Mismunandi valkostir – svar við kalli tímans? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Meginrök okkar sem í áratugi unnum að sameiningu vinstri flokkanna voru, að fleira sameinaði þá en skildi að og sameinaðir hefðu þeir meiri áhrif. Lykiláfangi var stofnun Reykjavíkurlistans 1994 og fjöldi sameiginlegra framboða um allt land, sem áttu síðan drjúgan þátt í samruna fjögurra flokka í Samfylkinguna árið 2000. Í dag starfar þessi hluti stjórnmálanna í fjórum flokkum, Bjartri framtíð, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Framsóknarflokkur hefur í bili a.m.k. dæmt sig úr leik með lýðskrumi og þjóðernisbelgingi, þó þar séu vissulega góðir liðsmenn félagshyggju eins og Eygló Harðardóttir. Erum við samfylkingarsinnar þá aftur á byrjunarreit? Ekki nauðsynlega. Líta má svo á að þessir fjórir flokkar höfði einfaldlega til mismunandi, en mikilvægra hópa vinstra megin við miðju, eitthvað sem einn flokkur myndi ekki gera. Kjósendur í dag vilja aukin áhrif, geta valið mismunandi áherslur á mismunandi tímum. Það er andi okkar tíma, en ekki skilyrðislaus flokkshollusta. Þetta er því ekki nauðsynlega slæmt fyrirkomulag. Ekki síst vegna þess, að mikilvægt atriði hefur breyst frá fyrri tíð, fólk í þessum fjórum flokkum lítur ekki hvert á annað sem sinn helsta andstæðing eins og oft var áður, t.d. á milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir þetta glöggt, sem og samstarf VG og Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, í dag á Alþingi og að því er virðist prýðissamstarf þeirra einnig við þingflokka Bjartrar framtíðar og Pírata. Ég held því að við eigum að horfa á þessa flokka sem bræðra- og systurflokka, þar sem vilji kjósenda á hverjum tíma ræður hvaða áherslur vega þyngst: Vilja kjósendur meira eða minna af 1. Hefðbundinni jafnaðarstefnu, samstarfi við verkalýðshreyfingu og áherslu á ESB-aðild (Samfylking)? 2. Róttækni í kvenfrelsis- umhverfismálum (VG)? 3. Uppreisn gegn kerfum og valdboði og kröfu um gagnsæi (Píratar)? 4. Frjálslyndri umbótastefnu (Björt framtíð)? Allir þessir þættir eru til í hverjum flokkanna, en misríkjandi. Er ekki lærdómur stjórnmálasögu 20. aldar og um leið áskorun forystu þessara fjögurra flokka að láta ekki andstæðinga, innri átök eða persónulegan metnað, sundra samstarfi og samstöðu umbótasinnaðs félagshyggjufólks. Fólks sem vill gæta almannahagsmuna og jöfnuðar, og ekki síst standa vörð um þá sem veikast standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Meginrök okkar sem í áratugi unnum að sameiningu vinstri flokkanna voru, að fleira sameinaði þá en skildi að og sameinaðir hefðu þeir meiri áhrif. Lykiláfangi var stofnun Reykjavíkurlistans 1994 og fjöldi sameiginlegra framboða um allt land, sem áttu síðan drjúgan þátt í samruna fjögurra flokka í Samfylkinguna árið 2000. Í dag starfar þessi hluti stjórnmálanna í fjórum flokkum, Bjartri framtíð, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Framsóknarflokkur hefur í bili a.m.k. dæmt sig úr leik með lýðskrumi og þjóðernisbelgingi, þó þar séu vissulega góðir liðsmenn félagshyggju eins og Eygló Harðardóttir. Erum við samfylkingarsinnar þá aftur á byrjunarreit? Ekki nauðsynlega. Líta má svo á að þessir fjórir flokkar höfði einfaldlega til mismunandi, en mikilvægra hópa vinstra megin við miðju, eitthvað sem einn flokkur myndi ekki gera. Kjósendur í dag vilja aukin áhrif, geta valið mismunandi áherslur á mismunandi tímum. Það er andi okkar tíma, en ekki skilyrðislaus flokkshollusta. Þetta er því ekki nauðsynlega slæmt fyrirkomulag. Ekki síst vegna þess, að mikilvægt atriði hefur breyst frá fyrri tíð, fólk í þessum fjórum flokkum lítur ekki hvert á annað sem sinn helsta andstæðing eins og oft var áður, t.d. á milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir þetta glöggt, sem og samstarf VG og Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, í dag á Alþingi og að því er virðist prýðissamstarf þeirra einnig við þingflokka Bjartrar framtíðar og Pírata. Ég held því að við eigum að horfa á þessa flokka sem bræðra- og systurflokka, þar sem vilji kjósenda á hverjum tíma ræður hvaða áherslur vega þyngst: Vilja kjósendur meira eða minna af 1. Hefðbundinni jafnaðarstefnu, samstarfi við verkalýðshreyfingu og áherslu á ESB-aðild (Samfylking)? 2. Róttækni í kvenfrelsis- umhverfismálum (VG)? 3. Uppreisn gegn kerfum og valdboði og kröfu um gagnsæi (Píratar)? 4. Frjálslyndri umbótastefnu (Björt framtíð)? Allir þessir þættir eru til í hverjum flokkanna, en misríkjandi. Er ekki lærdómur stjórnmálasögu 20. aldar og um leið áskorun forystu þessara fjögurra flokka að láta ekki andstæðinga, innri átök eða persónulegan metnað, sundra samstarfi og samstöðu umbótasinnaðs félagshyggjufólks. Fólks sem vill gæta almannahagsmuna og jöfnuðar, og ekki síst standa vörð um þá sem veikast standa.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun