Körfuknattleikssamband Íslands hefur orðið að fresta tveimur af fjórum leikjum í 22. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld.
Leikir Grindavíkur og Hamars í Grindavík og Snæfells og Hauka í Stykkishólmi fara ekki fram í kvöld en báðir leikir áttu að hefjast klukkan 19.15.
Á heimasíðu KKÍ kemur fram að ákvörðunin var tekin eftir að Mótanefnd KKÍ ráðfærði sig við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands.
Nýkrýndir bikarmeistarar Grindavíkur fá því aðeins lengri tíma til að njóta bikarsigurs síns um síðustu helgi.
Leikirnir sem fara fram í kvöld eru á milli KR og Val í DHL-höllinni og á milli Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík.
Leik bikarmeistaranna frestað | Veðrið truflar körfuna í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn

