. Það skapaðist strax svo þægilegt andrúmsloft og átti Samúel Einarsson stóran þátt í því. Hann spilaði hvert uppáhaldslagið á fætur öðru á píanóið af sinni alkunnu innlifun og ró. Þær Sigrún og Beata hófu dagskrána bæði fyrir og eftir hlé á íslenskum sönglögum en enduðu á ítölskum aríum. Af íslensku lögunum fannst mér sérstaklega fallegt samspil í Kossavísum Páls Ísólfssonar, en það var skemmtilega grallaralegt og öll blæbrigði voru svo samstillt milli raddarinnar og píanósins.Frá tónleikunum.Lag Jóns Ásgeirssonar, Þótt form þín hjúpi graflín var líka mjög fallega flutt, flæðandi en samt af svo mikilli ró. Dagskráin var mjög fjölbreytt og Sigrún kynnti hvert lag fyrir sig. Það var mjög gott, bæði til þess að áheyrendur gætu glöggvað sig aðeins á því um hvað lögin snérust, ekki síst þessi ítölsku, en líka vegna þess að maður þurfti hreinlega smá stund milli laga til þess að tilfinningin sem þær Sigrún og Beata náðu að vekja fengi að lifa aðeins lengur. Síðustu aríurnar bæði fyrir og eftir hlé voru svo af því tagi að maður þurfti bara almennilegt hlé til þess að jafna sig af gæsahúðinni. Sigrún er með ótrúlegt vald á röddinni og hreif alla upp úr skónum á þessum tónleikum. Í hléinu voru reiddir fram smáréttir undir píanóleik Samma. Mér finnst þessi umgjörð á tónleikum stórsniðug og það var gaman að spjalla aðeins saman yfir kræsingunum áður en seinni hluti tónleikanna hófst. Eftir síðustu aríuna ætlaði fagnaðarlátnum aldrei að linna og þær Sigrún og Beata fluttu tvö aukalög áður en þær komu niður af sviðinu til að spjalla við gestina. Við erum sannarlega heppin að eiga þessa stórkostlegu listamenn hérna fyrir vestan og held að einmitt svona tónleikar ættu að vera sem oftast, ekki síst á veturna þegar maður er stundum hvað stirðastur í sálinni. Þegar ég keyrði aftur til baka í gegnum göngin hugsaði ég líka með mér hvað þetta væri sniðug umgjörð og þægileg tímasetning á tónleikum svona um kvöldmatarleytið. Kvöldið var framundan eftir þessa veislu og bolludagsbollurnar sem ég bakaði eftir að hafa fengið uppskrift í spjallinu í hléinu heppnuðust vonum framar, enda bakarinn svo ánægður með tilveruna. Allir aðstandendur tónleikanna eiga mikið hrós skilið enda náðu þeir að búa til stund sem verður lengi í minnum höfð hjá öllum sem fengu að njóta hennar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun