Kökur og smjör Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar