Þakklát dóttir kerfisljóns Inga María Árnadóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Við getum ábyggilega flest verið sammála um að NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) sé afar vel til þess fallin að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga. Sú þjónusta miðar að því að hinn fatlaði ræður til sín starfsfólk sem sinnir hans þörfum þegar hann þarf á þeim að halda og á þann hátt sem er ákjósanlegastur fyrir viðkomandi. Hann fær svo mánaðarlegan styrk frá sveitarfélaginu til að greiða starfsfólki sínu laun og hluta af öðrum kostnaði. Best væri auðvitað ef allir aldraðir, fatlaðir eða langveikir gætu nýtt sér notendastýrða þjónustu en hún hæfir ekki öllum þar sem hún byggir á því að fólk skipuleggi sjálft það sem gera þarf, eins og að setja upp vinnuplan og greiða laun. Þá er þjónusta sem þessi talin vera kostnaðarsöm og aðeins fáir njóta hennar. Þó sýnir bresk könnun að kostnaður er oft svipaður við persónulega aðstoð og hefðbundna umönnun. Í Noregi er notendastýrð þjónusta meira að segja talin hagkvæmari en önnur hugsanleg þjónusta fyrir sama hóp notenda hennar. En kerfið er því miður byggt upp á þann hátt að það vinnur ætíð gegn þeim sem þurfa mest á því að halda. Þegar fólk skortir þrek, áræði eða getu til að ganga á eftir réttindum sínum verður það að sætta sig við þá litlu flís sem er eftir af bráðinni þegar ljónin eru búin að gæða sér á henni. Fósturpabbi minn er eitt af þessum banhungruðu kerfisljónum. Fyrir tólf árum hálsbrotnaði hann í slysi og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Hann er ákveðinn, harður af sér og fær sínu framgengt. Nær daglegt þras í fjölda ára og stöðug barátta við kerfið, þrátt fyrir einlægan vilja starfsfólksins innan þess til að hjálpa, hefur loks skilað honum mánaðarlegum styrkjum frá NPA. Hann lætur eins og argasta frekja til þess eins að bjarga sér. Til þess eins að halda sér virkum, starfa áfram sem verkfræðingur og gefa af sér til samfélagsins.Frelsi til sjálfstæðs lífs Fjölskylduna mína hafði í rúman áratug dreymt um að fara saman til Nýja-Sjálands. Fyrir tilstilli NPA gátum við loksins látið verða af því að fara núna um jólin. Við vorum í fimm vikur á ferðalagi og eyddum dýrmætum tíma saman sem við höfum ekki gert í fjölda ára þar sem ég bý ekki lengur á heimilinu. En ég fór þó ekki eingöngu með í þessa ferð sem dóttir, heldur einnig sem aðstoðarmanneskja á vegum NPA og sem hjúkrunarnemi. Ég gegndi afar ólíkum hlutverkum í ferðinni sem voru langt frá því að vera klippt og skorin. Í þau skipti sem ég vaknaði á nóttunni eða skildi við ilmandi, nýlagaða kaffið til að aðstoða hann, eða gera hluti fyrir hann sem ég mundi ekki einu sinni eftir að gera fyrir sjálfa mig, var ég aðstoðarmanneskjan hans. Þegar ég lét opna neyðarkassann í flugvélinni, bjó um sárin hans, ráðlagði honum varðandi lyfjaskammta, dreifði huga hans frá verkjum eða reddaði hjúkrunarvörum fyrir hann var ég hjúkrunarfræðingurinn hans. Þess á milli gat ég verið dóttir hans. Eins og gefur að skilja var vinnutíminn minn og álagið úti mjög ólíkt því sem gerist þegar fólk mætir í vinnu og fer síðan heim. En vegna þess að ég leit svo á að ég væri þarna á vegum NPA gat ég aðskilið þessi hlutverk upp að ákveðnu marki. Ég upplifði massívan hlutverkarugling á þessu fimm vikna ferðalagi en ég þakka fyrir á hverjum degi að þurfa ekki að upplifa hann í daglegu lífi. NPA veitir fólki sem býr við einhverja fötlun frelsi til að lifa sjálfstæðu lífi. Lífi, sem við sem þurfum ekki á slíkri þjónustu að halda, tökum sem gefnu á hverjum degi. Tökum fósturpabba minn sem dæmi: í stað þess að draga fjölskyldumeðlimi inn í öll horn veikinda sinna og vera sjúklingur gagnvart öllum þiggur hann utanaðkomandi aðstoð fyrir slíkt og getur í staðinn haldið áfram að vera maki, faðir og fyrirvinna á heimilinu. Honum vegnar svo vel í lífi og starfi að ég á til að gleyma því hversu mikið lamaður hann er. NPA ætti að standa öllum til boða sem þurfa á slíkri þjónustu að halda en er þó aðeins veitt af skornum skammti. Stöðug óvissa, ár frá ári, um hvort þjónustan skuli veitt áfram eða ekki hefur skaðleg áhrif á neytendur hennar. Þjónustan er mikilvæg og þörf og hún leysir margan vanda sem önnur sambærileg umönnunarþjónusta á ekki séns í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Við getum ábyggilega flest verið sammála um að NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) sé afar vel til þess fallin að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga. Sú þjónusta miðar að því að hinn fatlaði ræður til sín starfsfólk sem sinnir hans þörfum þegar hann þarf á þeim að halda og á þann hátt sem er ákjósanlegastur fyrir viðkomandi. Hann fær svo mánaðarlegan styrk frá sveitarfélaginu til að greiða starfsfólki sínu laun og hluta af öðrum kostnaði. Best væri auðvitað ef allir aldraðir, fatlaðir eða langveikir gætu nýtt sér notendastýrða þjónustu en hún hæfir ekki öllum þar sem hún byggir á því að fólk skipuleggi sjálft það sem gera þarf, eins og að setja upp vinnuplan og greiða laun. Þá er þjónusta sem þessi talin vera kostnaðarsöm og aðeins fáir njóta hennar. Þó sýnir bresk könnun að kostnaður er oft svipaður við persónulega aðstoð og hefðbundna umönnun. Í Noregi er notendastýrð þjónusta meira að segja talin hagkvæmari en önnur hugsanleg þjónusta fyrir sama hóp notenda hennar. En kerfið er því miður byggt upp á þann hátt að það vinnur ætíð gegn þeim sem þurfa mest á því að halda. Þegar fólk skortir þrek, áræði eða getu til að ganga á eftir réttindum sínum verður það að sætta sig við þá litlu flís sem er eftir af bráðinni þegar ljónin eru búin að gæða sér á henni. Fósturpabbi minn er eitt af þessum banhungruðu kerfisljónum. Fyrir tólf árum hálsbrotnaði hann í slysi og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Hann er ákveðinn, harður af sér og fær sínu framgengt. Nær daglegt þras í fjölda ára og stöðug barátta við kerfið, þrátt fyrir einlægan vilja starfsfólksins innan þess til að hjálpa, hefur loks skilað honum mánaðarlegum styrkjum frá NPA. Hann lætur eins og argasta frekja til þess eins að bjarga sér. Til þess eins að halda sér virkum, starfa áfram sem verkfræðingur og gefa af sér til samfélagsins.Frelsi til sjálfstæðs lífs Fjölskylduna mína hafði í rúman áratug dreymt um að fara saman til Nýja-Sjálands. Fyrir tilstilli NPA gátum við loksins látið verða af því að fara núna um jólin. Við vorum í fimm vikur á ferðalagi og eyddum dýrmætum tíma saman sem við höfum ekki gert í fjölda ára þar sem ég bý ekki lengur á heimilinu. En ég fór þó ekki eingöngu með í þessa ferð sem dóttir, heldur einnig sem aðstoðarmanneskja á vegum NPA og sem hjúkrunarnemi. Ég gegndi afar ólíkum hlutverkum í ferðinni sem voru langt frá því að vera klippt og skorin. Í þau skipti sem ég vaknaði á nóttunni eða skildi við ilmandi, nýlagaða kaffið til að aðstoða hann, eða gera hluti fyrir hann sem ég mundi ekki einu sinni eftir að gera fyrir sjálfa mig, var ég aðstoðarmanneskjan hans. Þegar ég lét opna neyðarkassann í flugvélinni, bjó um sárin hans, ráðlagði honum varðandi lyfjaskammta, dreifði huga hans frá verkjum eða reddaði hjúkrunarvörum fyrir hann var ég hjúkrunarfræðingurinn hans. Þess á milli gat ég verið dóttir hans. Eins og gefur að skilja var vinnutíminn minn og álagið úti mjög ólíkt því sem gerist þegar fólk mætir í vinnu og fer síðan heim. En vegna þess að ég leit svo á að ég væri þarna á vegum NPA gat ég aðskilið þessi hlutverk upp að ákveðnu marki. Ég upplifði massívan hlutverkarugling á þessu fimm vikna ferðalagi en ég þakka fyrir á hverjum degi að þurfa ekki að upplifa hann í daglegu lífi. NPA veitir fólki sem býr við einhverja fötlun frelsi til að lifa sjálfstæðu lífi. Lífi, sem við sem þurfum ekki á slíkri þjónustu að halda, tökum sem gefnu á hverjum degi. Tökum fósturpabba minn sem dæmi: í stað þess að draga fjölskyldumeðlimi inn í öll horn veikinda sinna og vera sjúklingur gagnvart öllum þiggur hann utanaðkomandi aðstoð fyrir slíkt og getur í staðinn haldið áfram að vera maki, faðir og fyrirvinna á heimilinu. Honum vegnar svo vel í lífi og starfi að ég á til að gleyma því hversu mikið lamaður hann er. NPA ætti að standa öllum til boða sem þurfa á slíkri þjónustu að halda en er þó aðeins veitt af skornum skammti. Stöðug óvissa, ár frá ári, um hvort þjónustan skuli veitt áfram eða ekki hefur skaðleg áhrif á neytendur hennar. Þjónustan er mikilvæg og þörf og hún leysir margan vanda sem önnur sambærileg umönnunarþjónusta á ekki séns í.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun